Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 14:40 Breiðablik fær í dag norska sóknarmanninn Tor André Skimmeland á reynslu sem og Danann Johannes Ritter. Skimmeland er fæddur 1996 og kemur frá Haugesund en Ritter er leikmaður Nordsjælland í Danmörku, fæddur 1995. „Þetta kemur til vegna þess að við erum að skoða í kringum okkur. Norðmaðurinn kemur í gegnum umboðsmann sem mælir með honum en Óli Kristjáns benti okkur og Ritter,“ segir Arnar Grétarsson í samtali við Vísi. Skimmeland hefur ekki náð að festa sér sæti í leikmannahópi Haugesund, en hann er U19 ára landsliðsmaður Noregs. Ritter hefur ekki enn spilað aðalliðssleik fyrir Nordsjælland. „Þetta eru ungir strákar en engu að síður ef menn eru 19-20 ára gamlir og góðir í fótbolta þá eru þeir bara tilbúnir,“ segir Arnar sem vildi síður vera í þeim pakka að fá menn á reynslu í glugganum. „Auðvitað vill maður frekar fá eitthvað sem maður þekkir 100 prósent úr deildinni,“ segir Arnar, en Blikar héldu sig vera búna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR áður en hann ákvað að vera áfram í Vesturbænum. „Við erum að skoða aðra möguleika líka en það er ekkert auðvelt að fá menn úr öðrum liðum hérna heima. Það eru margir öflugir spilarar í 1. deildinni til dæmis en þar eru liðin síður tilbúin að láta menn fara þegar þau eru í baráttu um eitthvað,“ segir Arnar. „Það er alltaf ákveðin hætta í þessu og auðvitað er ekkert besta aðstaðan að vera fá menn á reynslu og svo eiga þeir eftir að aðlagast öllu. Það er bara ekkert annað inn í myndinni núna,“ segir Arnar Grétarsson. Hvorki Skimmeland né Ritter eru hreinræktaðir framherjar heldur geta þeir spilað kantstöðurnar og leyst af fremst á miðju, að sögn Arnars Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Breiðablik fær í dag norska sóknarmanninn Tor André Skimmeland á reynslu sem og Danann Johannes Ritter. Skimmeland er fæddur 1996 og kemur frá Haugesund en Ritter er leikmaður Nordsjælland í Danmörku, fæddur 1995. „Þetta kemur til vegna þess að við erum að skoða í kringum okkur. Norðmaðurinn kemur í gegnum umboðsmann sem mælir með honum en Óli Kristjáns benti okkur og Ritter,“ segir Arnar Grétarsson í samtali við Vísi. Skimmeland hefur ekki náð að festa sér sæti í leikmannahópi Haugesund, en hann er U19 ára landsliðsmaður Noregs. Ritter hefur ekki enn spilað aðalliðssleik fyrir Nordsjælland. „Þetta eru ungir strákar en engu að síður ef menn eru 19-20 ára gamlir og góðir í fótbolta þá eru þeir bara tilbúnir,“ segir Arnar sem vildi síður vera í þeim pakka að fá menn á reynslu í glugganum. „Auðvitað vill maður frekar fá eitthvað sem maður þekkir 100 prósent úr deildinni,“ segir Arnar, en Blikar héldu sig vera búna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR áður en hann ákvað að vera áfram í Vesturbænum. „Við erum að skoða aðra möguleika líka en það er ekkert auðvelt að fá menn úr öðrum liðum hérna heima. Það eru margir öflugir spilarar í 1. deildinni til dæmis en þar eru liðin síður tilbúin að láta menn fara þegar þau eru í baráttu um eitthvað,“ segir Arnar. „Það er alltaf ákveðin hætta í þessu og auðvitað er ekkert besta aðstaðan að vera fá menn á reynslu og svo eiga þeir eftir að aðlagast öllu. Það er bara ekkert annað inn í myndinni núna,“ segir Arnar Grétarsson. Hvorki Skimmeland né Ritter eru hreinræktaðir framherjar heldur geta þeir spilað kantstöðurnar og leyst af fremst á miðju, að sögn Arnars
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira