Erlent

Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög

Hinn umdeildi bandaríski þingmaður, George Santos, stendur frammi fyrir mögulegri rannsókn Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC). Það er eftir að hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fram kvörtun um að hann hefði brotið lög varðandi kosningar.

Erlent

„Þetta er at­laga að lýð­ræðinu“

Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 

Erlent

Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður

Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna afskipta hans af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lokið störfum. Ekki er ljóst hvort Trump verði ákærður en ákveða á seinna í mánuðinum hvort opinbera eigi skýrslu ákærudómstólsins eða ekki.

Erlent

Íhuga að senda breska skriðdreka

Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum.

Erlent

Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann

Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað.

Erlent

Telja óson­lagið ná sér innan fjögurra ára­tuga

Hópur sérfræðinga telur að ef haldið verður áfram á sömu braut nái ósónlagið í lofthjúpi jaðar sér á næstu fjörutíu árum. Nýlega samþykktar aðgerðir til að draga úr notkun efna sem komu í stað ósóneyðandi efna eiga að forða allt að hálfrar gráður hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar.

Erlent

Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri

Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

Erlent

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum.

Erlent

Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti

Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina.

Erlent

Mc­Cart­hy vantar enn fjögur at­kvæði

Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram.

Erlent

McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga

Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag.

Erlent

Senda vestræna bryndreka til Úkraínu

Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki.

Erlent

Enn gýs í Kilauea-fjalli á Havaí

Eldgos er hafið í toppgíg Kilauea-fjalls á Havaíeyjum innan við mánuði eftir að hraun hætti að renna þar og í stærri nágranna þess Mauna Loa. Tindurinn er fjarri mannabyggðum og er þeim ekki talin stafa hætta af gosinu.

Erlent