Innlent Samþjöppun á kjötmarkaði og vinstrimenn fagna í Frakklandi Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhuguð kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska. Innlent 8.7.2024 11:38 Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda „Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Innlent 8.7.2024 11:27 „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. Innlent 8.7.2024 11:06 Komu sér af vettvangi eftir árás á fjóra á veitingastað Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags. Innlent 8.7.2024 10:36 Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. Innlent 8.7.2024 09:04 Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Innlent 8.7.2024 08:41 Ráðherra segir fyrirkomulag borgaraþjónustunnar á Spáni ósjálfbært Utanríkisráðuneytið telur núverandi fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni ósjálfbært til skemmri og lengri tíma. Áætlaður kostnaður við sendiskrifstofu er um 132 milljónir króna á ári að viðbættum stofnkostnaði fyrsta árið. Innlent 8.7.2024 06:47 Meintur strípalingur og sjö til viðbótar gistu fangageymslur lögreglu Átta gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir sem voru til vandræða vegna ölvunar. Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Innlent 8.7.2024 06:18 Mikil uppbygging framundan á Borg í Grímsnesi Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu. Innlent 7.7.2024 20:05 Útkall vegna skútu sem strandaði í Eyjafirði Landhelgisgæslan og Landsbjörg hafa sent nokkur skip til þess að aðstoða skútu sem er strand fyrir Gása í Eyjafirði. Innlent 7.7.2024 19:01 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstri flokka leiðir samkvæmt útgönguspám í Frakklandi og Þjóðfylking Marine Le Pen er þriðji stærsti flokkurinn. Metþátttaka var í síðari umferð þingkosninganna. Sérfræðingur spáir í spilin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.7.2024 18:16 Egill syrgir brottvísun vina sinna Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða. Innlent 7.7.2024 15:25 Tvær þyrlur sinntu sjúkraflutningi vegna bifhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir hádegi vegna bifhjólaslyss í Arnarfirði á Vestfjörðum en einn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 7.7.2024 14:33 Segir Akranes verða svefnbæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nánast alla atvinnustarfsemi á Akranesi vera farna og að stefni í að bærinn verði aðeins náttstaður íbúa. Rúmur fjórðungur Skagamanna sæki þegar atvinnu til Reykjavíkur og þörf sé á aðgerðum til að sporna við þessari þróun. Innlent 7.7.2024 14:15 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ Innlent 7.7.2024 13:30 Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. Innlent 7.7.2024 13:07 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. Innlent 7.7.2024 12:59 Annríkt hjá lögreglu á stærsta degi Írskra daga Annríkt var hjá lögreglunni á Vesturlandi í nótt og fram eftir morgni og sinnti hún um sjötíu málum. Innlent 7.7.2024 11:40 Lögregluaðgerðir í Rangárþingi og sameining Skorradals og Borgarbyggðar Lögregla vopnaðist og skotvopn var haldlagt í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í gær. Mennirnir tveir sem handteknir voru í aðgerðunum voru látnir lausir úr haldi í gærkvöldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 7.7.2024 11:37 Lögregla vopnaðist og skotvopn haldlagt Mennirnir tveir sem handteknir voru í tengslum við vopnamál í Rangárþingi ytra í gær eru lausir úr haldi. Hald hefur verið lagt á skotvopn en lögregla vill ekki staðfesta hvort skotum hafi verið hleypt af. Innlent 7.7.2024 10:48 Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. Innlent 7.7.2024 10:17 Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll. Innlent 7.7.2024 09:04 Slökkviliðið kallað út vegna reyks á skemmtistað Næturvaktin hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var mjög erilsöm eftir því sem fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. Innlent 7.7.2024 08:48 Sjö gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan sinnti 109 málum frá klukkan fimm um eftirmiðdegi í gær þar til klukkan fimm í morgun. Sjö einstaklingar eru vistaðir í fangaklefa eftir verkefni næturinnar. Innlent 7.7.2024 07:34 Eldur kviknaði inni á veitingastað í Ármúla Allir tiltækir dælubílar voru sendir á veitingastað í Ármúla um tíuleytið í kvöld. Eldurinn reyndist minni háttar. Innlent 6.7.2024 23:45 N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. Innlent 6.7.2024 22:45 „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Innlent 6.7.2024 20:52 Tveir í haldi lögreglu vegna meintrar skotárásar Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í dag. Lögregla, sem naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, hefur lokið aðgerðum á vettvangi og rannsókn er á frumstigi. Innlent 6.7.2024 20:22 Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum. Innlent 6.7.2024 20:00 Uppgjöf eftir áratugabaráttu við kerfið og meint skotárás í Þykkvabæ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á, sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru dauðir og útlitið svart. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 6.7.2024 18:01 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 334 ›
Samþjöppun á kjötmarkaði og vinstrimenn fagna í Frakklandi Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhuguð kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska. Innlent 8.7.2024 11:38
Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda „Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Innlent 8.7.2024 11:27
„Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. Innlent 8.7.2024 11:06
Komu sér af vettvangi eftir árás á fjóra á veitingastað Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags. Innlent 8.7.2024 10:36
Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. Innlent 8.7.2024 09:04
Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Innlent 8.7.2024 08:41
Ráðherra segir fyrirkomulag borgaraþjónustunnar á Spáni ósjálfbært Utanríkisráðuneytið telur núverandi fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni ósjálfbært til skemmri og lengri tíma. Áætlaður kostnaður við sendiskrifstofu er um 132 milljónir króna á ári að viðbættum stofnkostnaði fyrsta árið. Innlent 8.7.2024 06:47
Meintur strípalingur og sjö til viðbótar gistu fangageymslur lögreglu Átta gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir sem voru til vandræða vegna ölvunar. Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Innlent 8.7.2024 06:18
Mikil uppbygging framundan á Borg í Grímsnesi Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu. Innlent 7.7.2024 20:05
Útkall vegna skútu sem strandaði í Eyjafirði Landhelgisgæslan og Landsbjörg hafa sent nokkur skip til þess að aðstoða skútu sem er strand fyrir Gása í Eyjafirði. Innlent 7.7.2024 19:01
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstri flokka leiðir samkvæmt útgönguspám í Frakklandi og Þjóðfylking Marine Le Pen er þriðji stærsti flokkurinn. Metþátttaka var í síðari umferð þingkosninganna. Sérfræðingur spáir í spilin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.7.2024 18:16
Egill syrgir brottvísun vina sinna Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða. Innlent 7.7.2024 15:25
Tvær þyrlur sinntu sjúkraflutningi vegna bifhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir hádegi vegna bifhjólaslyss í Arnarfirði á Vestfjörðum en einn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 7.7.2024 14:33
Segir Akranes verða svefnbæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nánast alla atvinnustarfsemi á Akranesi vera farna og að stefni í að bærinn verði aðeins náttstaður íbúa. Rúmur fjórðungur Skagamanna sæki þegar atvinnu til Reykjavíkur og þörf sé á aðgerðum til að sporna við þessari þróun. Innlent 7.7.2024 14:15
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ Innlent 7.7.2024 13:30
Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. Innlent 7.7.2024 13:07
Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. Innlent 7.7.2024 12:59
Annríkt hjá lögreglu á stærsta degi Írskra daga Annríkt var hjá lögreglunni á Vesturlandi í nótt og fram eftir morgni og sinnti hún um sjötíu málum. Innlent 7.7.2024 11:40
Lögregluaðgerðir í Rangárþingi og sameining Skorradals og Borgarbyggðar Lögregla vopnaðist og skotvopn var haldlagt í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í gær. Mennirnir tveir sem handteknir voru í aðgerðunum voru látnir lausir úr haldi í gærkvöldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 7.7.2024 11:37
Lögregla vopnaðist og skotvopn haldlagt Mennirnir tveir sem handteknir voru í tengslum við vopnamál í Rangárþingi ytra í gær eru lausir úr haldi. Hald hefur verið lagt á skotvopn en lögregla vill ekki staðfesta hvort skotum hafi verið hleypt af. Innlent 7.7.2024 10:48
Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. Innlent 7.7.2024 10:17
Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll. Innlent 7.7.2024 09:04
Slökkviliðið kallað út vegna reyks á skemmtistað Næturvaktin hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var mjög erilsöm eftir því sem fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. Innlent 7.7.2024 08:48
Sjö gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan sinnti 109 málum frá klukkan fimm um eftirmiðdegi í gær þar til klukkan fimm í morgun. Sjö einstaklingar eru vistaðir í fangaklefa eftir verkefni næturinnar. Innlent 7.7.2024 07:34
Eldur kviknaði inni á veitingastað í Ármúla Allir tiltækir dælubílar voru sendir á veitingastað í Ármúla um tíuleytið í kvöld. Eldurinn reyndist minni háttar. Innlent 6.7.2024 23:45
N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. Innlent 6.7.2024 22:45
„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Innlent 6.7.2024 20:52
Tveir í haldi lögreglu vegna meintrar skotárásar Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í dag. Lögregla, sem naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, hefur lokið aðgerðum á vettvangi og rannsókn er á frumstigi. Innlent 6.7.2024 20:22
Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum. Innlent 6.7.2024 20:00
Uppgjöf eftir áratugabaráttu við kerfið og meint skotárás í Þykkvabæ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á, sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru dauðir og útlitið svart. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 6.7.2024 18:01