Fréttir

„Al­gjör­lega brjál­æðis­legt að sjá“

Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum.

Innlent

Sorg­legt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum

Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil.

Innlent

Breyti­leg átt og ein­hver él á sveimi

Hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar smálægðir stjórna veðrinu á landinu þessa dagana. Gera má ráð fyrir að áttin verði breytileg í dag, yfirleitt fremur hægur vindur og einhver él á sveimi, en það létti til suðaustanlands.

Veður

Lang­flest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir með­ferð

Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. 

Innlent

„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða hel­víti“

Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn.

Erlent

Ís­lendingar eigi eitt tromp gegn Trump

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi.

Innlent

Anna Kristín Arn­gríms­dóttir er látin

Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar.

Innlent

Þurfti þrjár til­raunir til að lenda í Kefla­vík

Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin.

Innlent

Van­virðing við Hæsta­rétt og á­hrif tollahækkana Trumps

Forseti Hæstaréttar segir hugmyndir um að fækka hæstaréttardómurum úr sjö í fimm vanvirðingu við réttinn. Opinberir starfsmenn eru einnig mjög ósáttir við tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem auðvelda uppsagnir. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra bregst við gagnrýninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Bílarnir dregnir upp úr sjónum

Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

Innlent

Grátandi for­eldrar ein­hverfra ung­menna án úr­ræða

Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun.

Innlent