Gagnrýni

Skemmtilegur kvíðasjúklingur

Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum.

Gagnrýni

Hreinræktuð hasarmynd

Haywire er vissulega formúlumynd en framsetningin lyftir henni upp fyrir meðalmennskuna. Slagsmálasenurnar eru magnaðar enda er aðalleikkonan, Gina Carano, mikil bardagalistakona og hefur oftast betur gegn misfærum ofbeldismönnum. Soderbergh kvikmyndar sjálf slagsmálin í stað þess að púsla þeim saman eftirá með leifturklippingu. Fyrir vikið verða atriðin því bæði trúverðugri og tilkomumeiri.

Gagnrýni

Vafasamt kapphlaup

Leyniþjónustumennirnir FDR og Tuck eru bestu vinir í öllum heiminum en fara fyrir slysni að "deita“ sömu konuna. Þegar upp kemst um aðstæður ákveða þeir að búa til leikreglur og láta konuna velja þann sem henni líst betur á, en hún hefur ekki minnstu hugmynd um að þeir þekkist. Upphefst um leið mikið kapphlaup þar sem spæjararnir keppast við að vinna hug og hjarta konunnar, en í keppninni notfæra þeir sér aðstöðu sína innan leyniþjónustunnar til hins ítrasta.

Gagnrýni

Tætum og tryllum

Safe House fer kröftuglega af stað en undir miðbik fer að halla eilítið undan fæti og kunnuglegar klisjurnar hrannast upp. Leikstjórinn sér þó til þess að engum leiðist, og er það almennur ærslagangur sem heldur myndinni á floti til enda. Washington hefur nærveru á við tvo og kemur það sér ágætlega þar sem Reynolds er litlaus þumbi.

Gagnrýni

Grátur og gnístran tanna

Ekki alslæm mynd, en rembist ítrekað við að græta áhorfendur. Leikararnir halda þessu uppi. Hinn ungi Thomas Horn stendur sig frábærlega í sínu hlutverki og Tom Hanks er traustur sem hressi pabbinn.

Gagnrýni

Melódísk og tregafull

Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar.

Gagnrýni

Harmsaga kynlífsfíkils

Shame er mögnuð mynd og varpar ljósi á þennan vægast sagt hvimleiða kvilla sem kynlífsfíkn er. Hugrökk mynd sem gleymist ekki í bráð. Michael Fassbender kemur sálarangist aðalpersónunnar vel til skila.

Gagnrýni

Fyrir börn og barnalega

Hugo er heillandi mynd fyrir börn og barnalegt fólk á öllum aldri. Ég skal glaður setja sjálfan mig í síðari flokkinn.

Gagnrýni

Greindarlegt grín

Íslandssagan í fylgd Hunds í óskilum er sprellfjörug sýning sem hentar öllum aldursflokkum. Má segja að sýningin hafi verið ein gegndarlaus þindaræfing, slík voru hlátrarsköllin. Það er óvenjulegt að upplifa svona greindarlegt grín, sem þar að auki lyfti fram hlut kvenna og féll aldrei í þann algenga pytt að ná sér í hlátursgusur út á kvenfyrirlitningu. Þessa sýningu ætti að gera að skyldusýningu og bjóða svo upp á langar umræður á eftir.

Gagnrýni

Góð sýning fyrir góð börn

Höfundar hafa náð í hinn rétta tón í afar góðri sýningu um ógurlega lífsreynslu drengs. Þessi sýning var áhorfendum samboðin. Þær Charlotte Bøving og Helga Arnalds hafa hér náð, með hjálp Hallveigar og Eivarar, í hinn rétta tón. Það er varla hægt að tala um að takast betur en þegar börnin lifa áfram í ævintýrinu að sýningu lokinni. Hvort sem þau vinna úr afbrýðisemi sinni eður ei!

Gagnrýni

Cronenberg í krísu?

A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun.

Gagnrýni

Snerting úr annarri vídd

Kristín Ómarsdóttir er einstök í röðum íslenskra rithöfunda. Hugarheimur hennar er ferskur og skemmtilega öðruvísi og hún kemur á óvart með hverri nýrri bók. Við tilheyrum sama myrkrinu samanstendur af sex smásögum um vináttu þokkadísanna Marilyn Monroe og Gretu Garbo auk eins ljóðs um amerísku móðurina sem lagt er í munn, eða öllu heldur penna, Marilyn.

Gagnrýni

Hvað getum við gert?

Hárbeitt og ögrandi samtímalist spænska listamannsins Santiago Sierra grípur áhorfandann heljartökum. Ádeiluefni listamannsins er ekki síður að finna hér á landi en á alþjóðavettvangi. Sýningin í heild er frábært dæmi um pólitískan slagkraft listarinnar. Hún er meira við hæfi unglinga og fullorðinna en ungra barna.

Gagnrýni

Vel heppnuð endurkoma

Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér.

Gagnrýni

Stutt og laggott

Þessi rétt rúmlega 80 mínútna mynd nær að gera heilmikið á stuttum tíma. Klippingin er til fyrirmyndar og mögulegur langdreginn óþarfi hefur allur endað í ruslinu. Brellurnar eru ágætar en fyrst og fremst er það þétt og fjörugt handrit sem gerir Chronicle að því sem hún er.

Gagnrýni

Sjaldan fellur eplið ...

Feðgarnir Herbert og Svanur með fína poppplötu. Tónlistin byggir á sama grunni og plötur Herberts frá níunda áratugnum, þó að hljómurinn hafi verið uppfærður. Svanur hefur greinilega fengið tónlistarhæfileikana frá föður sínum. Hann sýnir það hér að hann er bæði góður söngvari og ágætur höfundur.

Gagnrýni

Í guðanna bænum!

War Horse er snotur en alveg innantóm. Kvikmyndir fyrir börn eru af hinu góða en barnaleg kvikmyndagerð er það ekki. Steven Spielberg er þekktasti núlifandi kvikmyndaleikstjóri heims og hans bestu myndir eru sannkallaðar perlur. Af hverju gerir hann ekki merkilegri hluti en þetta?

Gagnrýni

Grænland stöðvar tímann

Klúður frá A til Ö. Það góða er þó það að Grænlendingar munu ekki eiga í neinum vandræðum með að toppa þetta. Því miður Grænland, en Qaqqat Alanngui er langdregnari og minna spennandi en suðuþvotturinn minn.

Gagnrýni

Poppað en kraftmikið

Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega.

Gagnrýni

Fjör á fjöllum

Sem spennumynd virkar The Grey fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum.

Gagnrýni

Eins og hungraðar rottur í búri

Öreigarnir í Lódz er stórvel unnin og áhrifamikil skáldsaga sem nístir lesanda inn að hjartarótum. Þetta er ekki auðveld bók aflestrar, veldur ógleði bæði í bókstaflegri og bókmenntalegri merkingu, en engum blöðum er um það að fletta að hér er á ferð eitt mesta stórvirki í norrænum bókmenntum síðari ára.

Gagnrýni

Heimurinn sem safngripur

Áhugaverð og vel unnin einkasýning eins okkar fremstu listamanna. Sýningin í heild er helst til áhrifalítil en innan hennar gera smærri atriði heildina eftirminnilegri.

Gagnrýni

Skipulagt og fókuserað

Ánægjulegt er því að segja frá því að raftónleikar á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið fóru ágætlega fram. Þeir voru ekki of langir, níu verk á efnisskránni voru flest bæði stutt og hnitmiðuð. Nokkrir gerningar sköpuðu einnig skemmtilegt andrúmsloft.

Gagnrýni

Loðnar nótur

Ég veit ekki hvort það var salurinn, flygillinn eða tækni píanóleikarans. En það var eitthvað sem ekki virkaði. Tinna Þorsteinsdóttir frumflutti nokkrar píanótónsmíðar á Myrkum músíkdögum á laugardaginn. Tónleikarnir voru í Norðurljósum í Hörpu, sal sem er með mjög sveigjanlegan hljómburð. Mér sýndist flygillinn ekki vera í fullri stærð, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt í sal af minni gerðinni. En í þetta sinn var hljómurinn ekki nógu magnaður fyrir sum verkanna á efnisskránni. Kannski var hljómburðurinn ekki rétt stilltur.

Gagnrýni

Konan sem syngur

Einstaklega vel gerð, nýstárleg og spennandi sýning. Leikarar stóðu sig allir með prýði.Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir og er handbragð hans mjög sýnilegt. Sagan um systkinin og leit þeirra fer fram í magnaðri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, sem er svo heillandi og sterk að hún ein og sér lyftir frásögninni í hæðir.

Gagnrýni

Stórkostlegt sjónarspil

Niðurstaða: Ein allra besta mynd síðasta árs og nýtur sín best í kvikmyndahúsi. Nú er tækifærið. Ekki gera ekki neitt.

Gagnrýni

Fjandinn hirði paradís

Það er eitthvað ákaflega fallegt og einlægt við The Descendants. Gamla tuggan um að lífið sé hverfult á alltaf við, en Payne heldur því fram að aldrei sé neitt of seint. Hvort sem þú þarft að byrja að ala upp börnin þín, segja deyjandi ástvini eitthvað eða að læra að meta fegurð umfram fé.

Gagnrýni