Stangveiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Nú eru lokatölur komnar úr nokkrum ánum og veiði að ljúka í laxánum nema Rangánum og Vatnsá. Sumarið er líklega það fjórða eða fimmta besta frá upphafi mælinga svo að veiðimenn mega vel við una. Veiði 26.9.2011 08:59 Fréttir úr Fossálum Fossálar eru að gefa mjög vel og eru hollin sem hitta á réttu aðstæðurnar að fá jafna og góða veiði. Menn sem voru í síðustu viku að veiða fengu 14 sjóbirtinga. Næsta holl þar á eftir lenti í miklum vatnavöxtum og fékk 3 birtinga. Þá komu menn sem voru að um helgina og fengu 11 sjóbirtinga. Í því holli fengust fiskar á veiðistöðum nr. 4, fimm fiskar komu á land á veiðistað nr. 8, þá nr.12, 18 og 19. Uppistaðan í aflanum var 5-8 pund Veiði 26.9.2011 08:54 Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Við fáum fréttir þessa dagana af fínni veiði á öllum okkar sjóbirtingssvæðum fyrir austan og er Grenlækur sv. 4 engin undantekning þar á. Þeir veiðimenn sem voru við veiðar á 18-20 sept. fengu 28 fallega sjóbirtinga. Allur fiskurinn var nýgenginn og og flestir 3-5 pund. Stærstur var 7 punda fiskur sem veiddur var í gamla árfarveginum. Mest fékkst út á flóðinu sjálfu og var hann allur veiddur á spón. Þess má einnig geta að félagið er nýbúið að koma litlum bát á svæðið til að auðvelda mönnum að komast um flóðið. Veiði 26.9.2011 08:50 Tungufljót að taka við sér Tungufljót í Skaftafellssýslu er að taka við sér. Hollið sem var við veiðar fram á hádegi í gær fékk 17 fiska, og var einn lax í aflanum. Veiði 24.9.2011 17:56 Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Veiði 23.9.2011 09:37 Misskipt veðurguða gæðum Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Veiði 23.9.2011 09:33 Ólíku saman að jafna í Dölunum Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær gefið 211 laxa, og samkvæmt veiðimönnum er nokkuð af laxi í ánni. Það sama verður ekki sagt um nágrannaána Laxá í Dölum. Veiði 23.9.2011 09:31 Dunká komin til SVFR Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Veiði 22.9.2011 13:34 Gott skot í Kjósinni Lítið hefur rignt í Kjósinni þetta sumarið en áin fór í flóð og litaðist fyrst 16. september. Fjögurra daga holl sem var við veiðar 15. – 19. september skilaði 125 fiskum og veiddust 60 síðasta daginn. Veiðimennirnir voru breskir og samanstóð aflinn af 103 löxum og 22 sjóbirtingum yfir 2 kg, 120 var sleppt. Enn er góð veiði og nálgast áin 1000 laxa það sem af er sumri. Veiði 22.9.2011 09:38 Affallið í um 500 löxum Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Veiði 22.9.2011 09:13 Mynd af stórlaxinum í Kjarrá Nú síðsumars birtust fregnir á ýmsum vefmiðlum um að 116 sentimetra lax hefði veiðst í Kjarrá í lok sumars. Fréttunum fylgdi hins vegar alltaf sú saga að veiðimaðurinn vildi ekki birta mynd af laxinum. Fréttablaðið hefur nú náð tali af manninum, sem vildi ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Hann gaf þó góðfúslega leyfi til birtingar á myndinni. Veiði 21.9.2011 22:13 Gæsin seinna á ferð í ár Gæsin er um það bil mánuði seinna á ferð en venjulega í hefðbundnum haustundirbúningi sínum. Veiðitímabilið hófst 20. ágúst en þá var enn mikið af ungum á heiðum og gæsin var lítið farin að hópa sig niður á láglendið. Veiði 21.9.2011 22:13 Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Sjóbirtingsveiðin er aðeins að drattast af stað og sunnanáttin með rigningunni undir lok síðustu viku og inn á helgina hleyptu vissulega smá lífi í gang mála. Leyfarnar af Írenu í fyrstu vikunni gerðu það líka að einhverju leyti. Veiði 21.9.2011 21:52 Óvænt truflun á veiðistað Veiðimaður sem átti Þrastalundarsvæðið í Soginu byrjaði laugardaginn vel og fékk tvo laxa. Um hádegisbil gerðist hins vegar nokkuð sem gerði út af við alla veiði. Veiði 21.9.2011 21:43 Fréttir af svæðum SVFR Veiði er að mestu lokið í Setbergsá og var lokaniðurstaða um 70 laxar. Í Krossá á Skarðsströnd er lokahollið við veiðar og er talan þar um 200 laxar. Veiði 21.9.2011 21:38 Veiðislóð er komin út Fjórða tölublað veftímaritsins Veiðislóð er komið út. Meðal annars er gengið með bökkum Laxár í Laxárdal með Ásgeiri Steingrímssyni. Veiði 21.9.2011 21:35 Gleymir stund og stað við árbakkann Þegar vorar fer mig strax að klæja í puttana að komast út í náttúruna. Og þegar ég horfi á læki eða vötn langar mig að fara að kasta,“ segir veiðikonan Þórdís Klara Bridde. Hún segir það ómótstæðilega tilfinningu að standa við árbakka með stöng í hönd. Veiði 9.9.2011 21:42 108 sm landað í Vatnsdalsá Laxinn sem veiðimaður setti í við Hólakvörn var aldeilis ekki gamall lurkur úr vorgöngum heldur spikfeitur, nýrunnin og sjálfsagt með saltbragð í munni. Það eina sem var ekki sjáanlegt, og gefur til kynna nýrunnin lax úr sjó, var lúsin. Veiði 19.9.2011 12:00 Víðidalsá að ná 700 löxum September hefur verið þokkalegur í Víðidalsá þó hann hafi ekki verið skugginn af sjálfum sér miðað við síðustu þrjú sumur. Kuldin síðustu helgi hjálpaði ekki til en áin hefur tekið við sér aftur. Heildartalan er nú kominn í 662 laxa og má búast við að hún fari yfir 700 laxa fyrir lok tímabilsins sem lýkur 24.september. Er veiðin þá svipuð og hún var 2007 en þá var hún 714 laxar. Yrði það nokkuð eftir því sem fiskifræðingar hafa verið að segja en aflatölur í ár hafa verið bornar saman við árið 2007 í umræðunni síðastliðnar vikur. Veiði 19.9.2011 09:23 Dauft í Vatnsá og Skógá Óvenju litlum fréttum hefur farið af Vatnsá sem hefur verið með frískari laxveiðiám landsins síðustu sumur. Þá er einnig dauft yfir Skógá, en okkur langaði að heyra fréttir af svæðinu og heyrðum í Ásgeiri Ásmundssyni. Veiði 19.9.2011 09:19 Síðustu dagar umsóknarfrests SVFR Í fyrstu atrennu sölunnar fyrir næsta veiðitímabil eru í boði dagar á frábærum ársvæðum, s.s. aðalsvæði Hítarár á Mýrum, Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýrum, Laxá í Dölum, Nesveiðar í Aðaldal, veiðisvæði Strauma og Leirvogsá. Söluskrána má nálgast hér að neðan í vefútgáfu og einnig sem PDF-skjal til að hlaða niður. Veiði 19.9.2011 09:15 Frábær veiði í Stóru Laxá Veiðimenn eru enn að gera frábæra hluti á svæði I&II í Stóru Laxá. Sogsmenn voru þar enn og aftur á ferðinni síðustu 2 daga, enda ekki hægt að fá nóg af veislunni sem hefur verið í gangi þarna í haust. Veiði 16.9.2011 21:49 Rólegt í Leirvogsá Sex laxar veiddust í Leirvogsá í gær. Veitt er til 20. september og vonandi verða síðustu dagarnir góðir þar sem rigning er nú á höfuðborgarsvæðinu. Veiði 16.9.2011 21:47 Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu Þetta gæti sem hægast verið stærsti lax sumarsins og kunnugir eru á einu máli um að hann þessi hefði verið um eða yfir 30 pund þegar hann gekk spengilegur í Laxá í Aðaldal snemma sumars. En í morgun var hann 106 cm og veginn 27 pund. Veiði 16.9.2011 09:41 Hörkuskot í Þrasatarlundi Stöng sem veiddi Þrastalundarsvæðið í Soginu í gær setti í fjórtán laxa og landaði tíu. Sem kunnugt er þá er aðeins veitt á eina stöng á svæðinu. Allir laxarnir sem fengust tóku í Kúagili, sem er efsti veiðistaðurinn á svæðinu. Sjö þeirra voru fengnir á flugu, en þrír á spón. Um var að ræða fallega laxa á bilinu 58-75cm. Veiði 15.9.2011 14:57 Útsala hjá Vesturröst Veiðimenn gera góð kaup þessa dagana hjá Vesturröst en haustútsalan þeirra byrjaði í gær. Afslátturinn á stangveiðivörum er 20-80% og því tilvalið að bæta einhverju í veiðidótið sem þarfnast endurnýjunar eða þá til að skella sé á eitthvað nýtt. Veiði 15.9.2011 13:23 Ævintýri við erfiðar aðstæður Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum. Veiði 14.9.2011 20:20 Veiði lokið í Norðurá Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða. Veiði 14.9.2011 20:18 Farið að bera á sjóbirting Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiði 14.9.2011 20:15 Fín veiði í Ytri Rangá Ytri Rangá heldur áfram að skila góðum veiðitölum en um 40-50 laxar hafa verið að veiðast síðastliðna daga í áni. Telst það vera fín veiði miðað við árstíma en í morgun komu 24 laxar á land. Maðkaveiði var leyfð eftir 29. ágúst og fór veiðin í kringum 200 laxar á dag fyrstu daganna en hefur svo dottið niður. Í áni er nú allt leyfilegt, maðkur, spónn og fluga. Veiði 14.9.2011 13:38 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 93 ›
Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Nú eru lokatölur komnar úr nokkrum ánum og veiði að ljúka í laxánum nema Rangánum og Vatnsá. Sumarið er líklega það fjórða eða fimmta besta frá upphafi mælinga svo að veiðimenn mega vel við una. Veiði 26.9.2011 08:59
Fréttir úr Fossálum Fossálar eru að gefa mjög vel og eru hollin sem hitta á réttu aðstæðurnar að fá jafna og góða veiði. Menn sem voru í síðustu viku að veiða fengu 14 sjóbirtinga. Næsta holl þar á eftir lenti í miklum vatnavöxtum og fékk 3 birtinga. Þá komu menn sem voru að um helgina og fengu 11 sjóbirtinga. Í því holli fengust fiskar á veiðistöðum nr. 4, fimm fiskar komu á land á veiðistað nr. 8, þá nr.12, 18 og 19. Uppistaðan í aflanum var 5-8 pund Veiði 26.9.2011 08:54
Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Við fáum fréttir þessa dagana af fínni veiði á öllum okkar sjóbirtingssvæðum fyrir austan og er Grenlækur sv. 4 engin undantekning þar á. Þeir veiðimenn sem voru við veiðar á 18-20 sept. fengu 28 fallega sjóbirtinga. Allur fiskurinn var nýgenginn og og flestir 3-5 pund. Stærstur var 7 punda fiskur sem veiddur var í gamla árfarveginum. Mest fékkst út á flóðinu sjálfu og var hann allur veiddur á spón. Þess má einnig geta að félagið er nýbúið að koma litlum bát á svæðið til að auðvelda mönnum að komast um flóðið. Veiði 26.9.2011 08:50
Tungufljót að taka við sér Tungufljót í Skaftafellssýslu er að taka við sér. Hollið sem var við veiðar fram á hádegi í gær fékk 17 fiska, og var einn lax í aflanum. Veiði 24.9.2011 17:56
Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Veiði 23.9.2011 09:37
Misskipt veðurguða gæðum Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Veiði 23.9.2011 09:33
Ólíku saman að jafna í Dölunum Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær gefið 211 laxa, og samkvæmt veiðimönnum er nokkuð af laxi í ánni. Það sama verður ekki sagt um nágrannaána Laxá í Dölum. Veiði 23.9.2011 09:31
Dunká komin til SVFR Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Veiði 22.9.2011 13:34
Gott skot í Kjósinni Lítið hefur rignt í Kjósinni þetta sumarið en áin fór í flóð og litaðist fyrst 16. september. Fjögurra daga holl sem var við veiðar 15. – 19. september skilaði 125 fiskum og veiddust 60 síðasta daginn. Veiðimennirnir voru breskir og samanstóð aflinn af 103 löxum og 22 sjóbirtingum yfir 2 kg, 120 var sleppt. Enn er góð veiði og nálgast áin 1000 laxa það sem af er sumri. Veiði 22.9.2011 09:38
Affallið í um 500 löxum Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Veiði 22.9.2011 09:13
Mynd af stórlaxinum í Kjarrá Nú síðsumars birtust fregnir á ýmsum vefmiðlum um að 116 sentimetra lax hefði veiðst í Kjarrá í lok sumars. Fréttunum fylgdi hins vegar alltaf sú saga að veiðimaðurinn vildi ekki birta mynd af laxinum. Fréttablaðið hefur nú náð tali af manninum, sem vildi ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Hann gaf þó góðfúslega leyfi til birtingar á myndinni. Veiði 21.9.2011 22:13
Gæsin seinna á ferð í ár Gæsin er um það bil mánuði seinna á ferð en venjulega í hefðbundnum haustundirbúningi sínum. Veiðitímabilið hófst 20. ágúst en þá var enn mikið af ungum á heiðum og gæsin var lítið farin að hópa sig niður á láglendið. Veiði 21.9.2011 22:13
Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Sjóbirtingsveiðin er aðeins að drattast af stað og sunnanáttin með rigningunni undir lok síðustu viku og inn á helgina hleyptu vissulega smá lífi í gang mála. Leyfarnar af Írenu í fyrstu vikunni gerðu það líka að einhverju leyti. Veiði 21.9.2011 21:52
Óvænt truflun á veiðistað Veiðimaður sem átti Þrastalundarsvæðið í Soginu byrjaði laugardaginn vel og fékk tvo laxa. Um hádegisbil gerðist hins vegar nokkuð sem gerði út af við alla veiði. Veiði 21.9.2011 21:43
Fréttir af svæðum SVFR Veiði er að mestu lokið í Setbergsá og var lokaniðurstaða um 70 laxar. Í Krossá á Skarðsströnd er lokahollið við veiðar og er talan þar um 200 laxar. Veiði 21.9.2011 21:38
Veiðislóð er komin út Fjórða tölublað veftímaritsins Veiðislóð er komið út. Meðal annars er gengið með bökkum Laxár í Laxárdal með Ásgeiri Steingrímssyni. Veiði 21.9.2011 21:35
Gleymir stund og stað við árbakkann Þegar vorar fer mig strax að klæja í puttana að komast út í náttúruna. Og þegar ég horfi á læki eða vötn langar mig að fara að kasta,“ segir veiðikonan Þórdís Klara Bridde. Hún segir það ómótstæðilega tilfinningu að standa við árbakka með stöng í hönd. Veiði 9.9.2011 21:42
108 sm landað í Vatnsdalsá Laxinn sem veiðimaður setti í við Hólakvörn var aldeilis ekki gamall lurkur úr vorgöngum heldur spikfeitur, nýrunnin og sjálfsagt með saltbragð í munni. Það eina sem var ekki sjáanlegt, og gefur til kynna nýrunnin lax úr sjó, var lúsin. Veiði 19.9.2011 12:00
Víðidalsá að ná 700 löxum September hefur verið þokkalegur í Víðidalsá þó hann hafi ekki verið skugginn af sjálfum sér miðað við síðustu þrjú sumur. Kuldin síðustu helgi hjálpaði ekki til en áin hefur tekið við sér aftur. Heildartalan er nú kominn í 662 laxa og má búast við að hún fari yfir 700 laxa fyrir lok tímabilsins sem lýkur 24.september. Er veiðin þá svipuð og hún var 2007 en þá var hún 714 laxar. Yrði það nokkuð eftir því sem fiskifræðingar hafa verið að segja en aflatölur í ár hafa verið bornar saman við árið 2007 í umræðunni síðastliðnar vikur. Veiði 19.9.2011 09:23
Dauft í Vatnsá og Skógá Óvenju litlum fréttum hefur farið af Vatnsá sem hefur verið með frískari laxveiðiám landsins síðustu sumur. Þá er einnig dauft yfir Skógá, en okkur langaði að heyra fréttir af svæðinu og heyrðum í Ásgeiri Ásmundssyni. Veiði 19.9.2011 09:19
Síðustu dagar umsóknarfrests SVFR Í fyrstu atrennu sölunnar fyrir næsta veiðitímabil eru í boði dagar á frábærum ársvæðum, s.s. aðalsvæði Hítarár á Mýrum, Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýrum, Laxá í Dölum, Nesveiðar í Aðaldal, veiðisvæði Strauma og Leirvogsá. Söluskrána má nálgast hér að neðan í vefútgáfu og einnig sem PDF-skjal til að hlaða niður. Veiði 19.9.2011 09:15
Frábær veiði í Stóru Laxá Veiðimenn eru enn að gera frábæra hluti á svæði I&II í Stóru Laxá. Sogsmenn voru þar enn og aftur á ferðinni síðustu 2 daga, enda ekki hægt að fá nóg af veislunni sem hefur verið í gangi þarna í haust. Veiði 16.9.2011 21:49
Rólegt í Leirvogsá Sex laxar veiddust í Leirvogsá í gær. Veitt er til 20. september og vonandi verða síðustu dagarnir góðir þar sem rigning er nú á höfuðborgarsvæðinu. Veiði 16.9.2011 21:47
Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu Þetta gæti sem hægast verið stærsti lax sumarsins og kunnugir eru á einu máli um að hann þessi hefði verið um eða yfir 30 pund þegar hann gekk spengilegur í Laxá í Aðaldal snemma sumars. En í morgun var hann 106 cm og veginn 27 pund. Veiði 16.9.2011 09:41
Hörkuskot í Þrasatarlundi Stöng sem veiddi Þrastalundarsvæðið í Soginu í gær setti í fjórtán laxa og landaði tíu. Sem kunnugt er þá er aðeins veitt á eina stöng á svæðinu. Allir laxarnir sem fengust tóku í Kúagili, sem er efsti veiðistaðurinn á svæðinu. Sjö þeirra voru fengnir á flugu, en þrír á spón. Um var að ræða fallega laxa á bilinu 58-75cm. Veiði 15.9.2011 14:57
Útsala hjá Vesturröst Veiðimenn gera góð kaup þessa dagana hjá Vesturröst en haustútsalan þeirra byrjaði í gær. Afslátturinn á stangveiðivörum er 20-80% og því tilvalið að bæta einhverju í veiðidótið sem þarfnast endurnýjunar eða þá til að skella sé á eitthvað nýtt. Veiði 15.9.2011 13:23
Ævintýri við erfiðar aðstæður Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum. Veiði 14.9.2011 20:20
Veiði lokið í Norðurá Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða. Veiði 14.9.2011 20:18
Farið að bera á sjóbirting Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiði 14.9.2011 20:15
Fín veiði í Ytri Rangá Ytri Rangá heldur áfram að skila góðum veiðitölum en um 40-50 laxar hafa verið að veiðast síðastliðna daga í áni. Telst það vera fín veiði miðað við árstíma en í morgun komu 24 laxar á land. Maðkaveiði var leyfð eftir 29. ágúst og fór veiðin í kringum 200 laxar á dag fyrstu daganna en hefur svo dottið niður. Í áni er nú allt leyfilegt, maðkur, spónn og fluga. Veiði 14.9.2011 13:38
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent