Handbolti

Íslensku örvhentu skytturnar samtals með 21 mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viggó skoraði 12 mörk og var markahæstur á vellinum.
Viggó skoraði 12 mörk og var markahæstur á vellinum. vísir/ernir
Viggó Kristjánsson fór á kostum og skoraði 12 mörk þegar Randers vann góðan sigur á Århus, 30-23, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta er það mesta sem Viggó hefur skorað í einum leik í vetur. Seltirningurinn var með frábæra skotnýtingu í leiknum; skoraði níu mörk úr 11 skotum utan af velli og nýtti öll þrjú vítin sín.

Önnur örvhent íslensk skytta, Ómar Ingi Magnússon, átti einnig skínandi leik. Ómar Ingi skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar. Honum voru þó aldrei þessu vant mislagðar hendur á vítalínunni en Ómar Ingi nýtti bara tvö af fimm vítum sínum.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Århus en Sigvaldi Guðjónsson komst ekki á blað. Arnór Freyr Stefánsson tókst ekki að verja eina vítið sem hann reyndi við í marki Randers.

Sigurinn dugði Randers ekki til að komast upp úr botnsætinu því Tonder vann Ribe-Esbjerg á sama tíma. Randers og Tonder mætast í næstu umferð.

Århus er í 11. sæti deildarinnar en liðinu hefur gengið illa að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×