Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Í lokaþætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi tekur Baldur Sigurðsson púlsinn á nýliðunum frá Austfjörðum í FHL sem í fyrsta sinn spila í Bestu deildinni í sumar. Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson sýnir Baldri meðal annars aðstöðuna í Fjarðabyggð. Íslenski boltinn 16.4.2025 16:00
Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn. Íslenski boltinn 16.4.2025 13:45
„Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Ég er bara spennt fyrir þessu tímabili og tek því hlutverki sem mér býðst í Val. Ég hlakka til að hjálpa til við það sem ég get,“ segir Elín Metta Jensen sem snýr aftur í Bestu deildina í sumar eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember. Íslenski boltinn 16.4.2025 10:02
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn 16.4.2025 07:33
Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn 16.4.2025 07:02
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn 15.4.2025 17:15
Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Þróttur Reykjavík tók á móti nýliðum Fram í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta en þetta var fyrsti leikur kvennaliðs Fram í efstu deild frá árinu 1988. Fór það svo að Þróttur vann 3-1 sigur á nýluðunum. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 15.4.2025 17:15
Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sif Atladóttir gæti leikið með liði Víkings í Bestu deild kvenna í sumar. Hún hefur fengið félagaskipti til liðsins þar sem Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður hennar, er í þjálfarateyminu. Íslenski boltinn 15.4.2025 17:02
„Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 15.4.2025 16:01
„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 15.4.2025 13:31
„Það verður alltaf talað um hana“ Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu. Íslenski boltinn 15.4.2025 13:00
„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 15.4.2025 12:30
„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að segja leikmönnum Bestu deildar kvenna til í nýrri auglýsingu og í þetta sinn vill hún sjá stelpurnar falla með tilþrifum til jarðar. Íslenski boltinn 15.4.2025 12:04
Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í sumar. Íslenski boltinn 15.4.2025 11:00
Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íslenski boltinn 15.4.2025 10:01
Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. Íslenski boltinn 15.4.2025 08:32
„Við erum búnir að brenna skipin“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. Íslenski boltinn 14.4.2025 23:31
Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. Íslenski boltinn 14.4.2025 23:15
„Þetta er fyrir utan teig“ Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli. Íslenski boltinn 14.4.2025 22:29
„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var svekktur eftir 2-1 tap á móti Stjörnunni. Leikurinn var jafn á flestum vígstöðum og segir Jón Þór að þetta hefði getað dottið báðum megin. Íslenski boltinn 14.4.2025 22:11
Daði leggur skóna á hilluna Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hann sleit krossband árið 2023 og hefur ekki náð fullum bata þrátt fyrir að spila tvo leiki með Fylki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 14.4.2025 20:01
Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn sigruðu Skagamenn í miklum baráttuleik í Garðabænum í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en heimamenn höfðu betur að lokum, 2-1, og hafa nú unnið báða sína leiki í Bestu-deild karla. Íslenski boltinn 14.4.2025 18:30
Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi. Íslenski boltinn 14.4.2025 18:30
„Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Sandra María Jessen varð markadrottning í Bestu deild kvenna síðasta sumar þar sem hún skoraði 22 mörk í 23 leikjum í deildinni. Sandra María og félagar hennar í Þór/KA eru til umfjöllunar í fimmta þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 14.4.2025 14:34
KA búið að landa fyrirliða Lyngby KA greindi í dag frá því að búið væri að semja við varnarsinnaða miðjumanninn Marcel Rømer sem kemur til félagsins eftir að hafa áður verið fyrirliði danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby. Íslenski boltinn 14.4.2025 13:15
Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Afturelding og ÍBV eru nýliðar í Bestu deild karla í fótbolta og náðu bæði í sitt fyrsta stig í deildinni í gær. Það er hins vegar algjör markaskortur á báðum vígstöðvum eftir þess fyrstu tvo leiki Íslandsmótsins. Íslenski boltinn 14.4.2025 13:01
Lærðu að fagna eins og verðandi feður Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að koma með ráð fyrir leikmenn Bestu deildar kvenna, fyrir fótboltasumarið. Í nýjustu auglýsingunni fer hún yfir það hvernig á að fagna mörkum. Íslenski boltinn 14.4.2025 12:01