Innlent

Heimtaði að allir í bænum töluðu ís­lensku

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní á mánudaginn næstkomandi verður þétt dagskrá um allt land og þar á meðal í Ísafjarðarbæ. Á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfs Jóns forseta, verður íbúum af erlendum uppruna boðið upp á leiðsögn og fræðslu um íslenska lýðveldið, Jón Sigurðsson, Hrafnseyri og fornminjar á einfaldri íslensku.

Innlent

Vill styðja van­trausts­til­lögu komi hún fram

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar.

Innlent

Stefna á að lækna Parkin­son með í­græðslu stofn­fruma

Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Til­kynntu um ekki yfir­vofandi eld­gos

Veðurstofan sendi fjölmiðlum rétt í þessu tilkynningu um eldgos sem gæti hafist innan skamms við Öræfajökul. Þó er allt með kyrrum kjörum við Öræfajökul og ekki búist við eldgosi í alvöru þar sem að þessi tilkynning var æfing.

Innlent

Frum­varp um bætta stöðu leigj­enda strandar hjá ríkis­stjórn

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingkona Framsóknarflokksins segir það stefnu velferðarnefndar að ljúka meðferð á frumvarpi innviðaráðherra um húsaleigulög fyrir þinglok. Frumvarpið hefur það markmið að bæta réttarstöðu leigjenda. Þingmaður stjórnarandstöðu segir málið stranda á ríkisstjórninni sjálfri. Þau geti ekki komið sér saman um hvernig eigi að ljúka þingi og það tefji þetta mál, eins og önnur.

Innlent

Borða með puttunum á Hellu

Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands.

Innlent

Um­ræða sem eigi ekki við rök að styðjast

„Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar þetta er svona nýtt verkefni. Það hafa verið mjög aðgengilegar upplýsingar að verkefninu. Síðan fer vissulega alltaf af stað umræður sem eiga ekki við rök að styðjast og það er bara eðlilegt. Þá bendir maður bara fólki á að kynna sér málið betur.“

Innlent

„Þetta er óboðlegt og það á að hafa af­leiðingar“

Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend. Heilbrigðisráðherra telur fjármálaráðherra ekki hafa gert mistök með því að senda erindi um málið til lögreglu.

Innlent

Lögregluaðgerð og á­hyggju­fullir for­eldrar í Garða­bæ

Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend.

Innlent

Heilsu­gæsla Suður­lands flytur frá Laugar­ási á Flúðir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar frá Laugarási á Flúðir. Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands, var ákveðið að flytja starfsemina í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu, segir í tilkynningu.

Innlent

Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða

Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir.

Innlent

Grunur um man­sal á Gríska húsinu

Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins.

Innlent

Ellý Katrín hefur kvatt þennan heim

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, lögfræðingur,  fyrrverandi borgarritari og sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, er látin. Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Svo eitthvað sé nefnt.

Innlent

„Ríkis­stjórnin verður að hætta að hringja í lög­regluna“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Fyrirspurnin sneri meðal annars að bréfaskrifum Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra til lögreglunnar. Hún snéri þá uppá mál sitt og minnti á afskipti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þá dómsmálaráðherra af vinnubrögðum lögreglu.

Innlent