Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 76-83 | Stjarnan tryggði sér í undanúrslit eftir hörkuleik Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. mars 2019 21:15 Stjörnumenn eru komnir í undanúrslit en Grindvíkingar í sumarfrí vísir/vilhelm Grindvíkingar voru með bakið upp við vegg þegar þeir fengu Stjörnuna í heimsókn í fjórða leik liðanna í Dominos-deild karla. Stjarnan leiddi einvígið 2-1. Leikurinn í kvöld byrjaði af miklum krafti og skiptust liðin á að setja niður þriggja stiga skot. Mikið var skorað í upphafi en það voru Grindvíkingar sem leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhlutann, 26-21. Leikurinn hægðist töluvert í öðrum leikhluta, og var mikið jafnræði með liðunum en þegar komið var hálfleikur höfðu Grindvíkingar aukið forystu sína um eitt stig og var staðan 41-35. Það voru hins vegar Stjörnumenn sem byrjuðu af gríðarlegum krafti í seinni hálfleik og náðu fljótlega að jafna leikinn, og svo komast yfir. Grindvíkingar voru hins vegar aldrei langt undan. Grindvíkingar voru komnir átta stigum undir en með kröftugum lokaspretti í þriðja leikhluta náðu þeir að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lokaleikhlutann. Fjórði og síðasti leikhlutinn var æsispennandi og hefði úrslitin getað dottið báðum meginn. Brandon Rozzell steig hressilega upp á lokasprettinum og setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur þegar lítið var eftir af leiknum. Grindvíkingar gáfu allt í leikinn á lokamínútunni en Stjörnumenn náðu að halda þetta út og unnu að lokum 83-76. Ljótt atvik átti sér stað á lokasekúndunum þegar sigur Stjörnumanna var í höfn þegar óprúttinn stuðningsmaður Grindavíkur grýtti peningum í höfuð Antti Kanervo, leikmanns Grindavíkur og úr varð mikið fjaðrafok. Arnar Guðjónsson þjálfari fór þá inn á völlinn og sýndi dómurum leiksins peningana, eitthvað sem leikmenn og þjálfarar Grindavíkur voru óánægðir með. Þetta var ljótt atvik sem á ekki að sjást í kappleikjum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur gaf það út fyrir skömmu að þetta yrði síðasta tímabil hans með Grindavíkurliðið og varð þetta því síðasti leikur hans með liðið. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar lokaflautið gall í Mustad-höllinni í kvöld. Þá var þetta líklega síðasti leikur hjá fyrrum landsliðsmanninum Jóhanni Árna Ólafssyni en hann hefur átt frábæran feril með Grindavík og Njarðvík. Af hverju vann Stjarnan? Það var lítið sem skildi liðin að í kvöld, og hefði þetta alveg getað dottið báðum megin. En Brandon Rozzell er kannski það sem skildi liðin að og skóp sigurinn hjá Stjörnunni. Hann var ekkert stórkostlegur í leiknum sjálfum, en alls ekki slæmur. En hann setti niður tvo risa stóra þrista á ögurstundu undir lok leiksins sem gaf Stjörnunni yfirhöndina á leiknum. Hverjir sköruðu fram úr? Byrjunarlið Stjörnunar var flott í leiknum í kvöld og dreifði stigaskorinu vel sín á milli. Byrjunarliðið skoraði allt yfir tíu stig. Brandon Rozzell var stigahæstur með 18 stig og setti hann niður tvo gríðarstóra þrista í fjórða leikhluta, sem fór langt með að klára leikinn. Þá átti Arnþór fína innkomu af bekknum. Lewis Clinch var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig og átti hann góðar rispur í leiknum. Hann datt að vísu niður í öðrum leikhluta þar sem hann var stigalaus. Ingvi Þór átti einnig ágætar rispur sem og Sigtryggur Arnar. Hvað gekk illa? Það er erfitt að finna einhvern veikan punkt. Það var enginn leikmaður í kvöld eitthvað lélegur. Grindvíkingar hefðu örugglega viljað fá meira frá Óla Óla í stigaskorinu, en hann átti þrátt fyrir það fínan leik. Lewis datt alveg niður í öðrum leikhluta og Sigtryggur Arnar lét lítið fara fyrir sér í fyrri hálfleik. Svipað hjá Stjörnunni. Enginn sem var lélegur. Frekar þannig að menn duttu niður og tóku svo sínar rispur. Brandon Rozzell átti ekkert spes fyrri hálfleik en var betri í seinni t.d. Hvað gerist næst? Því miður fyrir Grindvíkinga eru þeir komnir í sumarfrí, þannig það er ansi langt í næsta leik þeirra. Stjarnan er hins vegar komið í undanúrslit þar sem næsti andstæðingur er óákveðinn. Eins og staðan er í dag, yrði það fimmfaldi Íslandsmeistarar KR og yrði það risa stór sería! Arnar Guðjónsson: Óli Óla er algjörlega óþolandi Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnumanna var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn þýðir að Stjarnan er komið í undanúrslit Dominos-deildar karla. „Þetta var rosalega erfiður leikur. Grindvíkingar eru með mannskap sem eru búnir að standa sig stórkostlega í þessari seríu, eru með kreatívt þjálfaralið. Allir búnir að tala um að þetta sé eitthvað lið sem er í endalausum krísum. Það er barátta og vilji í þessu liði, menn eins og Ólafur Ólafsson sem er algjörlega óþolandi. Hrikalega duglegir. Kredit á þjálfarateymið þeirra.“ Ömurlegt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar óprúttinn stuðningsmaður Grindavíkur grýtti peningum inn á völlinn og lentu þeir í Antti Kanervo, leikmanni Stjörnunnar. Peningarnir skoppuðu þaðan til Arnars, sem tók þá upp, labbaði inn á völlinn og sýndi dómurum leiksins peningana. Síðan gekk hann aftur útaf og klappaði kaldhæðnislega til stuðningsmanna Grindavíkur. Ljótt atvik. Arnar var hins vegar stuttorður um þetta atvik eftir leik og hafði hann þetta að segja þegar hann var spurður hvort hann vildi tjá sig um það: „Nei.“ Mjótt var á munum allan leikinn og voru það Grindvíkingar sem leiddu í hálfleik. Arnar breytti þá aðeins til í leik sinna manna og fannst hann það vera sem skildi liðin að í lok leiks. „Við breyttum aðeins í hálfleik og mér fannst það ganga vel.“ Mikil keyrsla hefur verið á leikmönnum síðustu daga og ætla Stjörnumenn að taka sér frídag fyrir undanúrslitin. Vinni Tindastóll og Njarðvík sína leiki, munu Stjarnan mæta KR-ingum í undanúrslitum. „Við ætlum að taka frídag á morgun og svo sjáum við til á sunnudag.“ Jóhann Þór Ólafsson: Ég er ekkert hættur að þjálfa Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var stoltur að sínu liði þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Tapið þýðir að Grindvíkingar eru komnir í sumarfrí. „Þetta var fanta góður leikur á milli tveggja sterkra liða. Annað liðið þarf að tapa og það kom í okkar hlut í kvöld, því miður. Ég er mjög ánægður og stoltur af mínu liði.“ Jóhann segir að lítið hafi skilið á milli liðanna þegar uppi var staðið. „Stjarnan átti þetta bara skilið. Þeir settu stór skot niður þegar þess þurfti á meðan við vorum aðeins stirðir undir körfunni. En ég er mjög sáttur með mitt lið. Við getum borið höfuðið hátt. Það var lítið sem skildi á milli liðanna í kvöld. Brandon Rozzell setti niður þessa risa stóru körfur undir lokin og það skildi á milli, það fór með leikinn.“ Fyrir skömmu gaf Jóhann Þór það út að þetta yrði síðasta tímabil hans sem þjálfari Grindavíkur. Leikurinn í kvöld var því síðasti leikur hans með liðið. „Þetta snýst alls ekki um mig. Karfan í Grindavík heldur áfram að anda þótt svo ég sé ekki við stjórnvölinn. Hér starfar geggjað fólk á bakvið tjöldin og ég hef engar áhyggjur af þessu, það kemur einhver góður maður og tekur við þessu.“ Þótt svo að Jóhann sé að stíga til hliðar sem þjálfari Grindavíkur er hann ekki hættur að þjálfa og munu þjálfaralaus lið líklega horfa til hans í leit sinni að nýjum þjálfara. „Opinber yfirlýsing er að ég ætla að fara í frí. Ég veit ekkert hvað er í boði og hvernig staðan er á öðrum liðum. Ég er ekkert hættur að þjálfa. Það er ekkert spennandi sem ég sé í augnablikinu en ég ætla að hugsa lítið sem ekkert um körfubolta næstu 4-6 vikurnar.“ Hlynur Bæringsson: Ég vonast til að mæta KR Hlynur Bæringsson var ánægður með sigurinn hjá Stjörnunni í kvöld á Grindavík, en með sigrinum slógu Stjörnumenn þá gulu úr leik. „Þetta var mjög erfið sería. Öll pressan var á okkur, enda fyrsta sætið á móti áttunda sæti. En Grindavíkurliðið er svo orkumikið. Það var aldrei hægt að slaka á þótt svo við værum yfir í einhverjum leikjum. Við náðum aldrei að brjóta þá, þeir urðu aldrei litlir í sér.“ Pressan var töluverð á Stjörnunni fyrir seríuna, enda liðin að mætast sem enduðu í 1. og 8. sæti deildarinnar. Það voru því fáir sem bjuggust við að Grindavík gæti staðið í Stjörnunni. „Nei alls ekki, mér fannst það ekki. Þetta voru bara jafnir leikir, þannig mér fannst við ekki höndla pressuna eitthvað illa.“ Mikil keyrsla hefur verið á leikmönnum í úrslitakeppninni að undanförnu en þetta var annar leikur liðanna á þremur dögum. Það getur reynt á gamlan skrokk líkt og á Hlyni. „Þetta á eftir að svíða í fyrramálið.“ Stjarnan er komið í undanúrslit en ekki er komið á hreint hvaða lið þeir mæta þar. Eins og staðan er núna, og vinni Njarðvík og Tindastóll seríurnar sínar mætir Stjarnan fimmföldum Íslandsmeisturum KR í undanúrslit. Hlynur vill mæta KR, hvort sem það verður í undanúrslitum eða úrslitum. „Já það yrði hörku viðureign en á sama tíma frábært. Ég vona að það verði, sama hvort það verði í undanúrslitum eða úrslitum. En ég ætla ekki að útiloka hin liðin, Þór Þorlákshöfn og ÍR geta vel unnið sínar seríur.“ Dominos-deild karla
Grindvíkingar voru með bakið upp við vegg þegar þeir fengu Stjörnuna í heimsókn í fjórða leik liðanna í Dominos-deild karla. Stjarnan leiddi einvígið 2-1. Leikurinn í kvöld byrjaði af miklum krafti og skiptust liðin á að setja niður þriggja stiga skot. Mikið var skorað í upphafi en það voru Grindvíkingar sem leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhlutann, 26-21. Leikurinn hægðist töluvert í öðrum leikhluta, og var mikið jafnræði með liðunum en þegar komið var hálfleikur höfðu Grindvíkingar aukið forystu sína um eitt stig og var staðan 41-35. Það voru hins vegar Stjörnumenn sem byrjuðu af gríðarlegum krafti í seinni hálfleik og náðu fljótlega að jafna leikinn, og svo komast yfir. Grindvíkingar voru hins vegar aldrei langt undan. Grindvíkingar voru komnir átta stigum undir en með kröftugum lokaspretti í þriðja leikhluta náðu þeir að minnka muninn niður í tvö stig fyrir lokaleikhlutann. Fjórði og síðasti leikhlutinn var æsispennandi og hefði úrslitin getað dottið báðum meginn. Brandon Rozzell steig hressilega upp á lokasprettinum og setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur þegar lítið var eftir af leiknum. Grindvíkingar gáfu allt í leikinn á lokamínútunni en Stjörnumenn náðu að halda þetta út og unnu að lokum 83-76. Ljótt atvik átti sér stað á lokasekúndunum þegar sigur Stjörnumanna var í höfn þegar óprúttinn stuðningsmaður Grindavíkur grýtti peningum í höfuð Antti Kanervo, leikmanns Grindavíkur og úr varð mikið fjaðrafok. Arnar Guðjónsson þjálfari fór þá inn á völlinn og sýndi dómurum leiksins peningana, eitthvað sem leikmenn og þjálfarar Grindavíkur voru óánægðir með. Þetta var ljótt atvik sem á ekki að sjást í kappleikjum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur gaf það út fyrir skömmu að þetta yrði síðasta tímabil hans með Grindavíkurliðið og varð þetta því síðasti leikur hans með liðið. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar lokaflautið gall í Mustad-höllinni í kvöld. Þá var þetta líklega síðasti leikur hjá fyrrum landsliðsmanninum Jóhanni Árna Ólafssyni en hann hefur átt frábæran feril með Grindavík og Njarðvík. Af hverju vann Stjarnan? Það var lítið sem skildi liðin að í kvöld, og hefði þetta alveg getað dottið báðum megin. En Brandon Rozzell er kannski það sem skildi liðin að og skóp sigurinn hjá Stjörnunni. Hann var ekkert stórkostlegur í leiknum sjálfum, en alls ekki slæmur. En hann setti niður tvo risa stóra þrista á ögurstundu undir lok leiksins sem gaf Stjörnunni yfirhöndina á leiknum. Hverjir sköruðu fram úr? Byrjunarlið Stjörnunar var flott í leiknum í kvöld og dreifði stigaskorinu vel sín á milli. Byrjunarliðið skoraði allt yfir tíu stig. Brandon Rozzell var stigahæstur með 18 stig og setti hann niður tvo gríðarstóra þrista í fjórða leikhluta, sem fór langt með að klára leikinn. Þá átti Arnþór fína innkomu af bekknum. Lewis Clinch var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig og átti hann góðar rispur í leiknum. Hann datt að vísu niður í öðrum leikhluta þar sem hann var stigalaus. Ingvi Þór átti einnig ágætar rispur sem og Sigtryggur Arnar. Hvað gekk illa? Það er erfitt að finna einhvern veikan punkt. Það var enginn leikmaður í kvöld eitthvað lélegur. Grindvíkingar hefðu örugglega viljað fá meira frá Óla Óla í stigaskorinu, en hann átti þrátt fyrir það fínan leik. Lewis datt alveg niður í öðrum leikhluta og Sigtryggur Arnar lét lítið fara fyrir sér í fyrri hálfleik. Svipað hjá Stjörnunni. Enginn sem var lélegur. Frekar þannig að menn duttu niður og tóku svo sínar rispur. Brandon Rozzell átti ekkert spes fyrri hálfleik en var betri í seinni t.d. Hvað gerist næst? Því miður fyrir Grindvíkinga eru þeir komnir í sumarfrí, þannig það er ansi langt í næsta leik þeirra. Stjarnan er hins vegar komið í undanúrslit þar sem næsti andstæðingur er óákveðinn. Eins og staðan er í dag, yrði það fimmfaldi Íslandsmeistarar KR og yrði það risa stór sería! Arnar Guðjónsson: Óli Óla er algjörlega óþolandi Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnumanna var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn þýðir að Stjarnan er komið í undanúrslit Dominos-deildar karla. „Þetta var rosalega erfiður leikur. Grindvíkingar eru með mannskap sem eru búnir að standa sig stórkostlega í þessari seríu, eru með kreatívt þjálfaralið. Allir búnir að tala um að þetta sé eitthvað lið sem er í endalausum krísum. Það er barátta og vilji í þessu liði, menn eins og Ólafur Ólafsson sem er algjörlega óþolandi. Hrikalega duglegir. Kredit á þjálfarateymið þeirra.“ Ömurlegt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar óprúttinn stuðningsmaður Grindavíkur grýtti peningum inn á völlinn og lentu þeir í Antti Kanervo, leikmanni Stjörnunnar. Peningarnir skoppuðu þaðan til Arnars, sem tók þá upp, labbaði inn á völlinn og sýndi dómurum leiksins peningana. Síðan gekk hann aftur útaf og klappaði kaldhæðnislega til stuðningsmanna Grindavíkur. Ljótt atvik. Arnar var hins vegar stuttorður um þetta atvik eftir leik og hafði hann þetta að segja þegar hann var spurður hvort hann vildi tjá sig um það: „Nei.“ Mjótt var á munum allan leikinn og voru það Grindvíkingar sem leiddu í hálfleik. Arnar breytti þá aðeins til í leik sinna manna og fannst hann það vera sem skildi liðin að í lok leiks. „Við breyttum aðeins í hálfleik og mér fannst það ganga vel.“ Mikil keyrsla hefur verið á leikmönnum síðustu daga og ætla Stjörnumenn að taka sér frídag fyrir undanúrslitin. Vinni Tindastóll og Njarðvík sína leiki, munu Stjarnan mæta KR-ingum í undanúrslitum. „Við ætlum að taka frídag á morgun og svo sjáum við til á sunnudag.“ Jóhann Þór Ólafsson: Ég er ekkert hættur að þjálfa Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var stoltur að sínu liði þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Tapið þýðir að Grindvíkingar eru komnir í sumarfrí. „Þetta var fanta góður leikur á milli tveggja sterkra liða. Annað liðið þarf að tapa og það kom í okkar hlut í kvöld, því miður. Ég er mjög ánægður og stoltur af mínu liði.“ Jóhann segir að lítið hafi skilið á milli liðanna þegar uppi var staðið. „Stjarnan átti þetta bara skilið. Þeir settu stór skot niður þegar þess þurfti á meðan við vorum aðeins stirðir undir körfunni. En ég er mjög sáttur með mitt lið. Við getum borið höfuðið hátt. Það var lítið sem skildi á milli liðanna í kvöld. Brandon Rozzell setti niður þessa risa stóru körfur undir lokin og það skildi á milli, það fór með leikinn.“ Fyrir skömmu gaf Jóhann Þór það út að þetta yrði síðasta tímabil hans sem þjálfari Grindavíkur. Leikurinn í kvöld var því síðasti leikur hans með liðið. „Þetta snýst alls ekki um mig. Karfan í Grindavík heldur áfram að anda þótt svo ég sé ekki við stjórnvölinn. Hér starfar geggjað fólk á bakvið tjöldin og ég hef engar áhyggjur af þessu, það kemur einhver góður maður og tekur við þessu.“ Þótt svo að Jóhann sé að stíga til hliðar sem þjálfari Grindavíkur er hann ekki hættur að þjálfa og munu þjálfaralaus lið líklega horfa til hans í leit sinni að nýjum þjálfara. „Opinber yfirlýsing er að ég ætla að fara í frí. Ég veit ekkert hvað er í boði og hvernig staðan er á öðrum liðum. Ég er ekkert hættur að þjálfa. Það er ekkert spennandi sem ég sé í augnablikinu en ég ætla að hugsa lítið sem ekkert um körfubolta næstu 4-6 vikurnar.“ Hlynur Bæringsson: Ég vonast til að mæta KR Hlynur Bæringsson var ánægður með sigurinn hjá Stjörnunni í kvöld á Grindavík, en með sigrinum slógu Stjörnumenn þá gulu úr leik. „Þetta var mjög erfið sería. Öll pressan var á okkur, enda fyrsta sætið á móti áttunda sæti. En Grindavíkurliðið er svo orkumikið. Það var aldrei hægt að slaka á þótt svo við værum yfir í einhverjum leikjum. Við náðum aldrei að brjóta þá, þeir urðu aldrei litlir í sér.“ Pressan var töluverð á Stjörnunni fyrir seríuna, enda liðin að mætast sem enduðu í 1. og 8. sæti deildarinnar. Það voru því fáir sem bjuggust við að Grindavík gæti staðið í Stjörnunni. „Nei alls ekki, mér fannst það ekki. Þetta voru bara jafnir leikir, þannig mér fannst við ekki höndla pressuna eitthvað illa.“ Mikil keyrsla hefur verið á leikmönnum í úrslitakeppninni að undanförnu en þetta var annar leikur liðanna á þremur dögum. Það getur reynt á gamlan skrokk líkt og á Hlyni. „Þetta á eftir að svíða í fyrramálið.“ Stjarnan er komið í undanúrslit en ekki er komið á hreint hvaða lið þeir mæta þar. Eins og staðan er núna, og vinni Njarðvík og Tindastóll seríurnar sínar mætir Stjarnan fimmföldum Íslandsmeisturum KR í undanúrslit. Hlynur vill mæta KR, hvort sem það verður í undanúrslitum eða úrslitum. „Já það yrði hörku viðureign en á sama tíma frábært. Ég vona að það verði, sama hvort það verði í undanúrslitum eða úrslitum. En ég ætla ekki að útiloka hin liðin, Þór Þorlákshöfn og ÍR geta vel unnið sínar seríur.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti