Fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. Innlent 2.10.2025 22:27 „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins Innlent 2.10.2025 21:54 Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2.10.2025 21:40 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði verður að öllu óbreyttu lokað vegna mönnunarvanda. Foreldrar barnanna þurfa að keyra börnin sín á leikskóladeild skólans á Breiðdalsvík. Innlent 2.10.2025 21:39 Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Erlent 2.10.2025 20:23 Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Innlent 2.10.2025 20:17 Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi. Innlent 2.10.2025 20:02 Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. Innlent 2.10.2025 19:38 Ragnhildur tekur við Kveik Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, hefur verið ráðin ritstjóri Kveiks og mun hefja störf um miðjan október. Hún segist þó munu sakna Heimildarinnar. Innlent 2.10.2025 18:32 Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Fyrrverandi forstjóri Play segir sögusagnir og getgátur um úthugsaða fléttu að baki maltnesku dótturfélagi Play ekki eiga stoðir í raunveruleikanum. Hann segir málið mun einfaldara og dapurlegra. Forstjórinn fyrrverandi tjáði sig í fyrsta sinn frá því á mánudag um fall flugfélagsins í yfirlýsingu sem hann sendi út síðdegis. Innlent 2.10.2025 18:13 Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Innlent 2.10.2025 17:48 „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki mikið fyrir niðurstöður rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins. Hún segir alrangt að það hafi verið innleið sem sparnaðarleið og setur stórt spurningamerki við það hversu lítið úrtakið er. Innlent 2.10.2025 16:24 Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Innlent 2.10.2025 16:23 Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin. Innlent 2.10.2025 15:35 Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. Innlent 2.10.2025 15:33 Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Hjónin Rebekka Rún Sigurgeirsdóttir og Bergur Vilhjálmsson sjá fram á að vera föst í Barcelona á Spáni næstu mánuði vegna kvilla sem kom upp á meðgöngu Rebekku. Þau vonast til þess að komast heim fyrir jól en hafa þangað til ekki í nein hús að venda í Barcelona og halda til á spítala. Þau leita nú logandi ljósi að íbúð nálægt spítalanum til þess að geta fengið börn sín til sín. Innlent 2.10.2025 15:05 Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. Erlent 2.10.2025 14:41 Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. Innlent 2.10.2025 14:22 Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. Innlent 2.10.2025 14:17 Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir opnunarviðburði Menntakviku í Sögu á milli klukkan 14:30 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Þar verður staða og framtíð kennaramenntunar á Íslandi til umræðu og áhersla lögð á grunnskólastigið sem enn sé eina skyldubundna námið á Íslandi. Innlent 2.10.2025 14:02 Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi. Innlent 2.10.2025 13:47 Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi. Innlent 2.10.2025 13:40 Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Innlent 2.10.2025 13:11 Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum. Innlent 2.10.2025 13:06 POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Þó nokkrir eru nú þegar rúmliggjandi að sögn Formanns samtaka um POTS-heilkennið eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu að greiða niður órannsakað meðferðarúrræði við heilkenninu gær. Mörg hundruð manns hafi nýtt sér úrræðið og eru samtökin komin með lögfræðing í málið. Innlent 2.10.2025 12:17 Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknar á miðstjórnarfundi 18. október næstkomandi. Innlent 2.10.2025 11:55 Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Í hádegisfréttum fjöllum við um árásina sem gerð var á bænahús gyðinga í Manchester í morgun þar sem tveir hið minnsta létu lífið. Innlent 2.10.2025 11:39 Styttist í lok rannsóknar Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember. Innlent 2.10.2025 11:36 Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. Erlent 2.10.2025 10:43 Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Tveir eru látnir og þrír alvarlega særðir eftir hnífaárás við bænahús gyðinga við Middle Road í Crumpsall í Manchester í morgun. Boðað hefur verið til Cobra-fundar vegna atviksins og öryggisgæsla verður efld við önnur bænahús í dag. Erlent 2.10.2025 09:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. Innlent 2.10.2025 22:27
„Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins Innlent 2.10.2025 21:54
Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2.10.2025 21:40
Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði verður að öllu óbreyttu lokað vegna mönnunarvanda. Foreldrar barnanna þurfa að keyra börnin sín á leikskóladeild skólans á Breiðdalsvík. Innlent 2.10.2025 21:39
Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Erlent 2.10.2025 20:23
Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Innlent 2.10.2025 20:17
Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi. Innlent 2.10.2025 20:02
Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. Innlent 2.10.2025 19:38
Ragnhildur tekur við Kveik Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, hefur verið ráðin ritstjóri Kveiks og mun hefja störf um miðjan október. Hún segist þó munu sakna Heimildarinnar. Innlent 2.10.2025 18:32
Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Fyrrverandi forstjóri Play segir sögusagnir og getgátur um úthugsaða fléttu að baki maltnesku dótturfélagi Play ekki eiga stoðir í raunveruleikanum. Hann segir málið mun einfaldara og dapurlegra. Forstjórinn fyrrverandi tjáði sig í fyrsta sinn frá því á mánudag um fall flugfélagsins í yfirlýsingu sem hann sendi út síðdegis. Innlent 2.10.2025 18:13
Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Innlent 2.10.2025 17:48
„Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki mikið fyrir niðurstöður rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins. Hún segir alrangt að það hafi verið innleið sem sparnaðarleið og setur stórt spurningamerki við það hversu lítið úrtakið er. Innlent 2.10.2025 16:24
Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Innlent 2.10.2025 16:23
Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin. Innlent 2.10.2025 15:35
Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. Innlent 2.10.2025 15:33
Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Hjónin Rebekka Rún Sigurgeirsdóttir og Bergur Vilhjálmsson sjá fram á að vera föst í Barcelona á Spáni næstu mánuði vegna kvilla sem kom upp á meðgöngu Rebekku. Þau vonast til þess að komast heim fyrir jól en hafa þangað til ekki í nein hús að venda í Barcelona og halda til á spítala. Þau leita nú logandi ljósi að íbúð nálægt spítalanum til þess að geta fengið börn sín til sín. Innlent 2.10.2025 15:05
Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. Erlent 2.10.2025 14:41
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. Innlent 2.10.2025 14:22
Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. Innlent 2.10.2025 14:17
Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir opnunarviðburði Menntakviku í Sögu á milli klukkan 14:30 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Þar verður staða og framtíð kennaramenntunar á Íslandi til umræðu og áhersla lögð á grunnskólastigið sem enn sé eina skyldubundna námið á Íslandi. Innlent 2.10.2025 14:02
Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi. Innlent 2.10.2025 13:47
Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi. Innlent 2.10.2025 13:40
Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Innlent 2.10.2025 13:11
Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum. Innlent 2.10.2025 13:06
POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Þó nokkrir eru nú þegar rúmliggjandi að sögn Formanns samtaka um POTS-heilkennið eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu að greiða niður órannsakað meðferðarúrræði við heilkenninu gær. Mörg hundruð manns hafi nýtt sér úrræðið og eru samtökin komin með lögfræðing í málið. Innlent 2.10.2025 12:17
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknar á miðstjórnarfundi 18. október næstkomandi. Innlent 2.10.2025 11:55
Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Í hádegisfréttum fjöllum við um árásina sem gerð var á bænahús gyðinga í Manchester í morgun þar sem tveir hið minnsta létu lífið. Innlent 2.10.2025 11:39
Styttist í lok rannsóknar Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember. Innlent 2.10.2025 11:36
Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. Erlent 2.10.2025 10:43
Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Tveir eru látnir og þrír alvarlega særðir eftir hnífaárás við bænahús gyðinga við Middle Road í Crumpsall í Manchester í morgun. Boðað hefur verið til Cobra-fundar vegna atviksins og öryggisgæsla verður efld við önnur bænahús í dag. Erlent 2.10.2025 09:48