Innherjamolar
Verðtryggingarskekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxtatekjum á nýjan leik
Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata.
Stærsti einkafjárfestirinn bætir nokkuð við stöðu sína í Skaga
Fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, sem fer með um níu prósenta hlut í Skaga, hefur á undanförnum vikum stækkað eignarhlut sinn í fjármálafyrirtækinu en stjórnendur þess horfa meðal annars núna til tækifæra þegar kemur að ytri vexti samhliða mikilli gerjun í samkeppnisumhverfinu.