Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2017 08:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær að spreyta sig gegn þeirri bestu í Ástralíu. mynd/gsí/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu. Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide. Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót. Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu. Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm. Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum. Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu. Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide. Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót. Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu. Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm. Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum.
Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00
Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00
Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48
Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42