Viðskipti

Sjónvarpskóngur allur

Bandaríski sjónvarpskóngurinn Charles Dolan, stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, er látinn 98 ára að aldri.

Viðskipti erlent

Sektuð fyrir að segjast vera best

Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar.

Neytendur

Raf­orka til gagna­vera snar­minnkað

Gagnaver notuðu sextíu prósent minni raforku á þessu ári en í fyrra. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en notkunin hefur einnig dregist saman þar sem rafmyntagröftur er á hraðri útleið.

Viðskipti innlent

Að kúpla okkur frá vinnu um jólin

Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin.

Atvinnulíf

Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise

Þekktur alþjóðlegur netglæpahópur er sagður hafa gert árás á kerfi upplýsingatækni Wise og tekið afrit af gögnum úr hluta kerfanna. Árásin er ekki sögð hafa haft áhrif á rekstur eða þjónustu Wise, þó hún sé alvarleg.

Viðskipti innlent

Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti

Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni.

Atvinnulíf

Discover hefur flug milli München og Ís­lands

Þýska flugfélagið Discover Airlines, dótturfélag Lufthansa, hefur ákveðið að fljúga milli München og Keflavíkurflugvallar allt árið um kring. Þetta var tilkynnt í dag en áður hafði félagið boðað flug til og frá KEF yfir sumartímann.

Viðskipti innlent

Sekta þau sem ekki greiða rétt far­gjald um fimm­tán þúsund krónur

Í byrjun árs 2025 stefnir Strætó að því að byrja að leggja fargjaldaálag á þá farþega sem ekki geta sýnt fram á gilt fargjald við eftirlit. Fargjaldaálagið verður almennt 15 þúsund krónur en 7.500 krónur á ungmenni og aldraða. Á öryrkja verður gjaldið 4.500 krónur. Ekki verður innheimt fargjaldaálag af börnum yngri en 15 ára. Börn yngri en 15 ára verða ekki krafin um fargjaldaálag.

Viðskipti innlent

Elma Sif til Stika Solutions

Elma Sif Einarsdóttir hefur hafið störf sem forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Stika Solutions. Elma Sif hefur reynslu á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála en hún er rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og umhverfisverkfræðingur frá DTU í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Bölvað basl á Bond

Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021.

Viðskipti erlent

Kort­leggja tómar í­búðir í sam­starfi við sveitar­fé­lög

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan.

Viðskipti innlent