Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Erlent 12.9.2025 12:22
Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Bandaríkjastjórn hefur látið farga getnaðarvörnum sem metnar voru á 9,7 milljónir dala og voru ætlaðar til dreifingar í fátækjum ríkjum. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að ýmsir aðilar hefðu boðist til að kaupa birgðirnar og dreifa þeim. Erlent 12.9.2025 08:55
Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Bandaríkjastjórn hefur höfðað mál á hendur Uber og saka bílstjóra fyrirtækisins um að mismuna fötluðum einstaklingum. Segja þau fötluðum oftsinnis neitað um far, til að mynda þegar þeim fylgja þjónustudýr eða hjálpartæki. Erlent 12.9.2025 07:37
Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. Erlent 11.9.2025 09:42
Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Erlent 11.9.2025 07:18
Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. Erlent 11.9.2025 06:45
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“. Erlent 10.9.2025 19:19
Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. Erlent 10.9.2025 16:34
Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Franklin Bocanegra Delgado, faðir Oscars Anders Bocanegra Florez, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot, með því að hafa sparkað í sköflung sonar síns. Erlent 10.9.2025 16:07
Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sakhæfisaldur verður lækkaður niður í þrettán ár í aðgerðum sem hægriflokkarnir sem standa að sænsku ríkisstjórninni boða til þess að stemma stigu við afbrotum unglinga. Þá vilja þeir gera lögreglu kleift að beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn börnum sem eru yngri en fimmtán ára. Erlent 10.9.2025 11:51
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Erlent 10.9.2025 11:24
Herinn skakkar leikinn í Katmandú Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Erlent 10.9.2025 10:40
Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Úkraínskur tölvuþrjótur hefur ratað á lista yfir þá glæpamenn sem lögregluyfirvöld í Evrópu hafa hvað mestan áhuga á að fanga. Bandaríkjamenn hafa heitið tíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Erlent 10.9.2025 08:17
Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Yfirvöld í Ástralíu hafa lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis gegn klamydíu sem vísindamenn vonast til að geti bjargað kóalabjörnum frá útrýmingu. Erlent 10.9.2025 07:37
Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022. Erlent 10.9.2025 06:43
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Erlent 9.9.2025 23:04
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20
Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Erlent 9.9.2025 21:58
Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð. Erlent 9.9.2025 20:14
Skipar strax nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur strax skipað nýjan forsætisráðherra, einungis einum degi eftir að stjórnarmeirihlutinn á franska þinginu stóðst ekki vantrauststillögu. Nýi forsætisráðherrann er Sébastien Lecornu, varnarmálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og bandamaður Macrons til langs tíma. Erlent 9.9.2025 18:47
Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Erlent 9.9.2025 18:11
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. Erlent 9.9.2025 15:21
Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. Erlent 9.9.2025 15:04
Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Erlent 9.9.2025 14:57