Erlent

Loft­helgi aftur lokað í Ála­borg vegna drónaflugs

Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun.

Erlent

James Co­mey á­kærður vegna Rússa­rannsóknar

Ákærudómstóll í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært James Comey, fyrrverandi yfirmann alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI). Ákæran er í tveimur liðum,  önnur varðar falskar yfirlýsingar hans og hin að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Báðir ákæruliðir varða rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og meintri aðkomu Trump að þeim. 

Erlent

Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rúss­land

Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent

Boðar alla her­foringjana á fordæmalausan skyndifund

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fordæmalausan skyndifund. Fundurinn verður haldinn á herstöð í Virginíu í næstu viku en fáir virðast vita um hvað fundurinn á að vera.

Erlent

Enn lítið vitað um leyniskyttuna og til­efni á­rásarinnar í Dallas

Maður sem skaut einn til bana í Dallas í Bandaríkjunum í gær og særði tvo til viðbótar hét Joshua Jahn. Hann er sagður hafa skotið úr riffli á ómerktan sendiferðabíl í porti byggingar í eigu Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE). Þar hæfði hann þrjá menn sem voru í haldi yfirvalda vegna gruns um að þeir væru ólöglega í Bandaríkjunum.

Erlent

Hóta Demó­krötum með um­fangs­miklum upp­sögnum

Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp.

Erlent

Keppast við að á­kæra Comey

Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku.

Erlent

Drónaflug í Dan­mörku: „Fjölþáttaógnin er að raun­gerast“

Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans.

Erlent

Ætlar sér að koma böndum á sjón­varps­stöðvar

Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum.

Erlent

Sést til dróna við fjóra flug­velli í Dan­mörku

Dönsk lögregluyfirvöld hafa í kvöld fengið ábendingar um drónaflug nærri þremur flugvöllum til viðbótar við flugvöllinn í Álaborg sem lokað var fyrr í kvöld. Um er að ræða flugvelli við Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup. Allir eru þeir á Jótlandi.

Erlent

Flug­vellinum í Ála­borg lokað vegna drónaflugs

Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Danska lögreglan segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. 

Erlent

Segja á­rásina hafa beinst gegn ICE

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra.

Erlent

Pútín auki ein­fald­lega stríðs­reksturinn verði hann ekki stöðvaður

Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun.

Erlent

Kenna Trump-liðum um bæði rúllu­stigann og textavélina

Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann.

Erlent

Ekki stað­fest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flug­um­ferð í Osló

Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn.

Erlent

Ekki pappírstígur heldur al­vöru björn

Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð.

Erlent

Vin­sælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna á­sakana um brot gegn ung­lings­stúlku

Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna.

Erlent

Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir ný­græðingar“

Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár.

Erlent

Sprenging í Osló og stórt svæði girt af

Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 

Erlent