Fréttir

Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París

Frakkar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því að mannskæðar hryðjuverkaárásir voru framdar í París. Minningarathafnir verða haldnar víða um landið en 130 manns létu lífið í árásum vígamanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið þann 13. nóvember árið 2015.

Erlent

ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara.

Innlent

Moskító mætt á Suður­land

Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði.

Innlent

Fram­lag Ís­lands til Parísar­samningsins ó­háð ESB-mark­miði

Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB.

Innlent

Loft­gæði verði á­fram slæm

Hæglætisveður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og er spáð áfram. Það hefur þau áhrif að svifryksmengun eykst og loftgæði hafa mælst óholl á nokkrum stöðum undanfarið.

Innlent

Stríð Trumps við fjöl­miðla teygir sig yfir At­lants­hafið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum.

Erlent

Árelía kveður borgar­pólitíkina

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún hyggst aftur hefja störf við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Framsóknarmenn hafa ákveðið að hátta listavali í Reykjavík með tvöföldu kjörþingi.

Innlent

Til­finningar í þing­sal og Inga brosir hringinn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag með atkvæðum þingmanna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sem sátu hjá. Margir þingmenn stigu í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu fulltrúar úr röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks fjölmenntu á þingpallana til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og fögnuðu þegar frumvarpið varð að lögum.

Innlent

Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjöl­býli

Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús.

Innlent

Hæsti­réttur hafnaði kröfum hópnauðgara

Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóma þeirra Ásbjörns Þórarins Sigurðssonar og Bessa Karlssonar fyrir hópnauðgun. Þeir kröfðust þess að dómur Landsréttar yrði ógiltur þar sem konan sem þeir nauðguðu hefði gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað.

Innlent

Vörpuðu milljörðum erfða­breyttra fræja yfir akra Afgan­istan

Bandaríkjamenn vörpuðu ekki eingöngu sprengjum og fallhlífarhermönnum úr háloftunum yfir Afganistan á þeim tuttugu árum sem stríðið gegn Talibönum og al-Qaeda stóð yfir. Útsendarar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, vörpuðu einnig reglulega milljónum valmúafræja á akra landsins, með því markmiði að draga úr heróínframleiðslu.

Erlent

Í­búar kvarta undan myrkri

Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar.

Innlent

„Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forn­eskju­leg við­horf til kvenna

Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi.

Innlent

Sonurinn týndur síðan í ágúst

Íslenskur maður á þrítugsaldri að nafni Pedro Snær Riveros hefur verið týndur á Spáni síðan í ágúst. Móðir hans lýsir eftir drengnum sínum á samfélagsmiðlum en málið er á borði alþjóðadeildar lögreglunnar.

Innlent

„Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“

Ingibjörg Einarsdóttir segist enn í spennufalli eftir að hún fékk loks að tala við son sinn í gær um mánuði eftir að hún fylgdi honum í meðferð í Suður-Afríku. Sonur hennar hafði verið á stöðugri ferð í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi í um sjö mánuði, með engum árangri, áður en hún ákvað að fara með hann út á meðferðarheimilið Healing Wings. Þrír íslenskir drengir eru þar í meðferð eins og er. 

Innlent

Sagði Trump hafa varið klukku­stundum með fórnar­lambi sínu

Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins.

Erlent

Dular­fullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt ó­happ

Dularfullar skemmdir sem urðu á fjölbýlishúsi á Klapparstíg reyndust vera eftir seinheppinn bílstjóra vinnuvélar sem rakst utan í húsið. Eigandi vinnuvélarinnar tilkynnti tryggingarfélagi strax um óhappið og taldi að málið væri komið í ferli gagnvart grunlausum íbúum sem furðuðu sig á dularfullum skemmdunum svo ofarlega á húsinu.

Innlent

Móta stefnu um notkun gervi­greindar

Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina.

Innlent