Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn ætla að leggja fram gögn til að styðja ákæru á hendur úgöndskum stríðsherra vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mannkyninu að honum fjarstöddum. Málið er sagt geta haft fordæmisgildi þar sem grunaður maður er ekki í haldi, til dæmis fyrir Vladímír Pútín og Benjamín Netanjahú. Erlent 8.9.2025 11:37
Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. Erlent 8.9.2025 10:58
Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum. Erlent 8.9.2025 09:00
Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Ítalskur piltur sem lést einungis fimmtán ára gamall árið 2005 úr hvítblæði var tekinn í dýrlingatölu af kaþólsku kirkjunni í dag. Hann er þar með fyrsti dýrlingurinn af þúsaldarkynslóðinni. Erlent 7.9.2025 19:18
Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. Erlent 7.9.2025 14:56
Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Erlent 7.9.2025 14:43
Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7.9.2025 14:28
„Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. Erlent 7.9.2025 12:42
Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. Erlent 7.9.2025 12:34
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. Erlent 7.9.2025 09:57
Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Erlent 7.9.2025 07:52
Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Erlent 6.9.2025 21:22
Webb smellti af nýburamyndum Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni. Erlent 5.9.2025 15:56
Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5.9.2025 14:46
Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5.9.2025 14:00
Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Erlent 5.9.2025 12:02
„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5.9.2025 11:56
Hertogaynjan af Kent er látin Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum. Erlent 5.9.2025 11:28
Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum. Erlent 5.9.2025 11:06
Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu. Erlent 5.9.2025 10:50
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. Erlent 5.9.2025 10:17
Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina. Erlent 5.9.2025 08:10
Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Yfirvöld í Svíþjóð hafa sakað Rússa um að standa að baki verulegri fjölgun atvika þar sem staðsetningarbúnaður er gerður óvirkur. Þau séu að verða daglegur viðburður. Erlent 5.9.2025 07:22
Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu. Erlent 5.9.2025 06:36