Innlent

Á­lag aukist og full þörf á nýrri geð­deild

Álag hefur aukist á geðsviði Landspítalans í samanburði við síðasta ár. Álagið er í takt við fólksfjölgun en fleiri erlendir ríkisborgarar leita þangað en áður. Yfirlæknir segir starfsmenn ráða við álagið.

Innlent

Stað­ráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að flytja aftur heim. Mögulegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Innlent

Framleiða allt að hundrað tonn á dag

Laxavinnslan Drimla í Bolungarvík verður formlega vígð í dag þegar bæjarbúum og öðrum gestum gefst kostur á að skoða vinnsluna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Artic fish segir að um níutíu til hundrað tonn af afurðum séu framleiddar í húsinu á dag.

Innlent

Fengu veltibílinn að gjöf

Yfir fjögurhundruð þúsund manns hafa upplifað bílveltu í veltibílnum, sem Brautin, bindindisfélag ökumanna hefur rekið frá árinu 1995. Í dag færði Brautin Slysavarnafélaginu Landsbjörg veltibílinn að gjöf. 

Innlent

Blóðug barna­föt við Al­þingi

Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í dag þar sem haldinn var gjörningur til stuðnings börnunum á Gaza á vegum félagsins Ísland-Palestína. Félagið mun standa fyrir viðburðum tengdum Palestínu á hverjum degi það sem eftir lifir nóvember mánaðar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Grindvíkingum gefst í dag kostur á að fara með flutningabíla inn í bæinn til að ná í búslóðir sínar. Skjálftavirkni hefur verið með svipuðu móti síðustu daga, og er mun minni en fyrir viku síðan

Innlent

Timbursalinn kominn í opið úr­ræði

Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 

Innlent

Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar

Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar.

Innlent

Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun.

Innlent

Hoppaði á bílum í mið­bænum

Tilkynnt var um mann sem hoppaði á bifreiðum í íbúðarhverfi í miðbæ Reykjavíkur laust eftir miðnætti. Maðurinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Þá er árás í heimahúsi til rannsóknar þar sem maður var sleginn með spýtu í höfuðið. Hann var fluttur á slysadeild.

Innlent

„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“

Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 

Innlent

Vara við fjölda hrein­dýra á vegum

Lögreglan á Austurlandi varar við fjölda hreindýra sem sést hafa á vegum víðsvegar um landshlutann. Ökumenn eru hvattir til að vera á varðbergi og aka á löglegum hraða.

Innlent

Tveimur af fjórum sleppt úr haldi

Tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna stunguárásar í Grafarvogi í morgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Tveir eru enn í haldi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir þeim.

Innlent

„Þetta er bara rétt að byrja“

Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tuttugu og fjórum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna í tæpar sjö vikur var sleppt í dag. Palestínumönnum sem voru í haldi í Ísrael var sleppt á móti og vopnahlé sem hófst í morgun hefur haldið að mestu.

Innlent

Sára­litlar líkur á gosi úr sprungunni

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir sáralitlar líkur á því að það gjósi úr sprungunum sem mynduðust í miðjum Grindavíkurbæ. Mestar líkur eru á gosi við Svartsengi.

Innlent

Rútuslys á Holta­vörðu­heiði

Hópslysaáætlun viðbragðsaðila hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Holtavörðuheiði. Af myndum af vettvangi að dæma hefur rútan oltið út af veginum. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan farþega rútunnar.

Innlent