Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:00 Framtíð erlendra leikmanna í Domino's-deild karla verður til umræðu á ársþingi KKÍ. Nú gæti Könum fjölgað í deildinni. Vísir/Davíð Þór Guðlaugsson Enn eina ferðina verða útlendingamálin í körfuboltanum til umræðu á ársþingi KKÍ sem hefst í dag með nefndavinnu. Þrjú lið leggja fram tillögur sem myndu fjölga erlendum leikmönnum í deildinni, en undanfarin tvö ár hefur verið notast við 4+1-regluna. Hún felur í sér að aðeins megi einn leikmaður sem ekki er íslenskur ríkisborgari vera inni á vellinum hverju sinni. Þessu vilja Höttur frá Egilsstöðum, Keflavík og KFÍ á Ísafirði breyta. Tillaga Keflavíkur og Hattar er svipuð. Í grunninn vilja liðin leyfa tvo erlenda leikmenn inni á vellinum í einu, en þannig var reglan áður en farið var í fjóra plús einn. Þá skiptir engu máli hvort leikmaðurinn sé Bandaríkjamaður eða innan FIBA Europe-landanna, svokallaður Bosman-leikmaður. Verði tillaga KFÍ samþykkt mega liðin nota einn Bandaríkjamann inn á hverju sinni og ótakmarkaðan fjölda Bosman-leikmanna.Bestu Íslendingarnir vinna „Ástæðan fyrir þessu er, eins og kemur fram í greinargerðinni, að við vildum auka gæðin aðeins í deildinni,“ segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við erum líka í rauninni að svara kalli landsbyggðarinnar sem hefur ekki sömu möguleika og Reykjavíkur- og Suðurnesjaliðin að fá til sín íslenska leikmenn,“ segir Sævar. Hann segir það ekki öllu máli skipta hvort útlendingarnir séu einn eða tveir, það lið sem hefur bestu Íslendingana vinnur alltaf. „Sama hver reglan er vinnur liðið með bestu íslensku leikmennina og þannig hefur það verið undanfarin 30 ár. Sjáðu bara KR-liðið síðustu tvö ár, Grindavík á undan því, Snæfell 2010 og Keflavíkurliðið 2003-2005. Þessi lið hefðu alltaf unnið sama hvort það væru einn eða tveir Kanar leyfðir,“ segir Sævar.Bosman ekki sama og Kani Sævar segist ekki vita hvort tillaga Keflvíkinga og Hattarmanna fái hljómgrunn á ársþinginu. „Við erum bara að setja þetta fram þannig að þetta verði rætt,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti og vafalítið ekki það síðasta sem tekist verður á um útlendingamálin í íslenska körfuboltanum. „Persónulega hallast ég að Kana plús Bosman, svona þegar horft er til laganna. Svo hafa Bosman-leikmenn ekki alveg sama gildi og bandarísku leikmennirnir. Það er auðvitað hægt að sjá kosti og galla á þessu öllu,“ segir Sævar, en hann er lögfræðingur. „Það er samt ekkert mál ef menn vilja halda þessu óbreyttu í tvö ár ef vilji er til þess. Maður vill bara fara að sjá eitthvað ákveðið og reyna að halda í það í lengri tíma,“ segir Sævar Sævarsson.Lagaflækja Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, treystir sér ekki til að segja hvaða lending sé líklegust. „Þetta er alveg 50-50. Það sem maður heyrir er að reglan haldist óbreytt eða það verði Kani og opið fyrir Bosman-leikmenn. Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt í þessu,“ segir Hannes. Talsmenn þess að leyfa Bosman-leikmenn beita margir hverjir þeim rökum að ekki sé hægt að takmarka þá þar sem í raun og veru sé þá verið að hindra menn í að fá vinnu á frjálsum evrópskum vinnumarkaði. „Í þessum reglum og tillögum er bara verið að tala um hve margar íslenskar kennitölur mega vera inni á vellinum hverju sinni. Lið mega semja við fleiri Bosman-leikmenn. Þess vegna er þetta lagaflækja sem enginn treystir sér í. Þetta er líka eitthvað sem menn eru að takast á um í hinum evrópska körfuboltaheimi,“ segir Hannes S. Jónsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Enn eina ferðina verða útlendingamálin í körfuboltanum til umræðu á ársþingi KKÍ sem hefst í dag með nefndavinnu. Þrjú lið leggja fram tillögur sem myndu fjölga erlendum leikmönnum í deildinni, en undanfarin tvö ár hefur verið notast við 4+1-regluna. Hún felur í sér að aðeins megi einn leikmaður sem ekki er íslenskur ríkisborgari vera inni á vellinum hverju sinni. Þessu vilja Höttur frá Egilsstöðum, Keflavík og KFÍ á Ísafirði breyta. Tillaga Keflavíkur og Hattar er svipuð. Í grunninn vilja liðin leyfa tvo erlenda leikmenn inni á vellinum í einu, en þannig var reglan áður en farið var í fjóra plús einn. Þá skiptir engu máli hvort leikmaðurinn sé Bandaríkjamaður eða innan FIBA Europe-landanna, svokallaður Bosman-leikmaður. Verði tillaga KFÍ samþykkt mega liðin nota einn Bandaríkjamann inn á hverju sinni og ótakmarkaðan fjölda Bosman-leikmanna.Bestu Íslendingarnir vinna „Ástæðan fyrir þessu er, eins og kemur fram í greinargerðinni, að við vildum auka gæðin aðeins í deildinni,“ segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við erum líka í rauninni að svara kalli landsbyggðarinnar sem hefur ekki sömu möguleika og Reykjavíkur- og Suðurnesjaliðin að fá til sín íslenska leikmenn,“ segir Sævar. Hann segir það ekki öllu máli skipta hvort útlendingarnir séu einn eða tveir, það lið sem hefur bestu Íslendingana vinnur alltaf. „Sama hver reglan er vinnur liðið með bestu íslensku leikmennina og þannig hefur það verið undanfarin 30 ár. Sjáðu bara KR-liðið síðustu tvö ár, Grindavík á undan því, Snæfell 2010 og Keflavíkurliðið 2003-2005. Þessi lið hefðu alltaf unnið sama hvort það væru einn eða tveir Kanar leyfðir,“ segir Sævar.Bosman ekki sama og Kani Sævar segist ekki vita hvort tillaga Keflvíkinga og Hattarmanna fái hljómgrunn á ársþinginu. „Við erum bara að setja þetta fram þannig að þetta verði rætt,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti og vafalítið ekki það síðasta sem tekist verður á um útlendingamálin í íslenska körfuboltanum. „Persónulega hallast ég að Kana plús Bosman, svona þegar horft er til laganna. Svo hafa Bosman-leikmenn ekki alveg sama gildi og bandarísku leikmennirnir. Það er auðvitað hægt að sjá kosti og galla á þessu öllu,“ segir Sævar, en hann er lögfræðingur. „Það er samt ekkert mál ef menn vilja halda þessu óbreyttu í tvö ár ef vilji er til þess. Maður vill bara fara að sjá eitthvað ákveðið og reyna að halda í það í lengri tíma,“ segir Sævar Sævarsson.Lagaflækja Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, treystir sér ekki til að segja hvaða lending sé líklegust. „Þetta er alveg 50-50. Það sem maður heyrir er að reglan haldist óbreytt eða það verði Kani og opið fyrir Bosman-leikmenn. Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt í þessu,“ segir Hannes. Talsmenn þess að leyfa Bosman-leikmenn beita margir hverjir þeim rökum að ekki sé hægt að takmarka þá þar sem í raun og veru sé þá verið að hindra menn í að fá vinnu á frjálsum evrópskum vinnumarkaði. „Í þessum reglum og tillögum er bara verið að tala um hve margar íslenskar kennitölur mega vera inni á vellinum hverju sinni. Lið mega semja við fleiri Bosman-leikmenn. Þess vegna er þetta lagaflækja sem enginn treystir sér í. Þetta er líka eitthvað sem menn eru að takast á um í hinum evrópska körfuboltaheimi,“ segir Hannes S. Jónsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira