Formúla 1

Kovalainen hræðist ekki Alonso

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen sem leysir Fernando Alonso af hólmi hjá liði Renault í Formúlu 1, segist tilbúinn í að veita heimsmeistaranum góða keppni á næsta tímabili. Alonso keppir fyrir McLaren á næsta tímabili eftir að hafa unnið titil ökuþóra tvö ár í röð hjá Renault.

Formúla 1

Massa segir Ferrari ekki hafa forskot

Felipe Massa, annar ökumanna Ferrari í formúlu 1 kappakstrinum, segir að lið hans muni ekki hafa eins mikið forskot á næsta tímabili eins og margir vilja halda þar sem það hafi reynslu síðustu ára af dekkjum frá Bridgestone. Flest önnur lið formúlunnar hafa notað Michelin en þurfa að snúa sér að Bridgestone eftir að fyrrnefnda fyrirtækið hætti að framleiða dekk fyrir formúluna.

Formúla 1

Alonso á sér nafna í Bretlandi

Breskur íþróttaáhugamaður borgaði í síðustu viku 200 dollara til að breyta nafni sínu í Fernando Alonso, samkvæmt enska dagblaðinu Mirror. Maðurinn, sem áður hét David Fuller, heitir nú Fernando Alonso Rodney Trotter Ronaldinho.

Formúla 1

Button: Ég er sami ökumaður og áður

Ökuþórinn Jenson Button hjá Honda í formúlu 1 segir að fyrsti sigur hans á ferlinum, sem hann náði í Ungverjalandi á síðasta tímabili, hafi ekki breytt stíl hans sem ökumanni. Á þeim sjö mótum sem eftir voru af tímabilinu hafnaði Button ávallt í efstu fimm sætunum.

Formúla 1

Fisichella óánægður með nýju dekkin

Lið í formúlu 1 þurfa að gera breytingar á bremsubúnaði bíla sinna ef ökumenn þeirra eiga að geta ráðið við nýju Bridgestone-dekkinn, sem gerð eru úr nýrri tegund af gúmmí en áður hefur verið notast við. Þetta segir Giancarlo Fisichella hjá Renault.

Formúla 1

Schumacher í fullri vinnu hjá Ferrari

Michael Scumacher er vissulega hættur að aka fyrir Ferrari-liðið í formúlunni en honum er engu að síður ætlað stórt hlutverk hjá liðinu á næsta ári. Nú hefur verið tilkynnt að Schumacher mun verða helsti ráðgjafi liðsins í þróun keppnisbílsins og einnig þróun hina “hefðbundnu” Ferrari-bíla.

Formúla 1

Alonso mjög fljótur á fyrstu æfingu

Ónefndur bifvélaverki úr herbúðum McLaren segir að Spánverjinn Fernando Alonso hafi litið mjög vel út á sinni fyrstu æfingu á nýjum bíl. Hinn tvöfaldi heimsmeistari yfirgaf herbúðir Renault í sumar og mun keppa fyrir McLaren á næsta tímabili.

Formúla 1

Vilja að Raikkönen skáli fyrir luktum dyrum

Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum.

Formúla 1

Renault ætlar ekki að sleppa Alonso

Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segir ekki koma til greina að liðið leyfi heimsmeistaranum Fernando Alonso að losna undan samningi sínum við liðið fyrr en um leið og hann rennur út um áramótin. Litlir kærleikar eru milli forráðamanna Renault og McLaren, en Alonso gengur til liðs við McLaren um áramót.

Formúla 1

McLaren vill fá Alonso strax

Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu.

Formúla 1

Raikkönen tekjuhæstur á næsta ári

Þó Michael Schumacher hafi lagt stýrið á hilluna verður tekjuhæsti ökumaðurinn í Formúlu 1 áfram í röðum Ferrari-liðsins. Schumacher er sagður fá yfir 700 milljónir króna á næsta ári þó hann sé hættur að keppa, en arftaki hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, er nú orðinn tekjuhæsti ökumaðurinn.

Formúla 1

Formúla 1 er ekkert barnaafmæli

Michael Schumacher segist ekki hafa hlotið neina sérmeðferð þau ár sem hann var ökumaður númer eitt hjá Ferrari eins og margir hafa meinað, heldur segist hann hafa unnið fyrir því með því að vera einfaldlega fljótari en félagi sinn hverju sinni.

Formúla 1

McLaren er að eyðileggja feril Hamilton

David Coulthard, ökumaður Red Bull í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður McLaren, segir að Ron Dennis og félagar hjá McLaren séu mjög líklega að eyðileggja feril hins efnilega Breta Lewis Hamilton með því að gera hann að aðalökumanni of snemma.

Formúla 1

Lewis Hamilton ekur fyrir McLaren

Hinn 21 árs gamli Lewis Hamilton verður liðsfélagi heimsmeistarans Fernando Alonso hjá keppnisliði McLaren á næsta ári. Þetta var tilkynnt í dag og er Bretinn fyrsti þeldökki ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1. Hamilton hefur verið hjá McLaren til reynslu frá árinu 1998.

Formúla 1

Schumacher útilokar endurkomu

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher gaf það út í viðtali við þýska fjölmiðla að það væri enginn möguleiki á því að hann settist undir stýri í Formúlu 1 á ný, því það væri einfaldlega ekki hægt eins og íþróttin hafi þróast síðustu ár.

Formúla 1

Schumacher hefur ekki áhyggjur af framtíðinni

Ævisaga Michael Schumacher kemur í bókahillur á næstu dögum og ber einfaldlega heitið "Schumacher". Sjöfaldur heimsmeistarinn segist ekki óttast aðgerðaleysi í framtíðinni þó hann sé hættur að keppa og flestir reikna með að hann setjist við hlið Jean Todt hjá Ferrari og sinni starfi ráðgjafa liðsins.

Formúla 1

Montoya ók á vegg

Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya, sem áður ók með McLaren í Formúlu 1, slapp ómeiddur á sunnudaginn þegar hann ók Nascar-bíl sínum á vegg í keppni í Miami. Jimmy Johnson tryggði sér meistaratitilinn með því að hafna í 9. sæti í keppninni og hafði betur í einvígi sínu við Matt Kenseth.

Formúla 1

Mosley segir of mörg mót í Evrópu

Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni.

Formúla 1

Mika Hakkinen ekur ekki fyrir McLaren

Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili.

Formúla 1

Klien ekur hjá Honda

Austurríkismaðurinn Christian Klien verður vara- og æfingaökumaður Honda-liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili samkvæmt fréttatilkynningu frá liðinu í dag. Klien ók með Jaguar árið 2004 og ók fyrir Red Bull á síðasta ári. Hann verður varaökumaður fyrir þá Jenson Button og Rubens Barrichello hjá enska liðinu á næsta keppnistímabili. Klien leysir Anthony Davidson af hómi, en sá fékk sæti í liði Super Aguri í gær.

Formúla 1

Davidson ekur fyrir Super Aguri

Breski ökuþórinn Anthony Davidson verður ökumaður japanska Super Aguri liðsins í Formúlu 1 á næsta ári ásamt Takuma Sato. Davidson hefur verið æfingaökumaður fyrir BAR/Honda síðustu þrjú ár, en fær nú tækifæri til að reyna sig fyrir alvöru á meðal þeirra bestu. Hann á að baki tvær keppnir sem aðalökumaður með liði Minardi árið 2002 og eina með Honda á síðasta tímabili.

Formúla 1

Ecclestone veldur titringi á Silverstone

Formúlumógúlnum Bernie Ecclestone er ekkert heilagt þegar kemur að því að auka veg og virðingu íþróttarinnar og nú hefur hann valdið mótshöldurum breska kappakstursins á Silverstone hugarangri með framtíðaráformum sínum.

Formúla 1

Ferrari vill halda Schumacher í vinnu

Forráðamenn Ferrari vilja ólmir halda í sjöfaldan heimsmeistara Michael Schumacher þó hann hafi lagt stýrið á hilluna á dögunum og er Schumacher nú með tilboð í höndunum um að gerast aðstoðarmaður Jean Todt liðsstjóra. Þjóðverjinn er sagður ætla að hugsa málið í nokkrar vikur áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið.

Formúla 1

Alonso kveður Renault

Heimsmeistarinn Fernando Alonso fór í kveðjutúr um verksmiðjur Renault á Englandi um helgina en hann gengur til liðs við McClaren fyrir næsta tímabil. Alonso kvaddi starfsmenn Renault með þökkum og óskaði þeim sigurs í öllum keppnum sem hann á annað borð sigraði ekki í sjálfur.

Formúla 1

Sonur Schumacher efnilegur

Þýska dagblaðið Express í Cologne segir að þó nú sé aðeins einn Schumacher að keppa í Formúlu 1, gæti það átt eftir að breytast í framtíðinni því sjö ára gamall sonur Michael Schumacher sé mikið efni.

Formúla 1

Nóg að vinna einn titil í viðbót

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist sáttur geta lagt stýrið á hilluna ef hann nær að vinna einn titil í viðbót og jafna þar með árangur Brasilíumannsins Ayrton Senna. Hinn 25 ára gamli Spánverji varð um helgina heimsmeistari annað árið í röð.

Formúla 1