Innherjamolar


Fréttamynd

Hækka verðmatið á Brim sem er samt tals­vert undir markaðs­gengi

Hörður Ægisson skrifar

Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi.

Innherjamolar
Fréttamynd

Gengi bréfa JBTM rýkur upp eftir fimmtungs hækkun á verðmati

Hörður Ægisson skrifar

Væntingar eru um að afkoman hjá JBTM muni batna að jafnaði um tuttugu prósent ári fram til 2027 samhliða aukinni eftirspurn í matvælavinnslu, að sögn bandarísks greinenda, sem ráðleggur fjárfestum núna að kaupa í félaginu og hækkar verulega verðmatið.

Innherjamolar
Fréttamynd

Lækka tals­vert verðmatið en ráð­leggja fjár­festum á­fram að kaupa í Al­vot­ech

Hörður Ægisson skrifar

Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa lækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech en ráðleggja fjárfestum samt að bæta við sig bréfum og telja að búið sé að verðleggja að fullu inn í hlutabréfaverð félagsins – og meira til – áskoranir til skamms tíma sem komu til vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðuna.

Innherjamolar
Fréttamynd

Minnkar gjald­eyris­kaupin núna þegar evran er komin í sitt hæsta gildi á árinu

Hörður Ægisson skrifar

Eftir að hafa staðið að reglubundnum gjaldeyriskaupum á markaði undanfarna mánuði fyrir samanlagt nærri fimmtíu milljarða hefur Seðlabankinn ákveðið að draga úr umfangi þeirra um helming. Ákvörðunin kemur í kjölfar nokkurrar gengisveikingar krónunnar síðustu vikur, en hún er núna í sínu lægsta gildi á móti evrunni í eitt ár.

Innherjamolar
Fréttamynd

Stjórn­endur Símans kunna að renna hýru auga til burðugra fé­laga í upp­lýsingatækni

Hörður Ægisson skrifar

Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri.

Innherjamolar
Fréttamynd

Verðbólgumælingin veldur von­brigðum og kann að slá á væntingar um vaxtalækkun

Hörður Ægisson skrifar

Vísitala neysluverðs hækkaði nokkuð umfram spár greinenda í október, einkum þegar kemur að reiknaðri húsaleigu og dagvörum, og gæti mælingin slegið nokkuð á væntingar um að peningastefnunefnd ráðist í vaxtalækkun á næsta fundi vegna versnandi hagvaxtarhorfa. Fjárfestar brugðust viðverðbólgumælingunni með því að selja ríkisskuldabréf.

Innherjamolar