Englendingar kalla þetta versta tapið frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 27. júní 2016 21:13 Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands. Vísir/Getty Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47