Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, á fundinum í gær. Vísir/Vilhelm Rétt ríflega 150 milljónum var úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ í gær fyrir árið 2017 en um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og Íþrótta- og Ólympíusambandsins tekur gildi í vor. Afrekssjóðurinn mun hækka um 100 milljónir króna á ári næstu þrjú árin og verður 400 milljónir þegar úthlutað verður fyrir 2019. Öll 26 sérsamböndin sem sóttu um styrk fengu úthlutun en þó mismikla eins og gefur að skilja. Sérsamböndin sjálf fá peningana en ekki einstakir íþróttamenn. Hæstu styrki hljóta þau sambönd sem eru með lið í lokamótum stórmóta. HSÍ fékk langmest eða 28 milljónir og körfuboltinn 18 milljónir.Karfan vill tvöfalt meira „Við erum bjartsýn á að fá stóran hlut af nýju 100 milljónunum sem verður úthlutað eftir íþróttaþingið. Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum króna á þessu ári. Það eru 100 milljónir eftir og ég reikna með því að við fáum allavega 15-20 milljónir í viðbót,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, en KKÍ er á leið á lokamót með A-landslið karla líkt og HSÍ í næstu viku. Verkefni sambandanna á árinu eru svipuð og skilur körfuboltaformaðurinn því ekki alveg þennan tíu milljóna króna mun. „Þessar 35 milljónir eru það sem við þurfum og því gerum við ráð fyrir því að fá þær. Starfið okkar hefur verið öflugt á síðustu árum og vaxtarverkirnir vegna góðs árangurs á skömmum tíma. Þetta er því allt mjög kostnaðarsamt,“ segir Hannes.Tímamótasamningur var undirritaður í sumar um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi.Vísir/StefánNærri því sem þarf til Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, segir vinnu vegna nýs regluverks, er varðar úthlutun fjármagns þegar nýr samningur tekur gildi, standa yfir og vonast til að hún verði kláruð í kringum íþróttaþingið í maí. Hann fagnar því, eins og gefur að skilja, að geta sett meiri peninga í íslenskt afreksstarf og að tölurnar hækki á komandi árum. ÍSÍ færist nær því að geta úthlutað því sem til þarf miðað við útreikninga sem gerðir voru. „Við erum minni þjóð og getum aldrei jafnað framlag þjóðanna í kringum okkur. Við erum að komast eins nálægt því og við getum á þessari stundu. Við létum reikna út fjárþörfina sem er talin 650 milljónir króna að teknu tilliti til stærðar okkar. Það er mjög stórt skref að komast í 400 milljónir á næstu tveimur árum,“ segir Lárus.Fimleikafólkið ósátt Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, rauk út af fundinum þegar dagskrá var lokið en hún var verulega ósátt við úthlutunina. Fimleikarnir fengu sjöundu hæstu upphæðina. „Við erum að fá minna en samband [KSÍ] sem greiðir sínum keppendum bónusa. Þá fer maður að velta fyrir sér hvort afrekssjóður ÍSÍ sé hugsaður þannig að hægt sé að greiða bónusa með honum. Við viljum fá meira gagnsæi á hvernig þessu er úthlutað en þá yrðu allir sáttari,“ segir Sólveg við íþróttadeild. Hún vonast eftir skýrara regluverki þegar kemur að úthlutun eftir að nýr samningur tekur gildi. „Þegar kemur að þessu myndi ég kalla eftir skýrum reglum sem væru mjög gegnsæjar. Nú er sjóðurinn að stækka og það er ótrúlega mikið fagnaðarefni að það sé að gerast. Það má hrósa Íþrótta- og Ólympíusambandinu og forseta þess vel fyrir góð störf þar, en þegar maður sér þessa úthlutun núna hræðist maður svolítið hvað gerist. Gegnsæi númer eitt, tvö og þrjú mun breyta ótrúlega miklu,“ segir Sólveig Jónsdóttir. Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Rétt ríflega 150 milljónum var úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ í gær fyrir árið 2017 en um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og Íþrótta- og Ólympíusambandsins tekur gildi í vor. Afrekssjóðurinn mun hækka um 100 milljónir króna á ári næstu þrjú árin og verður 400 milljónir þegar úthlutað verður fyrir 2019. Öll 26 sérsamböndin sem sóttu um styrk fengu úthlutun en þó mismikla eins og gefur að skilja. Sérsamböndin sjálf fá peningana en ekki einstakir íþróttamenn. Hæstu styrki hljóta þau sambönd sem eru með lið í lokamótum stórmóta. HSÍ fékk langmest eða 28 milljónir og körfuboltinn 18 milljónir.Karfan vill tvöfalt meira „Við erum bjartsýn á að fá stóran hlut af nýju 100 milljónunum sem verður úthlutað eftir íþróttaþingið. Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum króna á þessu ári. Það eru 100 milljónir eftir og ég reikna með því að við fáum allavega 15-20 milljónir í viðbót,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, en KKÍ er á leið á lokamót með A-landslið karla líkt og HSÍ í næstu viku. Verkefni sambandanna á árinu eru svipuð og skilur körfuboltaformaðurinn því ekki alveg þennan tíu milljóna króna mun. „Þessar 35 milljónir eru það sem við þurfum og því gerum við ráð fyrir því að fá þær. Starfið okkar hefur verið öflugt á síðustu árum og vaxtarverkirnir vegna góðs árangurs á skömmum tíma. Þetta er því allt mjög kostnaðarsamt,“ segir Hannes.Tímamótasamningur var undirritaður í sumar um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi.Vísir/StefánNærri því sem þarf til Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, segir vinnu vegna nýs regluverks, er varðar úthlutun fjármagns þegar nýr samningur tekur gildi, standa yfir og vonast til að hún verði kláruð í kringum íþróttaþingið í maí. Hann fagnar því, eins og gefur að skilja, að geta sett meiri peninga í íslenskt afreksstarf og að tölurnar hækki á komandi árum. ÍSÍ færist nær því að geta úthlutað því sem til þarf miðað við útreikninga sem gerðir voru. „Við erum minni þjóð og getum aldrei jafnað framlag þjóðanna í kringum okkur. Við erum að komast eins nálægt því og við getum á þessari stundu. Við létum reikna út fjárþörfina sem er talin 650 milljónir króna að teknu tilliti til stærðar okkar. Það er mjög stórt skref að komast í 400 milljónir á næstu tveimur árum,“ segir Lárus.Fimleikafólkið ósátt Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, rauk út af fundinum þegar dagskrá var lokið en hún var verulega ósátt við úthlutunina. Fimleikarnir fengu sjöundu hæstu upphæðina. „Við erum að fá minna en samband [KSÍ] sem greiðir sínum keppendum bónusa. Þá fer maður að velta fyrir sér hvort afrekssjóður ÍSÍ sé hugsaður þannig að hægt sé að greiða bónusa með honum. Við viljum fá meira gagnsæi á hvernig þessu er úthlutað en þá yrðu allir sáttari,“ segir Sólveg við íþróttadeild. Hún vonast eftir skýrara regluverki þegar kemur að úthlutun eftir að nýr samningur tekur gildi. „Þegar kemur að þessu myndi ég kalla eftir skýrum reglum sem væru mjög gegnsæjar. Nú er sjóðurinn að stækka og það er ótrúlega mikið fagnaðarefni að það sé að gerast. Það má hrósa Íþrótta- og Ólympíusambandinu og forseta þess vel fyrir góð störf þar, en þegar maður sér þessa úthlutun núna hræðist maður svolítið hvað gerist. Gegnsæi númer eitt, tvö og þrjú mun breyta ótrúlega miklu,“ segir Sólveig Jónsdóttir.
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira