Fréttir

Kvíðið starfs­fólk, hand­tökur og fornminjafundur

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir félagsfólk kvíðið vegna stöðu Norðuráls á Grundartanga. Óljóst er hve langan tíma mun taka að koma framleiðslu fyrirtækisins í fullan gang á ný og forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. Við förum á Grundartanga í kvöldfréttum og ræðum við formann Samtaka Iðnaðarins í beinni en mikið tjón gæti blasað við.

Innlent

Starfs­menn Kubbs og Terra grunaðir um sam­ráð

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar aðgerðir til þess að afla gagna og upplýsinga vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu á samkeppnislögum. Fyrirtækin eru Terra og Kubbur. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru sex starfsmenn fyrirtækjanna handteknir í aðgerðunum. Framkvæmdar voru húsleitir á níu stöðum. Alls tóku 30 starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum.

Innlent

Lúkas Geir á­frýjar eins og hinir tveir

Lúkas Geir Ingvarsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða. Lúkas Geir var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir aðild sína að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í mars. Stefán Blackburn, sem einnig var dæmdur í sautján ára fangelsi, og Matthías Björn Erlingsson, hafa einnig áfrýjað sínum dómi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, staðfestir það.

Innlent

Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Krist­rún með fjöl­skyldunni, Inga vill kíkja á Arnar­hól og Þor­gerður með í bar­áttu­anda

Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda.

Innlent

Falsað mynd­band af kennara og nemanda fór í dreifingu

Gervigreindarmyndband af kennara og nemanda í Víðistaðaskóla í sleik fór í dreifingu meðal nemenda við skólann. Nemandi á unglingastigi stóð á bak við myndbandið. Persónuvernd segir það að líkja eftir fólki með notkun gervigreindar geta falið í sér brot gegn persónuverndarlögum eða öðrum lögum svo sem um ærumeiðingar.

Innlent

Nýr lög­reglu­stjóri á Austur­landi verði skipaður á allra næstu dögum

Stefnt er að því að skipað verði í embætti lögreglustjórans á Austurlandi á allra næstu dögum, en þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í sumar. Staða lögreglustjórans á Austurlandi hefur verið laus síðan í vor eftir að fyrrverandi lögreglustjóri hvarf til annarra starfa, og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðan.

Innlent

„Ísrael mun missa allan stuðning“

Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs.

Erlent

Gagn­rýna lítinn fyrir­vara á skipu­lagi kvennafrí­dagsins

Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu.

Innlent

Annað safn rænt í Frakk­landi um helgina

Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi.

Erlent

Pall­borðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet

Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 

Innlent

Titringur í hreppnum vegna lög­heimilis­flutninga

Fulltrúar meirihlutans í Grímsnes- og Grafningshreppi segja hættu á að íbúar í hreppnum glati trausti á því sem haldi samfélaginu saman gefist fólki kostur á að hringla með lögheimilisskráningu sína korteri fyrir kosningar. Sumarhúsaeigendur í hreppnum hafa verið hvattir til að breyta skráningu sinni tímabundið nú þegar sjö mánuðir í kosningar.

Innlent

Em­bættis­menn sitji að há­marki í fjór­tán ár og að­stoðar­menn hætti fyrir kosningar

Starfshópur hefur lagt til við forsætisráðherra að settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn ríkisins sem starfa í hvað mestri nálægð við pólitíska valdhafa hverju sinni. Meðal annars er lagt til að skipunartími embættismanna á borð við ráðuneytis- og skrifstofustjóra og forstöðumenn ríkisstofnana verði lengdur um tvö ár en einnig verði sett þak á það hve lengi sami einstaklingur geti gegnt sama embættinu. Þá verði mögulegt fyrir umsækjendur um slíkar stöður að óska nafnleyndar í umsóknarferlinu. Þá verði starfi aðstoðarmanna ráðherra sett þau mörk að þeir láti af störfum nokkrum mánuðum fyrir reglubundnar þingkosningar.

Innlent

Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning

Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn.

Erlent

Engin lausn og á­kveðin sjálfs­blekking að banna börnum að nota tölvu­leiki

Það er óraunhæf nálgun að vernda börn gegn óprúttnum aðilum á internetinu með því að banna þeim að spila tiltekna tölvuleiki. Slík nálgun endurspegli ákveðinn misskilning á því hvernig netumhverfi barna virkar og mun æskilegra væri fyrir foreldra að kynna sér þá leiki sem börnin eru að spila og þær stillingar og öryggistæki sem eru fyrir hendi til að tryggja öryggi þeirra á netinu og kenna þeim að umgangast netið með ábyrgum hætti. Þetta segir faðir og netöryggissérfræðingur sem telur það ekki vænlegt til árangurs að banna það sem hinir fullorðnu ef til vill ekki skilja.

Innlent

Norðan­áttin gengur niður

Norðanáttin gengur smám saman niður í dag en má þó búast við allhvössum eða hvössum vindi suðaustanlands fram að hádegi.

Veður

Leggur viðskiptaþvinganir á rúss­neska olíurisa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu.

Erlent