Formúla 1 McLaren fær háa sekt FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Formúla 1 13.9.2007 17:58 Alonso fyrstur í mark Fernando Alonso, ökumaður McLaren, kom fyrstur í mark á Monza brautinni í dag. Þar með náði hann að minnka forystu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton, í heildarstigakeppninni niður í aðeins þrjú stig. Formúla 1 9.9.2007 13:24 Alonso fremstur Það var líf og fjör á Monza brautinni á Ítalíu nú í hádeginu en þá fóru fram tímatökur fyrir ítalska Formúlu-1 kappaksturinn sem fram fer á morgun. Fernando Alonso, ökumaður McLaren, verður á ráspól. Formúla 1 8.9.2007 13:35 Ferrari í sérflokki á Monza Liðsmenn Ferrari voru í sérflokki á æfingum fyrir Monza kappaksturinn í morgun. Kimi Raikkönen náði þá besta tíma allra þegar hann ók brautina á 1,22:446 mínútum sem var meira en tíundahluta úr sekúndu betri tími en félagi hans Felipe Massa náði. Illa gekk hjá McLaren liðinu þar sem bæði Lewis Hamilton og Fernando Alonso lentu í vandræðum með bíla sína. Formúla 1 7.9.2007 09:51 Höfum ekki efni á að gera fleiri mistök Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari á von á gríðarlega harðri keppni um helgina þegar Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fer fram á Monza brautinni sögufrægu. Raikkönen segir Ferrari ekki hafa efni á að gera fleiri mistök á næstunni ef liðið ætli sér að skáka McLaren. Formúla 1 5.9.2007 14:54 Spánverjar heiðra Schumacher Michael Schumacher hefur verið sæmdur æðstu verðlaunum sem íþróttamönnum eru veitt á Spáni þegar hann tók við Principe de Astruias verðlaununum í dag. Schumacher hampaði sjö heimsmeistaratitlum í Formúlu 1 á ferlinum en hefur auk þess verið duglegur í mannúðarmálum og góðgerðastarfsemi. Formúla 1 5.9.2007 12:06 Massa hrósaði sigri í Tyrklandi Felipe Massa, ökuþór Ferrari, kom fyrstur í mark í tyrkneska Formúlu-1 kappakstrinum sem lauk fyrir skömmu. Lewis Hamilton, efsti maður stigalistans, hafnaði í fimmta sæti. Formúla 1 26.8.2007 13:53 Massa fremstur á morgun Það var líf og fjör í Tyrklandi fyrr í dag þegar tímatökur fóru fram fyrir Formúlu-1 kappaksturinn í Istanbúl. Það verður Ferrari ökumaðurinn Felipe Massa sem verður á ráspól á morgun eftir spennandi tímatökur. Lewis Hamilton varð rétt á eftir Massa. Formúla 1 25.8.2007 13:18 Hamilton og Alonso sættast Ökuþórarnir og liðsfélagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru nú loksins orðnir sáttir við hvorn annan. Mikill rígur á milli þeirra hefur einkennt þetta tímabil í formúlunni en kapparnir hafa nú ákveðið að gleyma ágreiningi sínum og einbeita sér að restinni af tímabilinu. Formúla 1 24.8.2007 19:56 Alonso fetar í fótspor Schumacher - Byrjaður í boltanum Ökuþórinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur nú fetað í fótspor fyrrverandi heimsmeistara í formúlunni, Michael Schumacher, og gengið til liðs við knattspyrnulið í þriðju deildini í Sviss. Dagblaðið „24 Heures" í Sviss greindi frá því í gær að Alonso hefði mætt á sína fyrstu æfingu með Prangis FC í síðustu viku. Formúla 1 23.8.2007 17:51 Heidfeld og Kubica áfram Þjóðverjinn Nick Heidfeld og Pólverjinn Robert Kubica verða áfram ökuþórar BMW Sauber í Formúlu-1 á næsta ári. Þetta var tilkynnt í dag. Mario Thiessen liðsstjóri segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Heidfeld og Kubica. Formúla 1 21.8.2007 16:51 Ferrari ætlar að lokka Hamilton frá McLaren Formúlulið Ferrari ætlar að reyna að „stela" Lewis Hamilton frá McLaren eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur með að bjóða honum 20 milljónir punda á ári í laun. Hamilton er núna með eina milljón punda á ári hjá McLaren. Þetta kemur fram á vef Daily Mail. Formúla 1 7.8.2007 17:28 Hamilton vann í Ungverjalandi Englendingurinn Lewis Hamilton sigraði í Ungverjalandskappstrinum í dag. Hamilton ók McMaren bíl sínum til sigur en hann hafði forystu frá upphafi. Annar í dag varð Kimi Raikkonen á Ferrari og Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMV varð í þriðja sæti. Formúla 1 5.8.2007 14:08 Alonso skammaði Massa Heimsmeistarinn Fernando Alonso vandaði Brasilíumanninum Felipe Mass ekki kveðjurnar í dag eftir að hann landaði sigrinum í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 á Nurburgring. Alonso skammaði Massa fyrir glæfralegan akstur í æsilegu einvígi þeirra um sigurinn. Formúla 1 22.7.2007 21:15 Alonso sigraði í æsilegri keppni á Nurburgring Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren sigraði með glæsibrag í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag og saxaði þar með forskot félaga síns Lewis Hamilton niður í tvö stig í keppni ökumanna. Lewis Hamilton lenti í vandræðum og þurfti að sætta sig við að ná ekki á verðlaunapall í sinn á tímabilinu. Formúla 1 22.7.2007 14:07 Hamilton vongóður um að keppa á morgun Bretinn Lewis Hamilton er vongóður um að geta ekið fyrir McLaren í Þýskalandskappakstrinum á morgun þrátt fyrir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í dag eftir árekstur í tímatökunum. Forráðamenn McLaren liðsins taka í sama streng eftir að í ljós kom að meiðsli ökuþórsins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Formúla 1 21.7.2007 16:28 Raikkönen á ráspól - Hamilton á sjúkrahús Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Nurburgring í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Lewis Hamilton ók út af brautinni og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa klesst bíl sinn. Fernando Alonso hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og Felipe Massa félagi Raikkönen á Ferrari þriðja. Formúla 1 21.7.2007 13:42 Hamilton vonsvikinn að mæta ekki Schumacher Breski nýliðinn Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann sé mjög vonsvikinn yfir hann muni aldrei fá tækifæri til að keppa við Michael Schumacher í formúlunni. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í íþróttinni, og sigraði 91 sinnum á 15 ára ferli. Schumacher hætti svo í fyrra, áður en Hamilton keppti í sinni fyrstu keppni. Formúla 1 14.7.2007 14:54 Engin Formúla í Bandaríkjunum á næsta ári Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur tilkynnt að ekki verði keppt í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Ecclestone er einráður þegar kemur að auglýsingasamningum í Formúlu 1 og segir hann að slitnað hafi upp úr viðræðum við Bandaríkjamenn um mótshald á næsta ári. "Við náðum ekki samningum - við skulum sjá hvort við söknum Bandaríkjanna á næsta ári," sagði Ecclestone í samtali við Reuters í dag. Formúla 1 12.7.2007 16:55 Hamilton: Ég verð að herða mig Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær. Formúla 1 9.7.2007 14:00 Raikkönen á sigurbraut Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann í dag sinn annan sigur í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Silverstone kappakstrinum á Englandi. Hann gerði þar með út um vonir hins unga Lewis Hamilton um að landa sigri á heimavelli í sinni fyrstu keppni þar. Formúla 1 8.7.2007 14:00 Hamilton á ráspól á heimavelli Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren heldur áfram að stimpla sig inn í metabækurnar í Formúlu 1 og í dag náði hann besta tíma í tímatökunum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone-brautinni á morgun. Formúla 1 7.7.2007 13:50 Hamilton bjartsýnn á heimavelli Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. Formúla 1 4.7.2007 20:29 Alonso: Ég get náð Hamilton Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist vel geta náð félaga sínum Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1, þú breska ungstirnið hafi á hann 14 stiga forystu það sem af er mótinu. Formúla 1 3.7.2007 16:32 Hamilton spenntur fyrir næstu helgi Lewis Hamilton segir það vera frábæra tilfinningu að vita það að hann sé stigahæsti ökuþórinn á tímabilinu þegar hann tekur þátt í breska kappakstrinum í Silverstone um næstu helgi. Formúla 1 2.7.2007 17:14 Raikkonen sigraði í Frakklandi Finninn Kimi Raikkonen sigraði í Frakklandi í dag á Magny-Course brautinni. Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari kom í mark á undan félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, en sá hafði byrjað fremst á ráslínu í dag. Breski nýliðinn, Lewis Hamilton, endaði í þriðja sæti. Formúla 1 1.7.2007 13:49 Massa fyrstur á ráspól Felipe Massa, ökumaður Ferrari í formúlu 1, verður fyrstur á ráspól í Magny-Course á morgun. Massa náði besta tímanum um ráspól í dag, en þetta er í fjórða sinn sem Massa verður fremstur á þessu tímabili. Lewis Hamilton verður annar en naumt var þó á milli Hamilton og Massa þar sem aðeins munaði 0,070 sekúndum á þeim. Formúla 1 30.6.2007 14:29 Hamilton gleymir ekki börnunum Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. Formúla 1 25.6.2007 12:45 Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Formúla 1 24.6.2007 20:30 Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen. Formúla 1 23.6.2007 21:00 « ‹ 144 145 146 147 148 149 150 151 152 … 152 ›
McLaren fær háa sekt FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Formúla 1 13.9.2007 17:58
Alonso fyrstur í mark Fernando Alonso, ökumaður McLaren, kom fyrstur í mark á Monza brautinni í dag. Þar með náði hann að minnka forystu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton, í heildarstigakeppninni niður í aðeins þrjú stig. Formúla 1 9.9.2007 13:24
Alonso fremstur Það var líf og fjör á Monza brautinni á Ítalíu nú í hádeginu en þá fóru fram tímatökur fyrir ítalska Formúlu-1 kappaksturinn sem fram fer á morgun. Fernando Alonso, ökumaður McLaren, verður á ráspól. Formúla 1 8.9.2007 13:35
Ferrari í sérflokki á Monza Liðsmenn Ferrari voru í sérflokki á æfingum fyrir Monza kappaksturinn í morgun. Kimi Raikkönen náði þá besta tíma allra þegar hann ók brautina á 1,22:446 mínútum sem var meira en tíundahluta úr sekúndu betri tími en félagi hans Felipe Massa náði. Illa gekk hjá McLaren liðinu þar sem bæði Lewis Hamilton og Fernando Alonso lentu í vandræðum með bíla sína. Formúla 1 7.9.2007 09:51
Höfum ekki efni á að gera fleiri mistök Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari á von á gríðarlega harðri keppni um helgina þegar Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fer fram á Monza brautinni sögufrægu. Raikkönen segir Ferrari ekki hafa efni á að gera fleiri mistök á næstunni ef liðið ætli sér að skáka McLaren. Formúla 1 5.9.2007 14:54
Spánverjar heiðra Schumacher Michael Schumacher hefur verið sæmdur æðstu verðlaunum sem íþróttamönnum eru veitt á Spáni þegar hann tók við Principe de Astruias verðlaununum í dag. Schumacher hampaði sjö heimsmeistaratitlum í Formúlu 1 á ferlinum en hefur auk þess verið duglegur í mannúðarmálum og góðgerðastarfsemi. Formúla 1 5.9.2007 12:06
Massa hrósaði sigri í Tyrklandi Felipe Massa, ökuþór Ferrari, kom fyrstur í mark í tyrkneska Formúlu-1 kappakstrinum sem lauk fyrir skömmu. Lewis Hamilton, efsti maður stigalistans, hafnaði í fimmta sæti. Formúla 1 26.8.2007 13:53
Massa fremstur á morgun Það var líf og fjör í Tyrklandi fyrr í dag þegar tímatökur fóru fram fyrir Formúlu-1 kappaksturinn í Istanbúl. Það verður Ferrari ökumaðurinn Felipe Massa sem verður á ráspól á morgun eftir spennandi tímatökur. Lewis Hamilton varð rétt á eftir Massa. Formúla 1 25.8.2007 13:18
Hamilton og Alonso sættast Ökuþórarnir og liðsfélagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru nú loksins orðnir sáttir við hvorn annan. Mikill rígur á milli þeirra hefur einkennt þetta tímabil í formúlunni en kapparnir hafa nú ákveðið að gleyma ágreiningi sínum og einbeita sér að restinni af tímabilinu. Formúla 1 24.8.2007 19:56
Alonso fetar í fótspor Schumacher - Byrjaður í boltanum Ökuþórinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur nú fetað í fótspor fyrrverandi heimsmeistara í formúlunni, Michael Schumacher, og gengið til liðs við knattspyrnulið í þriðju deildini í Sviss. Dagblaðið „24 Heures" í Sviss greindi frá því í gær að Alonso hefði mætt á sína fyrstu æfingu með Prangis FC í síðustu viku. Formúla 1 23.8.2007 17:51
Heidfeld og Kubica áfram Þjóðverjinn Nick Heidfeld og Pólverjinn Robert Kubica verða áfram ökuþórar BMW Sauber í Formúlu-1 á næsta ári. Þetta var tilkynnt í dag. Mario Thiessen liðsstjóri segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Heidfeld og Kubica. Formúla 1 21.8.2007 16:51
Ferrari ætlar að lokka Hamilton frá McLaren Formúlulið Ferrari ætlar að reyna að „stela" Lewis Hamilton frá McLaren eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur með að bjóða honum 20 milljónir punda á ári í laun. Hamilton er núna með eina milljón punda á ári hjá McLaren. Þetta kemur fram á vef Daily Mail. Formúla 1 7.8.2007 17:28
Hamilton vann í Ungverjalandi Englendingurinn Lewis Hamilton sigraði í Ungverjalandskappstrinum í dag. Hamilton ók McMaren bíl sínum til sigur en hann hafði forystu frá upphafi. Annar í dag varð Kimi Raikkonen á Ferrari og Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMV varð í þriðja sæti. Formúla 1 5.8.2007 14:08
Alonso skammaði Massa Heimsmeistarinn Fernando Alonso vandaði Brasilíumanninum Felipe Mass ekki kveðjurnar í dag eftir að hann landaði sigrinum í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 á Nurburgring. Alonso skammaði Massa fyrir glæfralegan akstur í æsilegu einvígi þeirra um sigurinn. Formúla 1 22.7.2007 21:15
Alonso sigraði í æsilegri keppni á Nurburgring Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren sigraði með glæsibrag í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag og saxaði þar með forskot félaga síns Lewis Hamilton niður í tvö stig í keppni ökumanna. Lewis Hamilton lenti í vandræðum og þurfti að sætta sig við að ná ekki á verðlaunapall í sinn á tímabilinu. Formúla 1 22.7.2007 14:07
Hamilton vongóður um að keppa á morgun Bretinn Lewis Hamilton er vongóður um að geta ekið fyrir McLaren í Þýskalandskappakstrinum á morgun þrátt fyrir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í dag eftir árekstur í tímatökunum. Forráðamenn McLaren liðsins taka í sama streng eftir að í ljós kom að meiðsli ökuþórsins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Formúla 1 21.7.2007 16:28
Raikkönen á ráspól - Hamilton á sjúkrahús Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Nurburgring í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Lewis Hamilton ók út af brautinni og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa klesst bíl sinn. Fernando Alonso hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og Felipe Massa félagi Raikkönen á Ferrari þriðja. Formúla 1 21.7.2007 13:42
Hamilton vonsvikinn að mæta ekki Schumacher Breski nýliðinn Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann sé mjög vonsvikinn yfir hann muni aldrei fá tækifæri til að keppa við Michael Schumacher í formúlunni. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í íþróttinni, og sigraði 91 sinnum á 15 ára ferli. Schumacher hætti svo í fyrra, áður en Hamilton keppti í sinni fyrstu keppni. Formúla 1 14.7.2007 14:54
Engin Formúla í Bandaríkjunum á næsta ári Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur tilkynnt að ekki verði keppt í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Ecclestone er einráður þegar kemur að auglýsingasamningum í Formúlu 1 og segir hann að slitnað hafi upp úr viðræðum við Bandaríkjamenn um mótshald á næsta ári. "Við náðum ekki samningum - við skulum sjá hvort við söknum Bandaríkjanna á næsta ári," sagði Ecclestone í samtali við Reuters í dag. Formúla 1 12.7.2007 16:55
Hamilton: Ég verð að herða mig Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær. Formúla 1 9.7.2007 14:00
Raikkönen á sigurbraut Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann í dag sinn annan sigur í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Silverstone kappakstrinum á Englandi. Hann gerði þar með út um vonir hins unga Lewis Hamilton um að landa sigri á heimavelli í sinni fyrstu keppni þar. Formúla 1 8.7.2007 14:00
Hamilton á ráspól á heimavelli Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren heldur áfram að stimpla sig inn í metabækurnar í Formúlu 1 og í dag náði hann besta tíma í tímatökunum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone-brautinni á morgun. Formúla 1 7.7.2007 13:50
Hamilton bjartsýnn á heimavelli Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. Formúla 1 4.7.2007 20:29
Alonso: Ég get náð Hamilton Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist vel geta náð félaga sínum Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1, þú breska ungstirnið hafi á hann 14 stiga forystu það sem af er mótinu. Formúla 1 3.7.2007 16:32
Hamilton spenntur fyrir næstu helgi Lewis Hamilton segir það vera frábæra tilfinningu að vita það að hann sé stigahæsti ökuþórinn á tímabilinu þegar hann tekur þátt í breska kappakstrinum í Silverstone um næstu helgi. Formúla 1 2.7.2007 17:14
Raikkonen sigraði í Frakklandi Finninn Kimi Raikkonen sigraði í Frakklandi í dag á Magny-Course brautinni. Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari kom í mark á undan félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, en sá hafði byrjað fremst á ráslínu í dag. Breski nýliðinn, Lewis Hamilton, endaði í þriðja sæti. Formúla 1 1.7.2007 13:49
Massa fyrstur á ráspól Felipe Massa, ökumaður Ferrari í formúlu 1, verður fyrstur á ráspól í Magny-Course á morgun. Massa náði besta tímanum um ráspól í dag, en þetta er í fjórða sinn sem Massa verður fremstur á þessu tímabili. Lewis Hamilton verður annar en naumt var þó á milli Hamilton og Massa þar sem aðeins munaði 0,070 sekúndum á þeim. Formúla 1 30.6.2007 14:29
Hamilton gleymir ekki börnunum Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. Formúla 1 25.6.2007 12:45
Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Formúla 1 24.6.2007 20:30
Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen. Formúla 1 23.6.2007 21:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti