Innlent Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Innlent 29.9.2024 09:01 Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Innlent 29.9.2024 08:02 Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi . Innlent 29.9.2024 07:46 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. Innlent 29.9.2024 07:37 Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða. Innlent 29.9.2024 07:36 Maður stunginn í brjóstkassann í nótt Maður leitaði til bráðamóttöku í nótt eftir að hann hafði verið stunginn í brjóstkassa. Ekki liggur fyrir hvaða vopni var beitt en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Innlent 29.9.2024 07:21 „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Innlent 28.9.2024 21:31 Ótrúlegt myndband af gæsaflokki á flugi Fransisco Snær Hugason náði myndbandi af tilkomumiklu sjónarspili þegar stór hópur grágæsa flaug yfir Hrafnagil í kvöld. Hann segist aldrei hafa séð svona áður. Innlent 28.9.2024 21:06 Lítið jökulhlaup hafið í Skálm Lítið jökulhlaup er hafið í Skálm. Rafleiðni mælist um 263 µS/cm. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið sé mikið minna en hlaupið sem olli skemmdum á Þjóðveginum í sumar. Innlent 28.9.2024 20:19 Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Innlent 28.9.2024 19:35 Sundrun á hægri vængnum og örvænting meðal fyrstu kaupenda Í kvöldfréttum Stöðvar 2 köfum við í pólitíkina en kosningabarátta er hjá flestum flokkum komin á fullt. Við heyrum í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem er spennt fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Innlent 28.9.2024 18:07 Verslaði fyrir háar upphæðir með stolnu kreditkorti Tilkynnt var um þjófnað á kreditkorti sem hafði svo verið notað í miðbænum til að versla fyrir háar upphæðir. Lögregla fór á staðinn til að afla upplýsinga og málið er í rannsókn. Innlent 28.9.2024 17:40 „Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Innlent 28.9.2024 15:53 Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rúmlega eitt í dag vegna fjórhjólaslyss sem átti sér stað á Hagabraut á svokölluðum Gíslholtshring í Rangárþingi ytra. Innlent 28.9.2024 14:16 Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. Innlent 28.9.2024 14:05 „Óþekku börnin frá Grindavík“ vakti úlfúð Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. Innlent 28.9.2024 13:47 Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Innlent 28.9.2024 13:18 „Verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni“ Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum. Mikil verðmæti séu fólgin í því að halda brautinni opinni. Innlent 28.9.2024 12:17 Úrbætur á gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga og upphaf körfuboltatímabilsins Dómsmálaráðherra segir ekki ganga upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga, sem fremja afbrot. Rætt verður við ráðherra um stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.9.2024 11:40 Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Innlent 28.9.2024 11:22 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. Innlent 28.9.2024 08:01 Hafði „útdraganlega kylfu“ meðferðis Lögregla hafði afskipti af manni sem hafði„útdraganlega kylfu“ meðferðis í miðbænum í nótt. Innlent 28.9.2024 07:44 Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“ Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert. Innlent 27.9.2024 21:02 Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. Innlent 27.9.2024 21:01 Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. Innlent 27.9.2024 19:41 „Skítastaða“ á Stuðlum, vongóðir nýliðar og búð þar sem allt er ókeypis Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi „skítastaða“ eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 27.9.2024 18:00 „Það verður að láta reyna á þessar kærur“ Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að látið verði reyna á kærur á hendur netverslunum með áfengi fyrir dómstólum. Innlent 27.9.2024 17:01 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Innlent 27.9.2024 16:57 Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Innlent 27.9.2024 16:55 Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Innlent 27.9.2024 15:58 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 334 ›
Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Innlent 29.9.2024 09:01
Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Innlent 29.9.2024 08:02
Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi . Innlent 29.9.2024 07:46
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. Innlent 29.9.2024 07:37
Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða. Innlent 29.9.2024 07:36
Maður stunginn í brjóstkassann í nótt Maður leitaði til bráðamóttöku í nótt eftir að hann hafði verið stunginn í brjóstkassa. Ekki liggur fyrir hvaða vopni var beitt en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Innlent 29.9.2024 07:21
„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Innlent 28.9.2024 21:31
Ótrúlegt myndband af gæsaflokki á flugi Fransisco Snær Hugason náði myndbandi af tilkomumiklu sjónarspili þegar stór hópur grágæsa flaug yfir Hrafnagil í kvöld. Hann segist aldrei hafa séð svona áður. Innlent 28.9.2024 21:06
Lítið jökulhlaup hafið í Skálm Lítið jökulhlaup er hafið í Skálm. Rafleiðni mælist um 263 µS/cm. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið sé mikið minna en hlaupið sem olli skemmdum á Þjóðveginum í sumar. Innlent 28.9.2024 20:19
Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Innlent 28.9.2024 19:35
Sundrun á hægri vængnum og örvænting meðal fyrstu kaupenda Í kvöldfréttum Stöðvar 2 köfum við í pólitíkina en kosningabarátta er hjá flestum flokkum komin á fullt. Við heyrum í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem er spennt fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Innlent 28.9.2024 18:07
Verslaði fyrir háar upphæðir með stolnu kreditkorti Tilkynnt var um þjófnað á kreditkorti sem hafði svo verið notað í miðbænum til að versla fyrir háar upphæðir. Lögregla fór á staðinn til að afla upplýsinga og málið er í rannsókn. Innlent 28.9.2024 17:40
„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Innlent 28.9.2024 15:53
Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rúmlega eitt í dag vegna fjórhjólaslyss sem átti sér stað á Hagabraut á svokölluðum Gíslholtshring í Rangárþingi ytra. Innlent 28.9.2024 14:16
Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. Innlent 28.9.2024 14:05
„Óþekku börnin frá Grindavík“ vakti úlfúð Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. Innlent 28.9.2024 13:47
Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Innlent 28.9.2024 13:18
„Verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni“ Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum. Mikil verðmæti séu fólgin í því að halda brautinni opinni. Innlent 28.9.2024 12:17
Úrbætur á gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga og upphaf körfuboltatímabilsins Dómsmálaráðherra segir ekki ganga upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga, sem fremja afbrot. Rætt verður við ráðherra um stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.9.2024 11:40
Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Innlent 28.9.2024 11:22
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. Innlent 28.9.2024 08:01
Hafði „útdraganlega kylfu“ meðferðis Lögregla hafði afskipti af manni sem hafði„útdraganlega kylfu“ meðferðis í miðbænum í nótt. Innlent 28.9.2024 07:44
Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“ Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert. Innlent 27.9.2024 21:02
Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. Innlent 27.9.2024 21:01
Ekki hægt að aldursskipta börnum á Stuðlum í miðjum stormi Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi "skítastaða" eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. Innlent 27.9.2024 19:41
„Skítastaða“ á Stuðlum, vongóðir nýliðar og búð þar sem allt er ókeypis Vernda þarf börnin á Stuðlum fyrir hvert öðru en húsakosturinn býður ekki upp á aldursskiptingu að sögn framkvæmdastjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu. Leitað sé logandi ljósi að nýju húsnæði en þangað til sé uppi „skítastaða“ eins og hann kemst að orði vegna óheillaþróunar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 27.9.2024 18:00
„Það verður að láta reyna á þessar kærur“ Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að látið verði reyna á kærur á hendur netverslunum með áfengi fyrir dómstólum. Innlent 27.9.2024 17:01
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Innlent 27.9.2024 16:57
Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Innlent 27.9.2024 16:55
Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Innlent 27.9.2024 15:58