KA leiðir kapphlaupið um Hallgrím Jónasson Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 09:45 Hallgrímur Jónasson í landsleik gegn Mexíkó í byrjun þessa árs. vísir/getty Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00