Gætu rafrettur orðið bylting í tóbaksvarnarmálum? Una Sighvatsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 10:37 Hart er deilt um rafrettuna, skaðleysi þeirra eða skaðsemi, í vísindaheiminum í dag. Á meðan sumir vilja hafa varann á og hefta útbreiðslu hennar eru aðrir sem segja rafrettuna bjarga mannslífum. Atli Már Ingvarsson var stórreykingamaður frá unga aldri. Hann segir að lífsgæði sín hafi batnað til muna eftir að honum tókst að snúa baki við tóbakinu, með hjálp rafrettunnar. „Ég reykti tvo pakka af kamel filterslausum í 43-4 ár og var náttúrulega kominn með astma og ýmsa sjúkdóma sem eru tengdir því," segir Atli Már sem gegnum tíðina hafði gert ýmsar misheppnaðar tilraunir til að hætta að reykja. „Ég var búinn að fara í nálastungur nokkrum sinnum, dáleiðslu, heilun, allan þennan pakka og alltaf gefast upp."Atli Már Ingvarsson var stórreykingamaður í fjóra áratugi en tókst að hætta með hjálp rafrettunnar.Fyrir um ári prófaði hann rafrettuna þar sem hann sýgur gufu meðýmsum bragðtegundum. Hann segir astmaeinkenninn nánast horfin en bragð- og lyktarskyn sé snúið aftur. Og sígaretturnar heyra sögunni til. „Ég snerti þær ekki og þær eru ekki reyktar á mínu heimili. Við reyndum bæði hjónin, en erum bæði komin í þetta,“ segir Atli Már og bætir við að hann sé sannfærður um að rafrettur geti reynst fleirum þarfaþing. „Ég er ekki nokkrum vafa um það. Fyrst hún gat hjálpað mér að hætta að reykja þá getur hún hjálpað fleirum, ég var vonlaust „keis"."Sala á rafrettum hefur margfaldast á stuttum tíma og er því spáð að sá vöxtur haldi áfram.Rafrettur eru nýleg uppfinning en notkun þeirra hefur aukist hratt áörfáum árum. Í Bandaríkjunum velti sala á rafrettum tæpum tvöhundruð milljónum dala fyrir fimm árum, en spáð hefur verið að sölutölurnar verði nær tíu milljörðum dala á næsta ári. Sumir eru uggandi yfir þessu, því langtímaáhrif neyslunnar eru ekki ljós. Til skoðunar eru hertar reglugerðir um notkun þeirra, en þeir eru líka til sem telja rafretturnar byltingu í tóbaksvörnum. Einn af þeim er Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir sem skrifað hefur greinar í Fréttablaðið um málið að undanförnu. Sjá:Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Lokataflið: Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég95% skaðlausari en reykingar Guðmundur Karl telur að farsæl lausn gæti verið ekki aðeisn að leyfa sölu á níkótíni í rafrettur sem neytendavörur, heldur að innleiða uppáskrif á n.k. „níkóseðlum", ekki ósvipað hreyfiseðlum, sem meðferð til að hætta að reykjaGuðmundur Karl Snæbjörnsson læknir telur rafrettur byltingarkennt tækifæri til að útrýma tóbaksreykingum og bjarga þannig mannslífum.„Við erum núna komin með tæki sem við getum boðið fólki og sem við eigum að bjóða þeim. Heilbrigðisyfirvöld eiga að hafa stefnu, skýra stefnu, um að bjóða fólki upp á þetta. Annars væri eins og við værum að neita fólki um afvötnun, áfengissjúklingum á afvötnunarstöðvunum okkar. Dettur einhverjum það í hug? Þetta er ekkert ósvipað." Rannsóknir hafa sýnt að um þriðjungur reykingamanna sem byrja að nota rafrettur hætta tóbaksreykingum innan sex mánaða. Því má færa rök fyrir því að rafrettur gætu bjargað mannslífum því tóbak dregur um helminga neytenda þess til dauða. Guðmundur Karl segir að þeir sem berjist gegn rafrettunni beiti fyrir sig hræðsluáróðri. „Þetta er bara á markaðnum, og bjóðum hana velkomna." Rafrettur Tengdar fréttir „Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“ Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. 5. febrúar 2016 14:28 Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00 Twitter fór á hliðina þegar DiCaprio mætti með rafsígó á rauða dregilinn Rafsígarettur virðast vera allstaðar og njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan. 2. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Hart er deilt um rafrettuna, skaðleysi þeirra eða skaðsemi, í vísindaheiminum í dag. Á meðan sumir vilja hafa varann á og hefta útbreiðslu hennar eru aðrir sem segja rafrettuna bjarga mannslífum. Atli Már Ingvarsson var stórreykingamaður frá unga aldri. Hann segir að lífsgæði sín hafi batnað til muna eftir að honum tókst að snúa baki við tóbakinu, með hjálp rafrettunnar. „Ég reykti tvo pakka af kamel filterslausum í 43-4 ár og var náttúrulega kominn með astma og ýmsa sjúkdóma sem eru tengdir því," segir Atli Már sem gegnum tíðina hafði gert ýmsar misheppnaðar tilraunir til að hætta að reykja. „Ég var búinn að fara í nálastungur nokkrum sinnum, dáleiðslu, heilun, allan þennan pakka og alltaf gefast upp."Atli Már Ingvarsson var stórreykingamaður í fjóra áratugi en tókst að hætta með hjálp rafrettunnar.Fyrir um ári prófaði hann rafrettuna þar sem hann sýgur gufu meðýmsum bragðtegundum. Hann segir astmaeinkenninn nánast horfin en bragð- og lyktarskyn sé snúið aftur. Og sígaretturnar heyra sögunni til. „Ég snerti þær ekki og þær eru ekki reyktar á mínu heimili. Við reyndum bæði hjónin, en erum bæði komin í þetta,“ segir Atli Már og bætir við að hann sé sannfærður um að rafrettur geti reynst fleirum þarfaþing. „Ég er ekki nokkrum vafa um það. Fyrst hún gat hjálpað mér að hætta að reykja þá getur hún hjálpað fleirum, ég var vonlaust „keis"."Sala á rafrettum hefur margfaldast á stuttum tíma og er því spáð að sá vöxtur haldi áfram.Rafrettur eru nýleg uppfinning en notkun þeirra hefur aukist hratt áörfáum árum. Í Bandaríkjunum velti sala á rafrettum tæpum tvöhundruð milljónum dala fyrir fimm árum, en spáð hefur verið að sölutölurnar verði nær tíu milljörðum dala á næsta ári. Sumir eru uggandi yfir þessu, því langtímaáhrif neyslunnar eru ekki ljós. Til skoðunar eru hertar reglugerðir um notkun þeirra, en þeir eru líka til sem telja rafretturnar byltingu í tóbaksvörnum. Einn af þeim er Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir sem skrifað hefur greinar í Fréttablaðið um málið að undanförnu. Sjá:Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Lokataflið: Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég95% skaðlausari en reykingar Guðmundur Karl telur að farsæl lausn gæti verið ekki aðeisn að leyfa sölu á níkótíni í rafrettur sem neytendavörur, heldur að innleiða uppáskrif á n.k. „níkóseðlum", ekki ósvipað hreyfiseðlum, sem meðferð til að hætta að reykjaGuðmundur Karl Snæbjörnsson læknir telur rafrettur byltingarkennt tækifæri til að útrýma tóbaksreykingum og bjarga þannig mannslífum.„Við erum núna komin með tæki sem við getum boðið fólki og sem við eigum að bjóða þeim. Heilbrigðisyfirvöld eiga að hafa stefnu, skýra stefnu, um að bjóða fólki upp á þetta. Annars væri eins og við værum að neita fólki um afvötnun, áfengissjúklingum á afvötnunarstöðvunum okkar. Dettur einhverjum það í hug? Þetta er ekkert ósvipað." Rannsóknir hafa sýnt að um þriðjungur reykingamanna sem byrja að nota rafrettur hætta tóbaksreykingum innan sex mánaða. Því má færa rök fyrir því að rafrettur gætu bjargað mannslífum því tóbak dregur um helminga neytenda þess til dauða. Guðmundur Karl segir að þeir sem berjist gegn rafrettunni beiti fyrir sig hræðsluáróðri. „Þetta er bara á markaðnum, og bjóðum hana velkomna."
Rafrettur Tengdar fréttir „Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“ Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. 5. febrúar 2016 14:28 Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00 Twitter fór á hliðina þegar DiCaprio mætti með rafsígó á rauða dregilinn Rafsígarettur virðast vera allstaðar og njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan. 2. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
„Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“ Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. 5. febrúar 2016 14:28
Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00
Twitter fór á hliðina þegar DiCaprio mætti með rafsígó á rauða dregilinn Rafsígarettur virðast vera allstaðar og njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan. 2. febrúar 2016 15:30