Handbolti

Kristján rekinn frá Löwen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen í sumar.
Kristján tók við Rhein-Neckar Löwen í sumar. vísir/getty

Kristjáni Andréssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen.



Kristján tók við Löwen fyrir þetta tímabil af Nikolaj Jacobsen.

Ekki hefur gengið vel hjá Löwen sem er í 6. sæti þýsku deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Kristján stýrði Löwen í síðasta sinn þegar liðið gerði jafntefli við Lemgo, 29-29, á fimmtudaginn.

Kristján var einnig þjálfari sænska karlalandsliðsins en hætti eftir EM í síðasta mánuði.

Löwen mætir Liberbank Cuenca í EHF-bikarnum á morgun. Oliver Roggisch og Michel Abt stýra liðinu í þeim leik.

Íslensku landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×