Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 100-92 | Grindvíkingar setjast í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2017 21:15 Dagur Kár Jónsson og félagar þurfa að verja heimavöllinn. vísir/stefán Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira