Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2016 13:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ekki bjóða sig fram til forseta að nýju. Ólafur Ragnar greindi frá þessu í nýársávarpi sínu nú fyrir stundu. Forsetinn sagði að væri hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forsetans á aðrar herðar og því hefði hann ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Hann sagði þó að kraftar hans yrðu þó áfram helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Rökstuðningur forsetans Ólafur Ragnar sagði að þjóðinni hefði þrátt fyrir allt miðað vel frá því að hann og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fluttust á Bessastaði árið 1996. Þjóðin hefði leyst úr flestum þrautum sem vegferðin hefur fært henni í hendur. „Sú óvissa sem fyrir nokkrum árum mótaði afstöðu margra til forsetakjörsins sem þá var í vændum er ekki lengur fyrir hendi. Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og úrskurðar EFTA dómstóls. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferðnema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu. Uppgjör vegna hinna föllnu banka og afnám hafta í viðskiptum við önnur lönd eru senn í höfn; breið samstaða bæði innan þings og utan um lokaáfanga á þeirri braut. Deilurnar um uppstokkun á stjórnskipun landsins hafa vikið fyrir sátt um að velja heldur einstaka þætti sem njóta myndu víðtæks stuðnings; setja í forgang ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðareign á auðlindum. Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga. Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, með orðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríki óvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds á komandi árum. Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs. Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en um langan tíma. Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði forsetinn.Forsetakosningar 25. júní Fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars rennur út í júlílok á þessu ári og verða forsetakosningar haldnar þann 25. júní 2016. Hann er fimmti forseti lýðveldisins, var fyrst kjörinn árið 1996 og hefur því setið á stóli forseta í tæp tuttugu ár. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sem birist í síðustu viku sögðust um 48 prósent aðspurðra ánægð með störf Ólafs Ragnars í embætti forseta. 25 prósent sögðust óánægð en um 27 prósent sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf hans. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ekki bjóða sig fram til forseta að nýju. Ólafur Ragnar greindi frá þessu í nýársávarpi sínu nú fyrir stundu. Forsetinn sagði að væri hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forsetans á aðrar herðar og því hefði hann ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Hann sagði þó að kraftar hans yrðu þó áfram helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Rökstuðningur forsetans Ólafur Ragnar sagði að þjóðinni hefði þrátt fyrir allt miðað vel frá því að hann og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fluttust á Bessastaði árið 1996. Þjóðin hefði leyst úr flestum þrautum sem vegferðin hefur fært henni í hendur. „Sú óvissa sem fyrir nokkrum árum mótaði afstöðu margra til forsetakjörsins sem þá var í vændum er ekki lengur fyrir hendi. Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og úrskurðar EFTA dómstóls. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferðnema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu. Uppgjör vegna hinna föllnu banka og afnám hafta í viðskiptum við önnur lönd eru senn í höfn; breið samstaða bæði innan þings og utan um lokaáfanga á þeirri braut. Deilurnar um uppstokkun á stjórnskipun landsins hafa vikið fyrir sátt um að velja heldur einstaka þætti sem njóta myndu víðtæks stuðnings; setja í forgang ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðareign á auðlindum. Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga. Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, með orðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríki óvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds á komandi árum. Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs. Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en um langan tíma. Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði forsetinn.Forsetakosningar 25. júní Fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars rennur út í júlílok á þessu ári og verða forsetakosningar haldnar þann 25. júní 2016. Hann er fimmti forseti lýðveldisins, var fyrst kjörinn árið 1996 og hefur því setið á stóli forseta í tæp tuttugu ár. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sem birist í síðustu viku sögðust um 48 prósent aðspurðra ánægð með störf Ólafs Ragnars í embætti forseta. 25 prósent sögðust óánægð en um 27 prósent sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf hans.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31
Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði