Innlent

„Ég var drulluhrædd í heilt ár“

„Eins undarlega og það hljómar, þá labba ég ekki framhjá innanríkisráðuneytinu. Ég fer ekki fyrir framan þetta hús. Ég get ekki labbað fyrir framan þetta hús. Ég bara get það ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum innanríkisráðherra. Í nýju viðtali lýsir hún augnablikinu þegar Gísli Freyr Valdórsson og eiginkona hans mættu tárvot á skrifstofu hennar og komu varla upp orði.

Innlent

Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísu­vík

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann.

Innlent

Guð­mundur Frank­lín vill Bjarna á Bessa­staði

Guðmundur Franklín Jónsson segist ekki liggja undir feldi þessa stundina og íhuga forsetaframboð. Hann segist ekki stefna á að gera slíkt aftur. Aðspurður segist hann ekki hafa talið að hann ætti séns í forsetakosningunum 2020.

Innlent

„Þetta voru vinir mínir, skepnurnar”

Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi.

Innlent

Bíða við­bragða ríkis­stjórnarinnar

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar.

Innlent

Tómas rýfur þögnina: „Ég er mann­legur“

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnarinnar.

Innlent

Mátti reka ó­létta konu

Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. 

Innlent

Yrði skandall og um leið van­virðing við söguna

Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar.

Innlent

Hjón létust á Grindavíkurvegi

Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn.

Innlent

Brennuvargurinn í Kópa­vogi gengur laus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári karlmanns sem kveikt í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi á laugardagskvöld. Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi við Vísi.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á stjórnarheimilinu í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis þess efnis að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefði ekki gætt meðalhófs þegar hún bannaði hvalveiðar tímabundið.

Innlent

Hyggst leggja fram van­trausts­til­lögu gegn Svan­dísi

Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum.

Innlent

Vatns- og matar­skortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí

Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna.

Innlent

Skóla­fé­lagarnir kölluðu hann „Kidda kóng“

Þann 2.febrúar árið 2022 átti sér stað skelfilegur harmleikur við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. Hópur nemenda hafði verið að renna sér í snjó í brekku við skólann; hefð sem hefur tíðkast í áratugi. Einn nemandinn, Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson varð fyrir bíl og lést. Hann var einungis 19 ára gamall. Samfélagið í Þingeyjarsveit var slegið.

Innlent

Eldur í vöru­bíl við Geirland

Eldur kviknaði í mannlausum vörubíl inni á athafnasvæði við Geirland 1 nálægt Gunnarshólma við Suðurlandsveg. Slökkvilið sendi tvo bíla á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins.

Innlent

Sam­dráttur í kjöt­fram­leiðslu á­hyggju­efni

Fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna seg­ir sam­drátt­ í kjöt­fram­leiðslu veru­legt áhyggju­efni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt.

Innlent