Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-19 | Stjarnan enn á lífi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2017 18:00 Stjarnan fagnar sigrinum í Mýrinni í dag. vísir/anton brink Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Fram vann fyrstu tvo leikina í einvíginu og gat því tryggt sér titilinn með sigri í dag. Stjörnukonur höfðu hins vegar engan áhuga á því að láta Framkonur lyfta bikarnum á sínum heimavelli og unnu öruggan sigur. Frábær varnarleikur skóp sigur Stjörnunnar sem fær tækifæri til að jafna metin í einvíginu á miðvikudaginn. Guðrún Ósk Maríasdóttir byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti í marki Fram og var búin að verja þrjú skot áður en leikurinn var mínútu gamall. Guðrún Ósk var frábær í fyrri hálfleik og varði 11 skot. Samt var Fram sjö mörkum undir í hálfleik, 13-6. Hún var m.ö.o. sú eina sem var með lífsmarki í liði gestanna. Eftir smá byrjunarörðugleika í sókninni náði Stjarnan góðu flæði í sinn leik og til marks um það skoruðu fimm leikmenn Garðbæinga fyrstu fimm mörk liðsins. Sólveig Lára Kjærnested mætti einnig ákveðin til leiks og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni. Lykilinn að yfirburðum Stjörnunnar var samt varnarleikurinn sem var stórkostlegur. Þegar 21 mínúta var liðin af leiknum var Fram búið að skora þrjú mörk; tvö eftir hraða miðju og eitt úr vítakasti. Stjörnuvörnin beindi athygli sinni að vinstri væng Frammara og mönuðu Hildi Þorgeirsdóttur, hægri skyttu Fram, til að skjóta. Það gerði hún ekki. Hildur horfði varla á markið og skoraði aðeins eitt mark. Ragnheiður Júlíusdóttir fann sig heldur ekki í hinni skyttustöðunni. Stjarnan komst sjö mörkum yfir, 11-4, en Fram svaraði með tveimur mörkum. Heimakonur skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk fyrri hálfleik og fóru því með sjö marka forystu, 13-6, til búningsherbergja. Stjarnan spilaði ekki jafn vel í seinni hálfleik en nógu vel til að vinna öruggan sigur. Stjarnan náði mest níu marka forskoti, 16-7, í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var brekkan orðin ansi brött fyrir Fram. Eftir þessa góðu byrjun á seinni hálfleik gaf Stjörnuvörnin eftir og liðið fékk enga markvörslu. Fram tókst þó ekki að nýta sér það. Gestirnir söxuðu aðeins á forskot heimakvenna en settu samt aldrei alvöru pressu á þær. Heiða Ingólfsdóttir átti fína innkomu í mark Garðbæinga og varði mikilvæg skot. Fram minnkaði muninn í þrjú mörk, 22-19, þegar rúm mínúta var eftir. Tíminn var hins vegar of naumur fyrir endurkomu. Lokatölur 23-19, Stjörnunni í vil. Sólveig Lára var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk, sem er meira en hún skoraði samanlagt í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði sjö mörk, þar af sex í fyrri hálfleik. Helena Rut Örvarsdóttir var róleg í sókninni en frábær í vörninni líkt og Rakel Dögg Bragadóttir. Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir fimm. Guðrún Ósk varði 20 skot í markinu, sex skotum meira en markverðir Stjörnunnar.Mörk Stjörnunnar:Sólveig Lára Kjærnested 8, Hanna G. Stefánsdóttir 7/3, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Mörk Fram:Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6/2, Steinunn Björnsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 2/1, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Sólveig Lára: Var kraftur í okkur allan tímann Sólveig Lára Kjærnested átti sinn besta leik í úrslitakeppninni þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram, 23-19, í fjórða leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Sólveig Lára spilaði undir pari í fyrstu tveimur leikjunum en var öflug í dag og skoraði átta mörk. „Við spiluðum frábæran varnarleik í byrjun leiks og markvarslan fylgdi með. Það hjálpaði okkur inn í leikinn,“ sagði Sólveig Lára sem var staðráðin í að láta til sín taka í dag. „Ég hafði engan áhuga á að koma inn í úrslitakeppnina og geta ekki neitt. Við þurfum að nýta það pláss sem skapast þegar Helena [Rut Örvarsdóttir] er tekin út. Mér fannst við gera það ágætlega í dag.“ Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-6, og náði mest níu marka forskoti, 17-9. Eftir það byrjaði Fram að saxa á forskotið en Sólveig Lára segist ekki hafa verið farin að hafa áhyggjur af mögulegri endurkomu gestanna. „Auðvitað hugsar maður alltaf til baka, til leikja sem við höfum misst niður forskot. Mér fannst við ekki á þeim buxunum í dag og það var kraftur í okkur allan tímann,“ sagði Sólveig Lára sem segir að Stjarnan geti bætt margt í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. „Klárlega, það eru fullt af atriðum. Núna förum við að skoða það og myndbandsvinnan fer í gang.“ Sólveig Lára segir að Stjarnan ætli sér að knýja fram oddaleik með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. „Markmiðið var bara að vinna þennan leik og koma okkur í leikinn á miðvikudaginn. Núna er bara nýtt markmið, að vinna þann leik og búa til alvöru keppni úr þessu,“ sagði Sólveig Lára að lokum.Steinunn: Hefðum getað keyrt meira á þær „Við byrjuðum leikinn hræðilega og þær komust einhverjum sjö mörkum yfir. Það var erfitt að vinna það upp,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, eftir tapið fyrir Stjörnunni. „Við hreyfðum okkur ekki nægilega vel í sókninni. Þær mættu okkur framarlega, við réðum illa við það og kláruðum illa í fyrri hálfleik,“ bætti Steinunn við. Hún var þó þokkalega sátt við varnarleik Fram í leiknum. „Vörnin hélt ágætlega allan leikinn að mínu mati. Auðvitað gerðum við mistök þar en þetta var aðallega sóknarleikurinn.“ Steinunn segir að Fram hefði getað spilað hraðari bolta í dag. „Mér fannst við geta keyrt meira á þær. Við duttum niður á þeirra leikplan. Við þurfum klárlega að skoða það fyrir næsta leik,“ sagði Steinunn. En er pressan komin aftur á Fram eftir þennan sigur Stjörnunnar? „Nei, alls ekki. Þetta eru bara jafnir leikir. Næsti leikur er bara úrslitaleikur um hvort við ætlum að ná í þann stóra eða ekki,“ sagði Steinunn. „Við þurfum klárlega að taka aðeins til hjá okkur og finna grimmdina og það sem við gerðum vel í fyrstu tveimur leikjunum aftur.“Halldór Harri: Vorum sjálfum okkur líkar Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sínar stúlkur í sigrinum á Fram í dag. „Við ákváðum það á fundi eftir síðasta leik að við ætluðum að mæta af krafti. Mér fannst við sjálfum okkur líkar í dag. Það var kraftur í okkur. Vörnin var góð og það skiluðu allir sínu. Til að vinna lið eins og Fram þarf það að vera til staðar,“ sagði Halldór Harri. „Planið var mjög svipað og í síðasta leik. En við komumst fyrr út og náðum að brjóta og búa til stemmningu. Staðan er 2-1 núna og þessi sigur skilar ekki neinu ef við erum ekki klárar í næsta leik.“ Halldór Harri kvaðst mjög sáttur með frammistöðu Sólveigar Láru Kjærnested, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í dag. „Mér fannst allar skila einhverju. Solla veit það manna best að hún var ekki búin að eiga sína bestu leiki en hún var lík sjálfri sér í dag,“ sagði Halldór Harri. En á Stjarnan eitthvað inni fyrir næsta leik? „Við eigum fullt inni. Ég vona bara innilega að Helena [Rut Örvarsdóttir] verði ekki veik í næsta leik líka. Hún var eitthvað slöpp og þurfti mikla hvíld. Vonandi fáum við svipaða frammistöðu og þá verður leikurinn á miðvikudaginn spennandi.“23-19 (Leik lokið): Stjarnan fagnar sigri. Þetta einvígi er ekki búið. Fjórði leikur liðanna er á miðvikudaginn.22-19 (59. mín): Hafdís minnkar muninn í þrjú mörk. Tíminn er samt of naumur fyrir endurkomu.22-17 (56. mín): Rakel Dögg skorar og geirneglir þetta, held ég. Hennar þriðja mark.21-17 (54. mín): Steinunn skorar eftir hraðaupphlaup og minnkar muninn í fjögur mörk. Fram er að gera þetta áhugavert.21-15 (52. mín): Frábær sókn hjá Stjörnunni. Rakel kemur á ferðinni, Sólveig Lára rykkir undir, fær boltann og skorar. Virkilega vel spilað.20-14 (50. mín): Heiða hefur átt frábæra innkomu í mark Stjörnunnar og varið þrjú skot síðan hún kom inn á. Stefán er búinn að kasta hvíta handklæðinu inn. Minni spámenn komnir inn hjá Fram.20-14 (48. mín): Marthe brennir af dauðafæri. Þetta ætlar ekki að ganga hjá Fram.19-14 (46. mín): Arna Þyrí skorar með skoti af gólfinu sem fer af vörninni og inn. Hafdís á samt að verja þetta. Halldór Harri tekur leikhlé. Stjörnuvörnin er ekki jafn þétt hér í seinni hálfleik og hún var í þeim fyrri. Stjarnan má ekki slaka á og hætta að sækja.19-13 (44. mín): Sigurbjörg skorar með skoti af gólfinu. Hennar fimmta mark. Það er spurning hvort Halldór Harri fari ekki að skipta um markvörð. Hafdís er aðeins búin að verja einn bolta í seinni hálfleik.18-12 (42. mín): Hildur lyftir sér upp og skorar! Kominn tími til. Stjörnuvörnin hefur manað hana til að skjóta allan leikinn. Guðrún Ósk ver svo frá Hönnu, Steinunn brunar fram og fiskar víti og tvær mínútur á Stefaníu. Sigurbjörg skorar úr vítinu. Fínn kafli hjá Fram.17-9 (38. mín): Steinunn skorar eftir hraðaupphlaup. Sennilega fyrsta mark Fram eftir hraðaupphlaup. Þau mörk hefur alveg vantað hjá gestunum.16-7 (36. mín): Sólveig Lára smeygir sér í gegn og skorar. Mjög vel spilað hjá Stjörnunni. Sólveig Lára er komin með fimm mörk, einu marki minna en Hanna sem er markahæst hjá Fram.14-6 (33. mín): Helena með frábæra línusendingu á Nataly sem klárar færið vel. Átta marka munur!13-6 (Seinni hálfleikur hafinn): Fyrsta sókn Fram fer forgörðum.13-6 (Fyrri hálfleik lokið): Stjarnan skorar tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og fer því með sjö marka forskot til búningsherbergja. Sanngjörn staða. Garðbæingar hafa verið miklu betri og varnarleikur liðsins er frábær. Fram getur þakkað Guðrúnu Ósk fyrir að munurinn sé ekki meiri.11-6 (28. mín): Sigurbjörg skorar úr víti. Munurinn er bara fimm mörk. Stjarnan á í miklum vandræðum í sókninni og vörnin er aðeins farin að opnast.11-4 (26. mín): Hafdís ver frá Ragnheiði. Hún er með hana í vasanum eins og í bikarúrslitaleiknum.10-4 (23. mín): Framvörnin er að þéttast og Stjarnan á ekki jafn auðvelt með að skora. Halldór Harri tekur leikhlé. Þrátt fyrir að Fram sé að tapa með sex hefur Guðrún Ósk varið níu skot. Það er henni að þakka að Fram er enn inni í leiknum.10-4 (21. mín): Hafdís ver frá Ragnheiði en Guðrún Þóra hirðir frákastið og skorar.9-3 (18. mín): Ragnheiður skorar úr víti og minnkar muninn í sex mörk. Stjarnan verður einni færri næstu tvær mínúturnar.9-2 (16. mín): Helena Rut rýkur út úr vörninni og stöðvar Ragnheiði áður en hún kemst í loftið. Stjörnuvörnin er rosaleg, Bubba-style!8-2 (13. mín): Sólveig Lára skorar með skoti af gólfinu og eykur muninn í sex mörk. Sólveig Lára er komin með þrjú mörk sem er mjög jákvætt fyrir heimakonur. Hún fann sig ekki í öðrum leiknum.7-2 (11. mín): Hafdís ver frá Ragnheiði og er svo fljót að hugsa, kastar boltanum fram á Hönnu sem skorar. Fimm marka munur! Stefán tekur leikhlé. Sóknarleikurinn hjá Fram er í tómu rugli.5-2 (9. mín): Rakel Dögg skorar sitt fyrsta mark og kemur Stjörnunni þremur mörkum yfir. Fimm Stjörnukonur eru komnar á blað.3-2 (7. mín): Tapaður bolti hjá Fram, Stjarnan fer í hraðaupphlaup og Stefanía skorar með því að vippa skemmtilega yfir Guðrúnu Ósk. Sigurbjörg svarar strax. Bæði mörk Fram hafa komið úr hraðri miðju.1-1 (5. mín): Sólveig Lára skorar fyrsta mark leiksins en Ragnheiður svarar að bragði með frábæru skoti upp í vinkilinn.0-0 (4. mín): Við bíðum enn eftir fyrsta markinu. Báðar varnir eru sterkar og markverðirnir vel með á nótunum.0-0 (1. mín): Leikurinn er ekki orðinn mínútu gamall og Guðrún Ósk er strax búin að verja þrjú skot í marki Fram.0-0 (Leikur hafinn): Stjarnan hefur leik. Stefanía, Helena, Rakel, Sólveig, Hanna og Elena byrja. Hafdís stendur í markinu.Fyrir leik:Mætingin hérna í Mýrinni er ömurleg, sérstaklega hjá Stjörnufólki. Ekkert nýtt þar reyndar. Leikir hérna fara oft nánast fram fyrir luktum dyrum.Fyrir leik:Þingmaðurinn Vilhjálmur Bjarnason er tímavörður hér í TM-höllinni eins og venjulega. Vonandi verður leikklukkan í lagi svo þetta verði ekki eins og í leik karlaliða Vals og FH í Valshöllinni í gær þar sem leikurinn var alltaf stopp vegna vandræða með klukkuna.Fyrir leik:Lið Fram er þannig skipað: 16 Heiðrún Dís Magnúsdóttir, 29 Guðrún Ósk Maríasdóttir, 2 Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, 4 Guðrún Þóra Hálfdánardóttir, 5 Hafdís Shizuka Iura, 8 Marthe Sördal, 9 Ragnheiður Júlíusdóttir, 10 Rebekka Rut Skúladóttir, 14 Sigurbjörg Jóhannsdóttir, 17 Elísabet Gunnarsdóttir, 19 Elva Þóra Arnardóttir, 20 Hildur Þorgeirsdóttir, 21 Steinunn Björnsdóttir, 27 Arna Þyrí Ólafsdóttir.Fyrir leik:Lið Stjörnunnar er þannig skipað: 12 Heiða Ingólfsdóttir, 16 Hafdís Renötudóttir, 3 Kristín Viðarsdóttir, 7 Esther Viktoría Ragnarsdóttir, 8 Aðalheiður Hreinsdóttir, 9 Aníta Theodórsdóttir, 11 Helena Rut Örvarsdóttir, 13 Sólveig Lára Kjærnested, 14 Stefanía Theodórsdóttir, 15 Hanna G. Stefánsdóttir, 17 Nataly Sæunn Valencia, 21 Elena Elísabet Birgisdóttir, 27 Rakel Dögg Bragadóttir, 29 Brynhildur Kjartansdóttir.Fyrir leik:Fram hefur 20 sinnum orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða. Fram varð síðast Íslandsmeistari 2013, einmitt eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaeinvígi. Stjarnan hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2009.Fyrir leik:Það hefur aðeins tvisvar sinnum gerst að lið komi til baka og vinni Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lent 2-0 undir. Í bæði skiptin voru Haukar að verki (1996 og 2002) og í bæði skiptin unnu Hafnfirðingar Stjörnuna. Hanna G. Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í aukahlutverki hjá Haukum 1996 en í lykilhlutverki 2002. Hún þekkir þessa stöðu því ansi vel.Fyrir leik:Fram vann fyrsta leikinn hér í Garðabænum, 24-25, þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Framkonur unnu svo leik tvö í Safamýrinni, 25-22. Fram hefur fengið mun betri markvörslu í leikjunum tveimur og Stjarnan þarf nauðsynlega á stórleik frá annað hvort Heiðu Ingólfsdóttur eða Hafdísi Renötudóttur að halda.Fyrir leik:Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, spáði í spilin í Fréttablaði gærdagsins. Hún er á því að Fram verði Íslandsmeistari, þó ekki endilega í dag.Fyrir leik:Stjarnan er í úrslitum fimmta árið í röð. Í fyrra lenti Stjarnan 2-0 undir gegn Gróttu en vann þriðja leikinn á Nesinu. Gróttukonur tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leiknum í Garðabænum. Stjörnukonur hafa væntanlega engan áhuga á því að horfa á mótherjann lyfta Íslandsbikarnum á sínum heimavelli fjórða árið í röð.Fyrir leik:Stjarnan lenti sem frægt er orðið 2-0 undir gegn Gróttu í undanúrslitunum eftir að hafa verið dæmdur ósigur í öðrum leik liðanna. Garðbæingar komu þá til baka, unnu síðustu þrjá leikina og tryggðu sér sæti í úrslitunum.Fyrir leik: Þetta er þriðji leikur liðanna en staðan er 2-0, Fram í vil. Með sigri í dag tryggja Framkonur sér því Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Góðan daginn og velkomin til leiks! Hér munum við fylgjast með viðureign Stjörnunnar og Fram í úrslitum Olís-deildar kvenna. Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Fram vann fyrstu tvo leikina í einvíginu og gat því tryggt sér titilinn með sigri í dag. Stjörnukonur höfðu hins vegar engan áhuga á því að láta Framkonur lyfta bikarnum á sínum heimavelli og unnu öruggan sigur. Frábær varnarleikur skóp sigur Stjörnunnar sem fær tækifæri til að jafna metin í einvíginu á miðvikudaginn. Guðrún Ósk Maríasdóttir byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti í marki Fram og var búin að verja þrjú skot áður en leikurinn var mínútu gamall. Guðrún Ósk var frábær í fyrri hálfleik og varði 11 skot. Samt var Fram sjö mörkum undir í hálfleik, 13-6. Hún var m.ö.o. sú eina sem var með lífsmarki í liði gestanna. Eftir smá byrjunarörðugleika í sókninni náði Stjarnan góðu flæði í sinn leik og til marks um það skoruðu fimm leikmenn Garðbæinga fyrstu fimm mörk liðsins. Sólveig Lára Kjærnested mætti einnig ákveðin til leiks og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni. Lykilinn að yfirburðum Stjörnunnar var samt varnarleikurinn sem var stórkostlegur. Þegar 21 mínúta var liðin af leiknum var Fram búið að skora þrjú mörk; tvö eftir hraða miðju og eitt úr vítakasti. Stjörnuvörnin beindi athygli sinni að vinstri væng Frammara og mönuðu Hildi Þorgeirsdóttur, hægri skyttu Fram, til að skjóta. Það gerði hún ekki. Hildur horfði varla á markið og skoraði aðeins eitt mark. Ragnheiður Júlíusdóttir fann sig heldur ekki í hinni skyttustöðunni. Stjarnan komst sjö mörkum yfir, 11-4, en Fram svaraði með tveimur mörkum. Heimakonur skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk fyrri hálfleik og fóru því með sjö marka forystu, 13-6, til búningsherbergja. Stjarnan spilaði ekki jafn vel í seinni hálfleik en nógu vel til að vinna öruggan sigur. Stjarnan náði mest níu marka forskoti, 16-7, í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var brekkan orðin ansi brött fyrir Fram. Eftir þessa góðu byrjun á seinni hálfleik gaf Stjörnuvörnin eftir og liðið fékk enga markvörslu. Fram tókst þó ekki að nýta sér það. Gestirnir söxuðu aðeins á forskot heimakvenna en settu samt aldrei alvöru pressu á þær. Heiða Ingólfsdóttir átti fína innkomu í mark Garðbæinga og varði mikilvæg skot. Fram minnkaði muninn í þrjú mörk, 22-19, þegar rúm mínúta var eftir. Tíminn var hins vegar of naumur fyrir endurkomu. Lokatölur 23-19, Stjörnunni í vil. Sólveig Lára var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk, sem er meira en hún skoraði samanlagt í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði sjö mörk, þar af sex í fyrri hálfleik. Helena Rut Örvarsdóttir var róleg í sókninni en frábær í vörninni líkt og Rakel Dögg Bragadóttir. Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir fimm. Guðrún Ósk varði 20 skot í markinu, sex skotum meira en markverðir Stjörnunnar.Mörk Stjörnunnar:Sólveig Lára Kjærnested 8, Hanna G. Stefánsdóttir 7/3, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Mörk Fram:Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6/2, Steinunn Björnsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 2/1, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Sólveig Lára: Var kraftur í okkur allan tímann Sólveig Lára Kjærnested átti sinn besta leik í úrslitakeppninni þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram, 23-19, í fjórða leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Sólveig Lára spilaði undir pari í fyrstu tveimur leikjunum en var öflug í dag og skoraði átta mörk. „Við spiluðum frábæran varnarleik í byrjun leiks og markvarslan fylgdi með. Það hjálpaði okkur inn í leikinn,“ sagði Sólveig Lára sem var staðráðin í að láta til sín taka í dag. „Ég hafði engan áhuga á að koma inn í úrslitakeppnina og geta ekki neitt. Við þurfum að nýta það pláss sem skapast þegar Helena [Rut Örvarsdóttir] er tekin út. Mér fannst við gera það ágætlega í dag.“ Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-6, og náði mest níu marka forskoti, 17-9. Eftir það byrjaði Fram að saxa á forskotið en Sólveig Lára segist ekki hafa verið farin að hafa áhyggjur af mögulegri endurkomu gestanna. „Auðvitað hugsar maður alltaf til baka, til leikja sem við höfum misst niður forskot. Mér fannst við ekki á þeim buxunum í dag og það var kraftur í okkur allan tímann,“ sagði Sólveig Lára sem segir að Stjarnan geti bætt margt í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. „Klárlega, það eru fullt af atriðum. Núna förum við að skoða það og myndbandsvinnan fer í gang.“ Sólveig Lára segir að Stjarnan ætli sér að knýja fram oddaleik með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. „Markmiðið var bara að vinna þennan leik og koma okkur í leikinn á miðvikudaginn. Núna er bara nýtt markmið, að vinna þann leik og búa til alvöru keppni úr þessu,“ sagði Sólveig Lára að lokum.Steinunn: Hefðum getað keyrt meira á þær „Við byrjuðum leikinn hræðilega og þær komust einhverjum sjö mörkum yfir. Það var erfitt að vinna það upp,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, eftir tapið fyrir Stjörnunni. „Við hreyfðum okkur ekki nægilega vel í sókninni. Þær mættu okkur framarlega, við réðum illa við það og kláruðum illa í fyrri hálfleik,“ bætti Steinunn við. Hún var þó þokkalega sátt við varnarleik Fram í leiknum. „Vörnin hélt ágætlega allan leikinn að mínu mati. Auðvitað gerðum við mistök þar en þetta var aðallega sóknarleikurinn.“ Steinunn segir að Fram hefði getað spilað hraðari bolta í dag. „Mér fannst við geta keyrt meira á þær. Við duttum niður á þeirra leikplan. Við þurfum klárlega að skoða það fyrir næsta leik,“ sagði Steinunn. En er pressan komin aftur á Fram eftir þennan sigur Stjörnunnar? „Nei, alls ekki. Þetta eru bara jafnir leikir. Næsti leikur er bara úrslitaleikur um hvort við ætlum að ná í þann stóra eða ekki,“ sagði Steinunn. „Við þurfum klárlega að taka aðeins til hjá okkur og finna grimmdina og það sem við gerðum vel í fyrstu tveimur leikjunum aftur.“Halldór Harri: Vorum sjálfum okkur líkar Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sínar stúlkur í sigrinum á Fram í dag. „Við ákváðum það á fundi eftir síðasta leik að við ætluðum að mæta af krafti. Mér fannst við sjálfum okkur líkar í dag. Það var kraftur í okkur. Vörnin var góð og það skiluðu allir sínu. Til að vinna lið eins og Fram þarf það að vera til staðar,“ sagði Halldór Harri. „Planið var mjög svipað og í síðasta leik. En við komumst fyrr út og náðum að brjóta og búa til stemmningu. Staðan er 2-1 núna og þessi sigur skilar ekki neinu ef við erum ekki klárar í næsta leik.“ Halldór Harri kvaðst mjög sáttur með frammistöðu Sólveigar Láru Kjærnested, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í dag. „Mér fannst allar skila einhverju. Solla veit það manna best að hún var ekki búin að eiga sína bestu leiki en hún var lík sjálfri sér í dag,“ sagði Halldór Harri. En á Stjarnan eitthvað inni fyrir næsta leik? „Við eigum fullt inni. Ég vona bara innilega að Helena [Rut Örvarsdóttir] verði ekki veik í næsta leik líka. Hún var eitthvað slöpp og þurfti mikla hvíld. Vonandi fáum við svipaða frammistöðu og þá verður leikurinn á miðvikudaginn spennandi.“23-19 (Leik lokið): Stjarnan fagnar sigri. Þetta einvígi er ekki búið. Fjórði leikur liðanna er á miðvikudaginn.22-19 (59. mín): Hafdís minnkar muninn í þrjú mörk. Tíminn er samt of naumur fyrir endurkomu.22-17 (56. mín): Rakel Dögg skorar og geirneglir þetta, held ég. Hennar þriðja mark.21-17 (54. mín): Steinunn skorar eftir hraðaupphlaup og minnkar muninn í fjögur mörk. Fram er að gera þetta áhugavert.21-15 (52. mín): Frábær sókn hjá Stjörnunni. Rakel kemur á ferðinni, Sólveig Lára rykkir undir, fær boltann og skorar. Virkilega vel spilað.20-14 (50. mín): Heiða hefur átt frábæra innkomu í mark Stjörnunnar og varið þrjú skot síðan hún kom inn á. Stefán er búinn að kasta hvíta handklæðinu inn. Minni spámenn komnir inn hjá Fram.20-14 (48. mín): Marthe brennir af dauðafæri. Þetta ætlar ekki að ganga hjá Fram.19-14 (46. mín): Arna Þyrí skorar með skoti af gólfinu sem fer af vörninni og inn. Hafdís á samt að verja þetta. Halldór Harri tekur leikhlé. Stjörnuvörnin er ekki jafn þétt hér í seinni hálfleik og hún var í þeim fyrri. Stjarnan má ekki slaka á og hætta að sækja.19-13 (44. mín): Sigurbjörg skorar með skoti af gólfinu. Hennar fimmta mark. Það er spurning hvort Halldór Harri fari ekki að skipta um markvörð. Hafdís er aðeins búin að verja einn bolta í seinni hálfleik.18-12 (42. mín): Hildur lyftir sér upp og skorar! Kominn tími til. Stjörnuvörnin hefur manað hana til að skjóta allan leikinn. Guðrún Ósk ver svo frá Hönnu, Steinunn brunar fram og fiskar víti og tvær mínútur á Stefaníu. Sigurbjörg skorar úr vítinu. Fínn kafli hjá Fram.17-9 (38. mín): Steinunn skorar eftir hraðaupphlaup. Sennilega fyrsta mark Fram eftir hraðaupphlaup. Þau mörk hefur alveg vantað hjá gestunum.16-7 (36. mín): Sólveig Lára smeygir sér í gegn og skorar. Mjög vel spilað hjá Stjörnunni. Sólveig Lára er komin með fimm mörk, einu marki minna en Hanna sem er markahæst hjá Fram.14-6 (33. mín): Helena með frábæra línusendingu á Nataly sem klárar færið vel. Átta marka munur!13-6 (Seinni hálfleikur hafinn): Fyrsta sókn Fram fer forgörðum.13-6 (Fyrri hálfleik lokið): Stjarnan skorar tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og fer því með sjö marka forskot til búningsherbergja. Sanngjörn staða. Garðbæingar hafa verið miklu betri og varnarleikur liðsins er frábær. Fram getur þakkað Guðrúnu Ósk fyrir að munurinn sé ekki meiri.11-6 (28. mín): Sigurbjörg skorar úr víti. Munurinn er bara fimm mörk. Stjarnan á í miklum vandræðum í sókninni og vörnin er aðeins farin að opnast.11-4 (26. mín): Hafdís ver frá Ragnheiði. Hún er með hana í vasanum eins og í bikarúrslitaleiknum.10-4 (23. mín): Framvörnin er að þéttast og Stjarnan á ekki jafn auðvelt með að skora. Halldór Harri tekur leikhlé. Þrátt fyrir að Fram sé að tapa með sex hefur Guðrún Ósk varið níu skot. Það er henni að þakka að Fram er enn inni í leiknum.10-4 (21. mín): Hafdís ver frá Ragnheiði en Guðrún Þóra hirðir frákastið og skorar.9-3 (18. mín): Ragnheiður skorar úr víti og minnkar muninn í sex mörk. Stjarnan verður einni færri næstu tvær mínúturnar.9-2 (16. mín): Helena Rut rýkur út úr vörninni og stöðvar Ragnheiði áður en hún kemst í loftið. Stjörnuvörnin er rosaleg, Bubba-style!8-2 (13. mín): Sólveig Lára skorar með skoti af gólfinu og eykur muninn í sex mörk. Sólveig Lára er komin með þrjú mörk sem er mjög jákvætt fyrir heimakonur. Hún fann sig ekki í öðrum leiknum.7-2 (11. mín): Hafdís ver frá Ragnheiði og er svo fljót að hugsa, kastar boltanum fram á Hönnu sem skorar. Fimm marka munur! Stefán tekur leikhlé. Sóknarleikurinn hjá Fram er í tómu rugli.5-2 (9. mín): Rakel Dögg skorar sitt fyrsta mark og kemur Stjörnunni þremur mörkum yfir. Fimm Stjörnukonur eru komnar á blað.3-2 (7. mín): Tapaður bolti hjá Fram, Stjarnan fer í hraðaupphlaup og Stefanía skorar með því að vippa skemmtilega yfir Guðrúnu Ósk. Sigurbjörg svarar strax. Bæði mörk Fram hafa komið úr hraðri miðju.1-1 (5. mín): Sólveig Lára skorar fyrsta mark leiksins en Ragnheiður svarar að bragði með frábæru skoti upp í vinkilinn.0-0 (4. mín): Við bíðum enn eftir fyrsta markinu. Báðar varnir eru sterkar og markverðirnir vel með á nótunum.0-0 (1. mín): Leikurinn er ekki orðinn mínútu gamall og Guðrún Ósk er strax búin að verja þrjú skot í marki Fram.0-0 (Leikur hafinn): Stjarnan hefur leik. Stefanía, Helena, Rakel, Sólveig, Hanna og Elena byrja. Hafdís stendur í markinu.Fyrir leik:Mætingin hérna í Mýrinni er ömurleg, sérstaklega hjá Stjörnufólki. Ekkert nýtt þar reyndar. Leikir hérna fara oft nánast fram fyrir luktum dyrum.Fyrir leik:Þingmaðurinn Vilhjálmur Bjarnason er tímavörður hér í TM-höllinni eins og venjulega. Vonandi verður leikklukkan í lagi svo þetta verði ekki eins og í leik karlaliða Vals og FH í Valshöllinni í gær þar sem leikurinn var alltaf stopp vegna vandræða með klukkuna.Fyrir leik:Lið Fram er þannig skipað: 16 Heiðrún Dís Magnúsdóttir, 29 Guðrún Ósk Maríasdóttir, 2 Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, 4 Guðrún Þóra Hálfdánardóttir, 5 Hafdís Shizuka Iura, 8 Marthe Sördal, 9 Ragnheiður Júlíusdóttir, 10 Rebekka Rut Skúladóttir, 14 Sigurbjörg Jóhannsdóttir, 17 Elísabet Gunnarsdóttir, 19 Elva Þóra Arnardóttir, 20 Hildur Þorgeirsdóttir, 21 Steinunn Björnsdóttir, 27 Arna Þyrí Ólafsdóttir.Fyrir leik:Lið Stjörnunnar er þannig skipað: 12 Heiða Ingólfsdóttir, 16 Hafdís Renötudóttir, 3 Kristín Viðarsdóttir, 7 Esther Viktoría Ragnarsdóttir, 8 Aðalheiður Hreinsdóttir, 9 Aníta Theodórsdóttir, 11 Helena Rut Örvarsdóttir, 13 Sólveig Lára Kjærnested, 14 Stefanía Theodórsdóttir, 15 Hanna G. Stefánsdóttir, 17 Nataly Sæunn Valencia, 21 Elena Elísabet Birgisdóttir, 27 Rakel Dögg Bragadóttir, 29 Brynhildur Kjartansdóttir.Fyrir leik:Fram hefur 20 sinnum orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða. Fram varð síðast Íslandsmeistari 2013, einmitt eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaeinvígi. Stjarnan hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2009.Fyrir leik:Það hefur aðeins tvisvar sinnum gerst að lið komi til baka og vinni Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lent 2-0 undir. Í bæði skiptin voru Haukar að verki (1996 og 2002) og í bæði skiptin unnu Hafnfirðingar Stjörnuna. Hanna G. Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í aukahlutverki hjá Haukum 1996 en í lykilhlutverki 2002. Hún þekkir þessa stöðu því ansi vel.Fyrir leik:Fram vann fyrsta leikinn hér í Garðabænum, 24-25, þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Framkonur unnu svo leik tvö í Safamýrinni, 25-22. Fram hefur fengið mun betri markvörslu í leikjunum tveimur og Stjarnan þarf nauðsynlega á stórleik frá annað hvort Heiðu Ingólfsdóttur eða Hafdísi Renötudóttur að halda.Fyrir leik:Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, spáði í spilin í Fréttablaði gærdagsins. Hún er á því að Fram verði Íslandsmeistari, þó ekki endilega í dag.Fyrir leik:Stjarnan er í úrslitum fimmta árið í röð. Í fyrra lenti Stjarnan 2-0 undir gegn Gróttu en vann þriðja leikinn á Nesinu. Gróttukonur tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leiknum í Garðabænum. Stjörnukonur hafa væntanlega engan áhuga á því að horfa á mótherjann lyfta Íslandsbikarnum á sínum heimavelli fjórða árið í röð.Fyrir leik:Stjarnan lenti sem frægt er orðið 2-0 undir gegn Gróttu í undanúrslitunum eftir að hafa verið dæmdur ósigur í öðrum leik liðanna. Garðbæingar komu þá til baka, unnu síðustu þrjá leikina og tryggðu sér sæti í úrslitunum.Fyrir leik: Þetta er þriðji leikur liðanna en staðan er 2-0, Fram í vil. Með sigri í dag tryggja Framkonur sér því Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Góðan daginn og velkomin til leiks! Hér munum við fylgjast með viðureign Stjörnunnar og Fram í úrslitum Olís-deildar kvenna.
Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira