Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur stjórnvöld í Kúbu til að semja við Bandaríkjamenn, ellegar muni Kúbverjar ekki lengur hafa aðgang að olíu og gjaldeyri frá Venesúela. Erlent 12.1.2026 00:09
Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Leó fjórtándi páfi hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu tjáningarfrelsis á Vesturlöndum. Hann segir tungutak í ætt við það sem lesa má um í skáldsögum Georgs Orwell hafa grafið um sig í samfélaginu. Óljós markmið um inngildingu séu á bak við hina nýju orðræðu, en niðurstaðan sé útskúfun þeirra sem fallast ekki á hugmyndafræðina sem liggur henni til grundvallar. Erlent 11.1.2026 23:42
Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. Erlent 11.1.2026 09:03
Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir. Erlent 10.1.2026 13:32
Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins. Erlent 10.1.2026 10:52
Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Jacques Moretti, annar tveggja eigenda Le Constellation, bars í Crans-Montana í svissnesku Ölpunum, er nú í gæsluvarðhaldi. Hann, og eiginkona hans, eru grunuð um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi vegna elds sem kviknaði á barnum á nýársnótt. Fjörutíu eru látin og fleiri en hundrað slösuð, flest táningar. Erlent 10.1.2026 08:49
Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Donald Trump forseti segir að Bandaríkin þurfi að „eiga“ Grænland til að koma í veg fyrir að Rússland og Kína geri það. Erlent 10.1.2026 08:04
Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Að minnsta kosti tveir eru látnir og 36 er saknað eftir að fjall úr rusli og braki hrundi yfir sorpvinnslustöð á ruslahaug á Filippseyjum. Flóð rusls og braks flæddi yfir hús og eru margir sagðir hafa lokast inni. Þrettán var bjargað í nótt en einn þeirra lést í. Erlent 9.1.2026 16:00
Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. Erlent 9.1.2026 15:30
Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. Erlent 9.1.2026 15:13
Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Bandarískir hermenn tóku í morgun yfir stjórn olíuflutningaskipsins Olina á Karíbahafinu. Skipið er sagt bera olíu frá Venesúela og mun því hafa verið siglt undir fölsku flaggi. Þetta er fimmta skipið tengt Venesúela sem Bandaríkjamenn taka yfir á nokkrum vikum. Erlent 9.1.2026 14:16
Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir stjórnvöld í landinu ekki munu gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Hann segir mótmælendur skemmdarverkamenn sem séu að reyna Donald Trump Bandaríkjaforseta til geðs. Erlent 9.1.2026 12:13
Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur ákveðið að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til jarðar á næstu dögum, mánuði á undan áætlun, vegna alvarlegra veikinda eins geimfaranna. Þetta er í fyrsta skipti sem geimleiðangur er styttur vegna veikinda. Erlent 9.1.2026 12:03
Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Erlent 9.1.2026 09:13
Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum. Erlent 9.1.2026 09:07
Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir afar mikilvægt að Bandaríkin „eignist“ Grænland og að leigusamningar og sáttmálar séu ekki nóg. Erlent 9.1.2026 07:03
Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Fjölmenn mótmæli gegn írönskum stjórnvöldum héldu áfram víða um Íran í kvöld. Netsamband hefur rofnað um allt landið á sama tíma og aukin harka hefur færst í mótmælin og átök brotist út milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar.. Erlent 9.1.2026 00:05
Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka. Erlent 8.1.2026 22:44
Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um Grænland hafi þegar haft það í för með sér að fleiri Íslendingar horfi í átt að Evrópusambandinu. Erlent 8.1.2026 20:34
Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær. Erlent 8.1.2026 14:30
Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skoðar nú möguleikann að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar heim mörgum mánuðum á undan áætlun vegna veikinda eins geimfaranna. Hann er sagður í stöðugu ástandi en ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hann. Erlent 8.1.2026 14:05
Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins Í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps. Erlent 8.1.2026 13:29
Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Víða í Íran kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu undanfarnar tæpar tvær vikur en útlit er fyrir að tíðni átaka sé að aukast. Erlent 8.1.2026 11:42
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. Erlent 8.1.2026 11:29