Fréttir

Ó­sam­mála lækni og greiðir fyrir að­gerðina sjálfur

Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur.

Innlent

Bein út­sending: Heims­þing kven­leið­toga – fyrri dagur

Fyrri dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga.

Innlent

Rússar nýta sam­særis­kenningar til að rétt­læta inn­rásina í Úkraínu

Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki.

Innlent

Ekki lengur von­laust til­felli sem enginn hefur trú á

Tuttugu og tveggja ára karlmaður sem nýlega hóf lyfjameðferð vegna áralangrar misnotkunar á ópíóíðum segir þjónustu Reyks hafa bjargað lífi sínu og óttast að ef henni verði lokað muni fjölmargir deyja. Hann hefur nýtt sér þjónustuna vikulega á þessu ári og er edrú í dag. 

Innlent

Öll gögn á ensku annars ó­gildist krafan

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu.

Innlent

Flugvallarþorp gæti öðlast fram­halds­líf

Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn.

Erlent

For­stöðu­maður BBC segir af sér vegna mis­vísandi um­fjöllunar

Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði.

Erlent

Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu

Úkraínuher olli rafmagns- og heitavatnsleysi á fjölda heimila með drónaárásum á tvær rússneskar borgir nærri landamærum Úkraínu og Rússlands síðastliðinn sólarhring. Herir beggja landanna hafa skotið að orkuinnviðum á víxl nærri daglega að undanförnu. 

Erlent

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent

Húsæðis- og efna­hags­mál brenna á ungu fólki

Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag.

Innlent

„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykja­vík“

Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn.

Innlent

Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálf­stæðis­mönnum

Sjálfstæðisflokkurinn er í klemmu á milli vinstrisins og hægrisins. Þetta segir stjórnmálafræðingur eftir yfirhalningarfund flokksins í gær, þar sem engar breytingar voru kynntar á stefnu flokksins. Hann segir stórsigur í borgarstjórnarkosningum lífsnauðsynlegan fyrir flokkinn.

Innlent

Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar

Hanna Guðrún Halldórsdóttir segir engan hafa vitað hvað hrjáði hana sem barn. Hún fékk loks greiningu á unglingsaldri en ekki rétta meðferð fyrr en fyrir tíu árum. Þá hafði hún lent á vegg og ekki farið út úr húsi án fylgdar. Hún segist ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum áráttu- og þráhyggjuröskun.

Innlent