Tottenham komst yfir á tíundu mínútu. Son Heung-min kom boltanum á Erik Lamela sem lét vaða. Bernd Leno varði boltann beint fyrir fætur Danans, Christian Eriksen, sem skoraði.
Sex mínútum fyrir hlé var staðan orðinn 2-0. Granit Xhaka braut þá klaufalega af sér er hann tæklaði Son Heung-min. Harry Kane steig á punktinn skoraði af öryggi.
10 - No player has scored more goals in games between Arsenal and Tottenham Hotspur in all competitions than Harry Kane (joint-most with Emmanuel Adebayor and Bobby Smith). Occasion. pic.twitter.com/7GeXJg7J3o
— OptaJoe (@OptaJoe) September 1, 2019
Gestirnir frá Tottenham komnir í 2-0 en Arsenal náði að minnka muninn fyrir hlé. Alexandre Lacazette skoraði í uppbótartíma eftir sendingu Nicolas Pepe og 2-1 í hálfleik.
Endurkoma heimamanna var fullkomnuð á 71. mínútu. Matteo Guendouzi gaf þá góða fyrirgjöf fyrir markið þar sem Pierre-Emerick Aubameyang náði að stinga fæti í boltann og jafna meitn.
Arsenal virtist vera komast yfir ellefu mínútum fyrir leikslok er Sead Kolasinac kom boltanum í netið. Eftir skoðun í VARsjánni var markið dæmt af vegna rangstöðu.
Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-2 í fjörugum norður-Lundúnarslag. Arsenal er með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina en Tottenham er með fimm.
FULL TIME.
— BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019
It finishes even in an entertaining north London derby.
Arsenal 2-2 Tottenham
Reaction https://t.co/k38LQwL9f9#ARSTOT#bbcfootball#NLDpic.twitter.com/leGQraKq4P