Fréttir

Líta málið „mjög al­var­legum augum“

Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 

Innlent

Hella á­fenginu niður og hringja í for­eldra

Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður.

Innlent

Gerðu hús­leit á heimili fyrr­verandi þjóðaröryggis­ráðgjafa Trump

Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meðferð leynilegra skjala. Trump hefur notað völd sín til þess að ná sér niðri á gagnrýnendum eins og Bolton eftir að hann tók aftur við sem forseti.

Erlent

Rigning og rok í methlaupi

Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552.  Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið.

Innlent

Grjót­hart nei hjá dúxinum í Yale

Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð.

Innlent

Á­fall fyrir RIFF

Skipuleggjendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík urðu fyrir því áfalli aðfaranótt miðvikudags að brotist var inn á skrifstofu þeirra við Tryggvagötu og munum stolið. Biðlað er almennings ef einhver getur hjálpað til við að endurheimta munina.

Innlent

Skipar samninga­t­eymi um upp­byggingu Víkings á Markarsvæði

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt erindisbréf sérstaks samningateymis um uppbyggingu og stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi þannig að það muni einnig ná yfir athafnasvæði Gróðrarstöðvarinnar Markar. Borgin hyggst einnig kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar.

Innlent

Hiti að 21 stigi í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu sunnan- og vestanlands, en átta til fimmtán á morgun. Skýjað verður á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, og mun bæta í úrkomu seinnipartinn á morgun.

Veður

Erik Menendez fær ekki reynslu­lausn

Skilorðsnefnd Kaliforníu neitaði í gær að veita Erik Menendez reynslulausn en hann hefur setið í næstum 30 ár í fangelsi síðan hann var sakfelldur ásamt bróður sínum, Lyle Mendez, fyrir að myrða foreldra sína.

Erlent

Leituðu í­trekað í geymslur stofnunar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust ítrekaðar tilkynningar í gærkvöldi og nótt þar sem tilkynnt var um tvo einstaklinga sem voru að koma sér fyrir í geymslum á opinberri stofnun.

Innlent

Til­laga um að stækka Hótel Flat­ey felld

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga.

Innlent

Lands­menn allir harmi slegnir

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Innlent

Næsti fasi í yfir­töku á Gasaströnd og Njálugleði

Fimm af hverjum sex látnum frá upphafi stríðsins á Gasa voru almennir borgarar. Þetta kemur fram í gögnum frá ísraelska hernum sem lekið var til fjölmiðla. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fer yfir málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent

Allt stopp á lokametrunum

Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu. Verkefnastjóri segir þetta hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum en til stóð að taka hana í notkun nú í haust.

Innlent