Erlent

Fréttamynd

Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið hand­samaður

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Neyðar­fundur verði boðaður í Öryggis­ráði SÞ

Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður.

Erlent
Fréttamynd

Boða hertar að­gerðir gegn afbrotaunglingum

Sakhæfisaldur verður lækkaður niður í þrettán ár í aðgerðum sem hægriflokkarnir sem standa að sænsku ríkisstjórninni boða til þess að stemma stigu við afbrotum unglinga. Þá vilja þeir gera lögreglu kleift að beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn börnum sem eru yngri en fimmtán ára.

Erlent
Fréttamynd

Herinn skakkar leikinn í Katmandú

Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

Óttast gremju uppgjafahermanna í Rúss­landi

Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf.

Erlent
Fréttamynd

Efast um að Banda­ríkin leyfi sjálf­stætt Græn­land

Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki.

Erlent
Fréttamynd

Taka tolla Trumps í flýtimeðferð

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Standa fast á því að undir­skriftin sé ekki Trumps

Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð.

Erlent
Fréttamynd

Skipar strax nýjan for­sætis­ráð­herra

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur strax skipað nýjan forsætisráðherra, einungis einum degi eftir að stjórnarmeirihlutinn á franska þinginu stóðst ekki vantrauststillögu. Nýi forsætisráðherrann er Sébastien Lecornu, varnarmálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og bandamaður Macrons til langs tíma.

Erlent
Fréttamynd

Segja leið­toga Hamas hafa lifað á­rásina af

Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans.

Erlent