Gagnrýni

Tár, bjór og flaksandi typpalingar

Síðasta veiðiferðin er nýjasta viðbótin við blómlega kvikmyndasögu þjóðarinnar. Það eru Örn Marínó Arnarson og Þorkell Harðarson sem skrifa og leikstýra í sameiningu sinni fyrstu leiknu kvikmynd.

Gagnrýni

Guð minn góður!

The Invisible Man í leikstjórn Leigh Wannell hefur nú verið tekin til sýningar. Þetta er hrollvekja sem byggir (mjög) lauslega á samnefndri nóvellu H.G. Wells frá árinu 1897.

Gagnrýni

Bombshell kemur á óvart

Kvikmyndin Bombshell er byggð á atburðum sem áttu sér stað í höfuðstöðvum Fox News í New York og segir frá þegar hópur kvenna sagði hingað og ekki lengra og kvartaði undan kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns stöðvarinnar, Roger Ailes.

Gagnrýni

Nýja Sandler-myndin eins og pizza með ananas

Kvikmyndin Uncut Gems með Adam Sandler í aðalhlutverki er nú komin á streymisveituna Netflix. Bíðið þó eitt augnablik áður en þið annaðhvort hoppið hæð ykkur af gleði, eða hættið að lesa sökum velgju. Við þá sem eru aðdáendur Netflix-mynda Sandlers segi ég: Því miður, þetta er ekki gamanmynd. Við ykkur hin segi ég: Þetta er allt í lagi, hún er ekki ömurleg!

Gagnrýni

1917 rígheldur

Kvikmyndin 1917 í leikstjórn Sam Mendes er nú komin í kvikmyndahús. Hún fjallar um tvo hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem sendir eru með skilaboð á víglínuna um að aflýsa eigi fyrirhugaðri árás en þúsundir munu látast ef af henni verður.

Gagnrýni

Í upphafi skal endinn skoða

Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja frábærar kvikmyndir á borð við Börn og Foreldra, sem og Vaktaþættirnir, sem eru svo gott sem greiptir í þjóðarsálina. Ragnar virðist hafa einstakt lag á því að sanka að sér fólki og ná því besta út úr því. Því undraðist enginn að Magnús Geir Þórðarson, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skyldi draga hann inn í leikhúsið til að skapa eldhúsvasksdramað Gullregn. Leikverkið hefur nú orðið að kvikmynd sem þessa dagana er sýnd í bíóum landsins .

Gagnrýni