Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 18. janúar 2020 18:30 Ragnheiður skoraði átta mörk fyrir Fram. vísir/bára Stjarnan tók í dag á móti Fram í 12. umferð Olís-deildar kvenna. Fram var sterkara liðið lengstum í dag og sigraði með sjö mörkum, 25-32. Ragnheiður Júlíusdóttir var atvkæðamest hjá Fram og skoraði átta mörk. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði einnig átta mörk fyrir Stjörnuna og voru þær tvær markahæstar í sínum liðum. Fram var fyrir umferðina í toppsæti deildarinnar með tuttugu stig á meðan Stjarnan var í þriðja sæti með fimmtán. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og fimm mörkum þegar um mínúta var eftir. Tvö mörk á síðustu mínútunni frá Fram skekktu aðeins mynd leiksins. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu, gat ekki leikið með liðinu í dag og það munaði um minna. Staðan var 5–5 á elleftur mínútu leiksins en á næstu sjö mínútum komu fimm mörk frá Fram gegn einu frá Stjörnunni. Sebastian tók þá leikhlé hjá Stjörnunni og hans leikmenn svöruðu með þremur mörkum í röð og Stefán svaraði með leikhléi. Það sem eftir lifði hálfleiks skoraði Fram fimm mörk gegn fjórum mörkum Stjörnunnar. Fram hóf seinni hálfleikinn með því að skora fyrstu þrjú mörkin og kom muninum upp í fimm mörk og hélt þeim mun út nánast allan seinni hálfleikinn. Stjarnan minnkaði muninn minnst niður í fjögur mörk og munurinn varð mestu sjö mörk - á lokamínútu leiksins.Af hverju vann Fram?Fram var með alla sína leikmenn klára í bátanna í dag en hjá Stjörnunni vantaði leikmenn. Basti nefndi það í viðtali fyrir leik að sjö leikmenn, sem annars væru að spila með U-liði félagsins, væru í hópnum hjá sér í dag. Fram keyrði grimmt hraðaupphlaup í bakið á Stjörnunni þegar tækifæri var til og Hafdís Renötudóttir varði vel, sérstaklega framan af leik. Sóknarleikur Stjörnunnar takmarkast mikið þegar vantar leikmann eins og Þóreyju Önnu. Sex leikmenn hjá Fram skoruðu fjögur mörk eða fleiri gegn aðeins þremur hjá Stjörnunni.Hverjar stóðu upp úr?Ragnheiður og Hanna Guðrún skoruðu báðar átta mörk fyrir sín lið. Þá skoraði Rakel Dögg Bragadóttir sjö mörk fyrir Stjörnuna. Steinunn Björnsdóttir vann ófáa bolta í vörninni og skorði auk þess fimm mörk. Karen Knútsdóttir skoraði fimm mörk mörk og fiskaði þrjú víti. Hafdís Renötudóttir varði vel í marki Fram, alls átján skot varin ef allt er tekið með í reikninginn, alls 47% varsla.Hvað gekk illa?Uppstilltur sóknarleikur hjá Stjörnunni var hægur og gekk brösulega. Það sást langar leiðir að liðið saknaði ógnarinnar frá stórskyttunni sinni en þolinmæði sóknarlega skilaði þó góðum mörkum. Varnarmenn Fram sofnuðu á köflum á verðinum eftir langar sóknir Stjörnunnar. Stefán Arnarsson var ósáttur með varnarleik sinna leikmanna og Sebastian hefði viljað fá betri markvörslu og færri tapaða bolta hjá sínu liði.Hvað gerist næst?Bæði lið leika sína næstu leiki á laugardaginn um næstu helgi. Þá fær Fram lið HK í heimsókn í Framhús klukkan 14:00. Stjarnan á erfiðan leik í næstu umferð því liðið sækir Val heim klukkan 18:00 næsta laugardag, Valur er í öðru sæti deildarinnar. Stefán var kátur með úrslit leiksins.vísir/bára Stefán: Sigur skipti öllu máli en við þurfum að bæta okkur„Ég er ánægður með að fá tvö stig út úr þessum leik,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir sigur á Stjörnunni í dag. Fram leiddi með fimm mörkum þegar tæp mínúta lifði leiks og bætti við tveimur mörkum undir lokin. Hefur það einhverja þýðingu fyrir Stefán? „Við viljum vinna alla leiki eins stórt og hægt er,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Þetta er fyrsti leikur eftir eilífðarfrí og ég hafði áhyggjur af þessum leik þar sem leikir eftir frí eru alltaf mjög erfiðir. Að vinna skipti öllu máli í dag en við þurfum að bæta okkur.“ Stefán talar um eilífðarfrí, vill hann stytta jólafríið? „Ég veit það ekki, fríið var allavega mjög langt.“ Stefán segir að liðið hafi séð í dag að ef það er ekki 100% þá verður það í vandræðum. Marga leikmenn vantaði hjá Stjörnunni og hefði Stjarnan samt getað unnið með smá skynsemi. Stefán segir sitt lið þurfa að bæta sig á öllum sviðum ef það ætli sér að gera eitthvað í vetur. Stefán var að lokum spurður út í það hvað hann var ósáttastur með eftir þenann þó sjö marka sigur. „Það truflar mig að við fáum 25 mörk á okkur. Við erum með mjög gott varnarlið og mjög góða markmenn. Við eigum ekki að fá á okkur svona mörg mörk gegn Stjörnunni þegar aðalskyttuna vantar,“ sagði Stefán að lokum. Sebastian sagði að lokastaðan gæfi ekki rétta mynd af leiknum.vísir/vilhelm Sebastian: Jónas var kannski aðeins of nálægtFyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik voru þau að munurinn hefði getað verið 4-5 mörk en ekki sjö marka tap. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn. Það voru margar áherslur sem skiluðu sér. Við hlupum vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunnar,“ sagði Sebastian að lokum. Olís-deild kvenna
Stjarnan tók í dag á móti Fram í 12. umferð Olís-deildar kvenna. Fram var sterkara liðið lengstum í dag og sigraði með sjö mörkum, 25-32. Ragnheiður Júlíusdóttir var atvkæðamest hjá Fram og skoraði átta mörk. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði einnig átta mörk fyrir Stjörnuna og voru þær tvær markahæstar í sínum liðum. Fram var fyrir umferðina í toppsæti deildarinnar með tuttugu stig á meðan Stjarnan var í þriðja sæti með fimmtán. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og fimm mörkum þegar um mínúta var eftir. Tvö mörk á síðustu mínútunni frá Fram skekktu aðeins mynd leiksins. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu, gat ekki leikið með liðinu í dag og það munaði um minna. Staðan var 5–5 á elleftur mínútu leiksins en á næstu sjö mínútum komu fimm mörk frá Fram gegn einu frá Stjörnunni. Sebastian tók þá leikhlé hjá Stjörnunni og hans leikmenn svöruðu með þremur mörkum í röð og Stefán svaraði með leikhléi. Það sem eftir lifði hálfleiks skoraði Fram fimm mörk gegn fjórum mörkum Stjörnunnar. Fram hóf seinni hálfleikinn með því að skora fyrstu þrjú mörkin og kom muninum upp í fimm mörk og hélt þeim mun út nánast allan seinni hálfleikinn. Stjarnan minnkaði muninn minnst niður í fjögur mörk og munurinn varð mestu sjö mörk - á lokamínútu leiksins.Af hverju vann Fram?Fram var með alla sína leikmenn klára í bátanna í dag en hjá Stjörnunni vantaði leikmenn. Basti nefndi það í viðtali fyrir leik að sjö leikmenn, sem annars væru að spila með U-liði félagsins, væru í hópnum hjá sér í dag. Fram keyrði grimmt hraðaupphlaup í bakið á Stjörnunni þegar tækifæri var til og Hafdís Renötudóttir varði vel, sérstaklega framan af leik. Sóknarleikur Stjörnunnar takmarkast mikið þegar vantar leikmann eins og Þóreyju Önnu. Sex leikmenn hjá Fram skoruðu fjögur mörk eða fleiri gegn aðeins þremur hjá Stjörnunni.Hverjar stóðu upp úr?Ragnheiður og Hanna Guðrún skoruðu báðar átta mörk fyrir sín lið. Þá skoraði Rakel Dögg Bragadóttir sjö mörk fyrir Stjörnuna. Steinunn Björnsdóttir vann ófáa bolta í vörninni og skorði auk þess fimm mörk. Karen Knútsdóttir skoraði fimm mörk mörk og fiskaði þrjú víti. Hafdís Renötudóttir varði vel í marki Fram, alls átján skot varin ef allt er tekið með í reikninginn, alls 47% varsla.Hvað gekk illa?Uppstilltur sóknarleikur hjá Stjörnunni var hægur og gekk brösulega. Það sást langar leiðir að liðið saknaði ógnarinnar frá stórskyttunni sinni en þolinmæði sóknarlega skilaði þó góðum mörkum. Varnarmenn Fram sofnuðu á köflum á verðinum eftir langar sóknir Stjörnunnar. Stefán Arnarsson var ósáttur með varnarleik sinna leikmanna og Sebastian hefði viljað fá betri markvörslu og færri tapaða bolta hjá sínu liði.Hvað gerist næst?Bæði lið leika sína næstu leiki á laugardaginn um næstu helgi. Þá fær Fram lið HK í heimsókn í Framhús klukkan 14:00. Stjarnan á erfiðan leik í næstu umferð því liðið sækir Val heim klukkan 18:00 næsta laugardag, Valur er í öðru sæti deildarinnar. Stefán var kátur með úrslit leiksins.vísir/bára Stefán: Sigur skipti öllu máli en við þurfum að bæta okkur„Ég er ánægður með að fá tvö stig út úr þessum leik,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir sigur á Stjörnunni í dag. Fram leiddi með fimm mörkum þegar tæp mínúta lifði leiks og bætti við tveimur mörkum undir lokin. Hefur það einhverja þýðingu fyrir Stefán? „Við viljum vinna alla leiki eins stórt og hægt er,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Þetta er fyrsti leikur eftir eilífðarfrí og ég hafði áhyggjur af þessum leik þar sem leikir eftir frí eru alltaf mjög erfiðir. Að vinna skipti öllu máli í dag en við þurfum að bæta okkur.“ Stefán talar um eilífðarfrí, vill hann stytta jólafríið? „Ég veit það ekki, fríið var allavega mjög langt.“ Stefán segir að liðið hafi séð í dag að ef það er ekki 100% þá verður það í vandræðum. Marga leikmenn vantaði hjá Stjörnunni og hefði Stjarnan samt getað unnið með smá skynsemi. Stefán segir sitt lið þurfa að bæta sig á öllum sviðum ef það ætli sér að gera eitthvað í vetur. Stefán var að lokum spurður út í það hvað hann var ósáttastur með eftir þenann þó sjö marka sigur. „Það truflar mig að við fáum 25 mörk á okkur. Við erum með mjög gott varnarlið og mjög góða markmenn. Við eigum ekki að fá á okkur svona mörg mörk gegn Stjörnunni þegar aðalskyttuna vantar,“ sagði Stefán að lokum. Sebastian sagði að lokastaðan gæfi ekki rétta mynd af leiknum.vísir/vilhelm Sebastian: Jónas var kannski aðeins of nálægtFyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik voru þau að munurinn hefði getað verið 4-5 mörk en ekki sjö marka tap. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn. Það voru margar áherslur sem skiluðu sér. Við hlupum vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunnar,“ sagði Sebastian að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti