Gagnrýni

Hvað er svona merkilegt við „Það“?

Hér höfum við glænýja aðlögun þar sem fyrri helmingur bókarinnar er tekinn fyrir. Við fylgjumst með sjö ungmennum í smábænum Derry í Maine, hópi sem kallar sig Aulana (The Losers Club) og þarf daglega að glíma við ofbeldi og annars konar áreiti frá hrottum eða vafasömum foreldrum.

Gagnrýni

Gott að eiga góða granna

Undir trénu er hresst dæmi um það hvernig er hægt að hnoða öfluga kómík úr litlum harmleikjum, sumum reyndar hversdagslegri en öðrum í þessu tilfelli.

Gagnrýni

Magnþrungin saga hetjudáða og kraftaverka

Nafnið Christopher Nolan er í dag löngu orðið að tákni um ákveðin gæði. Þessi breski leikstjóri og handritshöfundur er á meðal þeirra fremstu í sínu fagi þegar markmiðið er að tvinna saman hugmyndaríkar spennusögur eða öflugt sjónarspil við marglaga efnivið sem sækir oft í athyglisverð þemu.

Gagnrýni

 Klisjur sem virkuðu

Mínímalísk tónlist, væmin og klisjukennd en snyrtilega sett fram; flutningurinn var magnaður og útsetningarnar flottar.

Gagnrýni

Stórkostlegur endir á flottum þríleik

Tæp fimmtíu ár eru liðin frá því að upprunalega Apaplánetu-myndin með Charlton Heston leit dagsins ljós. Það sem byrjaði í fyrstu sem sjálfstæð aðlögun á skáldsögu höfundarins Pierre Boulle varð fljótt að vinsælum myndaflokki, sem hefur þróast merkilega síðan þá, rétt eins og tæknin og aðferðirnar sem hafa farið í það að gæða apana lífi.

Gagnrýni

Undir áhrifum ástar og „eitís“-tónlistar

Segja má að Sing Street sé afbragðsdæmi um hvernig skal gera klisjukennda sögu ferska, enda mynd sem geislar af mikilli hlýju, bjartsýni og ást á tónlistarsköpun þannig að það verður erfitt að standast unglinga- og nostalgíutöfra hennar.

Gagnrýni

Yfirnáttúrulegur kjánahrollur

Í The Mummy er frásögnin ekki bara þvæld heldur hefur leikstjórinn enga hugmynd um hvaða takmark hann hefur sett sér; hvort myndin eigi að vera spennutryllir, gamansöm hrollvekja, ævintýraleg ástarsaga eða löng stikla fyrir komandi stefnur og strauma í þessum Dark Universe myndabálki.

Gagnrýni