Erlent

Mikið sjónar­spil eftir að Starship sprakk

Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils.

Erlent

„Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“

Rithöfundurinn Neil Gaiman neitar því staðfastlega að hafa nokkurn tímann brotið gegn konum og þvingað þær til að gera eitthvað gegn vilja þeirra. Hann viðurkennir þó að hafa átt að gera betur.

Erlent

Imran Khan í fjór­tán ára fangelsi

Dómstóll í Pakistan hefur dæmt Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi og fangelsi frá árinu 2023.

Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráðherra Finna fer fram á nálgunarbann

Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur farið fram á nálgunarbann gegn manni á fertugsaldri. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi á morgun. Fram kemur í frétt finnska miðilsins Helsingin Sanomat að þegar séu í gildi í það minnsta tvö nálgunarbönn á manninn vegna ógnandi og óviðeigandi hegðunar hans.

Erlent

Her Súdan í sókn gegn RSF og her­menn sakaðir um ó­dæði

Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF.

Erlent

Hótar hörðum við­brögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember.

Erlent

Rak for­mann mikil­vægrar nefndar að beiðni Trumps

Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.

Erlent

Ný eld­flaug Bezos náði á spor­braut í fyrstu til­raun

Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað.

Erlent

Deila um á­kvæði um fangaskipti

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst.

Erlent

Ráð­leggja blóð­töku fyrir í­búa Jersey

Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið.

Erlent

Sakar Rússa um skipu­lagningu hryðju­verka

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum.

Erlent

Óttast á­hrif orð­ræðu Trumps á fjár­festa

Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki.

Erlent

Gerðu um­fangs­mikla á­rás á vestur­hluta Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina.

Erlent

Tvö geim­för á leið til tunglsins

Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel.

Erlent

97 á­rásir á „örugga svæðið“ á Gasa

Rannsókn BBC hefur leitt í ljós að á síðustu sjö mánuðum hafa 97 árásir átt sér stað á svæði á Gasa sem skilgreint var af Ísraelsher sem mannúðarsvæði. Hefur fólk verið hvatt til að leita þangað öryggis síns vegna.

Erlent