Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa komist að fordæmalausu samkomulagi við tæknifyrirtækin Nvidia og Advanced Micro Devices um að 15 prósent af hagnaði fyrirtækjanna vegna sölu gervigreindar örflaga í Kína renni í ríkissjóð. Erlent 11.8.2025 07:14
Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Einn er látinn eftir að skjálfti 6,1 að stærð reið yfir í Balikesir-héraði í vesturhluta Tyrklands í gærkvöldi. Erlent 11.8.2025 06:47
Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Áströlsk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstætt ríki Palesínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Erlent 11.8.2025 06:28
Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Aukin harka hefur færst í mótmæli Ísraelsmanna gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hernaðaryfirráð yfir Gasaborg. Stjórnvöld segja mótmælin með þeim stærstu gegn ríkisstjórninni frá því að Ísraelar hófu stríðsrekstur sinn á Gasa fyrir tæpum tveimur árum. Erlent 10.8.2025 10:33
Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Erlent 10.8.2025 08:53
Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Erlent 9.8.2025 23:29
Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Erlent 9.8.2025 20:02
Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Erlent 9.8.2025 18:38
Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. Erlent 9.8.2025 14:31
„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Erlent 9.8.2025 12:52
Skotárás á Times Square Þrír eru særðir eftir að maður hóf að skjóta á hóp fólk á Times Square, fjölfarnasta torgi New york borgar, í nótt. Sautján ára piltur hefur verið handtekinn í tengslum við málið Erlent 9.8.2025 10:29
Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. Erlent 9.8.2025 10:22
Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Slökkviliðsmenn voru fljótir að bregðast við þegar eldur kviknaði í þúsund ára gamalli dómkirkju í borginni Córdoba á Spáni í gær. Erlent 9.8.2025 08:35
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Erlent 9.8.2025 07:58
Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 9.8.2025 00:05
Geimfari Apollo 13 látinn Jim Lovell geimfari er látinn 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar. Erlent 8.8.2025 22:52
Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Erlent 8.8.2025 22:26
Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkisskattstjóra eftir aðeins tvo mánuði í starfi. Erlent 8.8.2025 21:27
Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. Erlent 8.8.2025 16:19
Skipar hernum í hart við glæpasamtök Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, sem ríkisstjórn hans hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggur grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Erlent 8.8.2025 15:46
Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Rússar eru taldir líklegir til að gera á næstu dögum tilraun með nýja tegund stýriflauga sem getur bæði borið kjarnorkuvopn og er knúin af kjarnorku. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum og hafa fregnir borist af því að skjóta eigi henni á loft á norðurslóðum. Erlent 8.8.2025 13:46
Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði blaðamenn óvænt inn á skrifstofu sína í gær. Þar notuðu hann og hagfræðingur íhaldssamrar hugveitu súlurit, línurit og annarskonar gögn til að mála mynd fyrir blaðamennina af einstaklega heilbrigðu hagkerfi í Bandaríkjunum. Í senn vildu þeir meina að Joe Biden, forveri Trumps, hefði staðið sig illa í efnahagsmálum. Erlent 8.8.2025 12:07
Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Geimvísindamenn notuðu á dögunum Hubble geimsjónaukann til að taka skýrustu myndina hingað til af halastjörnunni 3I/Atlas sem er nú að heimsækja sólkerfi okkar. Halastjarnan á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins og er einungis þriðji gesturinn sem við vitum af. Erlent 8.8.2025 10:48
Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Simon Patterson, fyrrverandi eiginmaður morðingjans Erin Patterson, er sannfærður um að hún hafi að minnsta kosti þrisvar reynt að drepa hann með mat, áður en hún banaði foreldra hans og móðursystur með eitruðum sveppum. Erlent 8.8.2025 10:15