Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno fagnar eftir að hafa sett niður sigurpúttið. vísir/getty Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019
Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14