Innherji

Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi
Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023.

Fækkað í framkvæmdastjórn Eikar með uppstokkun á skipuriti félagsins
Eik hefur tekið upp nýtt skipurit samhliða umtalsverðri uppstokkun á stjórnendateymi fasteignafélagsins, meðal annars með fækkun í framkvæmdastjórn, en þær eru gerðar liðlega fjórum mánuðum eftir að Hreiðar Már Hermannsson tók við sem forstjóri félagsins í vor.

Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar
„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Greinendur búast ekki við að verðbólgan hjaðni á nýjan leik fyrr en í lok ársins
Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili.

Viðsnúningur í óverðtryggðum íbúðalánum eftir innkomu Kviku á markaðinn
Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun.

Vanmetið verðbólguálag hefur reynst fjárfestum dýrkeypt undanfarin ár
Fjárfestar sem á undanförnum árum treystu á óverðtryggð skuldabréf hafa í reynd fengið litla sem enga raunávöxtun, en þeir sem sóttu í verðtryggð bréf hafa staðið mun betur að vígi. Samkvæmt nýrri greiningu er fullyrt að markaðurinn hafi kerfisbundið vanmetið verðbólguálag og þar með sjálft verðmæti þess að verja sig gegn miklum sveiflum í verðbólgu.

Gengi JBTM nálgast hæstu hæðir og greinendur hækka verðmat sitt á félaginu
Hlutabréfaverð JBT Marel hefur sjaldan verið hærra eftir miklar hækkanir að undanförnu í kjölfar góðrar niðurstöðu á öðrum fjórðungi og aukinnar bjartsýni fjárfesta um vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinendur hafa nýlega uppfært verðmat sitt á félaginu og ráðlagt fjárfestum að bæta við sig bréfum.

Vægi heimila meðal eigenda hlutabréfasjóða ekki minna frá því fyrir faraldur
Hlutfallslegt vægi heimila meðal fjárfesta sem eiga hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum hefur farið stöðugt lækkandi á undanförnum árum og hefur núna ekki verið minna frá því fyrir heimsfaraldur.

Tinna ráðin yfir til Alvotech
Tinna Molphy, sem stýrði fjárfestatengslum hjá Marel um árabil, hefur verið ráðin yfir til líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech.

Til að halda trúverðugleika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“
Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu
Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.

Erum nánast háð því að lífeyrissjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári
Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.

Vanguard og Vanguard áhrifin
Vonandi fara Vanguard áhrifin að hafa einhver áhrif hér á landi en það gerist ekki á meðan reglur eru hamlandi fyrir almenna fjárfesta hérlendis að fjárfesta í sjóðum eins og Vanguard. Slíkar hamlanir eru hagfelldar fyrir íslensku fjármálafyrirtækin en ekki almenna fjárfesta.

„Við erum ekki að elta vísindaskáldskap“
Axelyf hefur lokið við fjármögnun upp á samtals tæplega 600 milljónir króna leidda af Brunni vaxtarsjóði II en líftæknifyrirtækið ætlar að hasla sér völl í næstu byltingu í svonefndri RNA-tækni, meðal annars þegar kemur að sjálfsofnæmissjúkdómum, en lausnirnar þar geta veitt nýja möguleika við að meðhöndla sjúkdóma sem hefðbundin lyf ná illa til. Forstjóri og einn stofnenda Axelyf, sem á rætur sínar að rekja til Íslands, segir að félagið sé „ekki að elta vísindaskáldskap“ heldur að byggja upp vettvang sem geti haft raunveruleg áhrif á líf fólks með flókin veikindi.

Bandarískt fjárfestingafélag bætist í hóp stærri erlendra hluthafa í Alvotech
Fjárfestingafélagið Heights Capital Management er komið með nokkuð drjúgan hlut í Alvotech, sem það eignaðist í tengslum við uppgjör á breytanlegum bréfum sem Alvotech tók yfir við kaup á þróunarstarfsemi Xbrane, og er meðal stærri erlendra fjárfesta í hlutahafahópi líftæknilyfjafélagsins. Bandaríski bankinn Morgan Stanley var langsamlega umsvifamestur á söluhliðinni með Alvotech á öðrum fjórðungi þegar hann losaði um meginþorra allra bréfa sinna.

Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum
Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda?
Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.

Gengi Alvotech tók dýfu með óvæntum söluþrýstingi eftir uppgjör yfir spám
Þrátt fyrir að uppgjör Alvotech á öðrum fjórðungi hafi á flesta mælikvarða verið talsvert yfir spám greinenda tók gengi bréfa félagsins væna dýfu fljótlega eftir að markaðir opnuðu daginn eftir. Mikið framboð af bréfum til sölu kom þá inn á markaðinn í gegnum erlendar fjármálastofnanir.

Þykir svartsýnin í verðlagningu skuldabréfa „keyra úr hófi fram“
Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin.

Fjárfestingafélag Soros komið með margra milljarða stöðu í JBT Marel
Fjárfestingafélag í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros, sem hagnaðist ævintýralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, hefur bæst við hluthafahóp JBT Marel eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu á öðrum fjórðungi. Á sama tíma var umsvifamesti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu jafnframt að byggja upp enn stæri stöðu í félaginu en hlutabréfaverð JBT Marel hefur hækkað skarpt að undanförnu.

Samstarf í stað sundrungar í ferðaþjónustu
Við þurfum meira samstarf í ferðaþjónustunni, ekki að níða skóinn af hver öðru. Þegar við höfum gagnrýnt stjórnvöld fyrir breytingar á sköttum og gjöldum hefur sú gagnrýni fyrst og fremst snúist um skort á fyrirsjáanleika og samtali.

„Gullhúðun“ EES-reglna á sviði heilbrigðisþjónustu
Allir einstaklingar, þar á meðal efnahagslega óvirkir EES-borgarar, öðlast rétt til trygginga í íslenska sjúkratryggingakerfinu, eftir sex mánaða löglega búsetu hér á landi. Þetta þýðir að íslenska ríkið veitir mun víðtækari réttindi í þessum efnum en því er skylt.

Ferðaþjónusta til framtíðar byggir á traustum innviðum
Ferðaþjónusta á Íslandi hefur eflst og þróast hratt á síðasta áratug og er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins. Ytri aðstæður á borð við heimsfaraldur, óvissu í heimsmálum og þróun efnahags og gjaldmiðla hafa ráðið miklu um gang mál en innlendir þjónustuaðilar hafa sýnt seiglu og sveigjanleika og brugðist vel við síbreytilegum aðstæðum.

Mikill rekstrarbati Icelandair „ólíklegur“ miðað við núverandi sterkt gengi krónu
Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.

Fjárfestar minnka skortstöður sínar í Alvotech um meira en þriðjung
Eftir að fjárfestar höfðu bætt nánast samfellt verulega við skortstöður sínar með bréf Alvotech á markaði í Bandaríkjunum um nokkurn tíma þá minnkaði umfang þeirra um meira en þriðjung undir lok síðasta mánaðar. Félagið birtir uppgjör sitt eftir lokun markaða á morgun.

„Afar háir“ vextir í skuldabréfaútgáfu Play til marks um áhættuna í rekstri félagsins
Ársvextirnir sem Play mun greiða fjárfestum í væntanlegri skuldabréfaútgáfu eru að líkindum þeir hæstu sem nokkurt flugfélag er að borga af sambærilegum skuldabréfum, að mati norsks greinanda, og endurspeglar áhættuna í rekstri íslenska félagsins.

„Nauðsynlegt að útvíkka starfsemi“ Símans með frekari ytri vexti
Vonir standa til þess að hægt verði að efla rekstur Símans með „frekari ytri vexti“, að sögn stjórnarformanns og stærsta hluthafa fjarskiptafyrirtækisins, en „nauðsynlegt er að útvíkka“ starfsemina vegna takmarkana til að geta stækkað á núverandi kjarnamarkaði.

Íslenskir bankar setið eftir í ávöxtun miðað við þá norrænu
Það er ekkert launungarmál að hátt raunvaxtastig á Íslandi hefur gert íslenska hlutabréfamarkaðnum (og skuldabréfamarkaðnum) erfitt fyrir.

Íslenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi samruna Kviku og Arion
Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum.

„Arion einfaldlega í öðrum klassa“ en hinir bankarnir þegar kemur að arðsemi
Arion hefur skilað umtalsvert betri afkomu í samanburði við hina stóru viðskiptabankanna á undanförnum tólf mánuðum og er arðsemi bankans á því tímabili liðlega fimmtíu prósentum hærri. Þrátt fyrir að Íslandsbanki og Landsbankinn kunni að „eiga eitthvað inni“ til að nálgast Arion þá virðist rekstur bankans vera „einfaldlega í öðrum klassa.“