Gamall Arsenal-maður með þrennu fyrir Þjóðverja | Úrslitin í undakeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 22:00 Serge Gnabry fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira