Bárðarbunga

Fréttamynd

Töluverð mengun í Vík

Mælir sem staðsettur er í Vík sýnir að brennisteinsdíoxíðmengun sé í 2.500 míkrógrömmum á rúmmetra. Þetta sýndi mælirinn um klukkan fjögur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks

Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið.

Innlent
Fréttamynd

Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu

Loftgæði voru slæm fyrir viðkvæma á höfuðborgarsvæðinu og allt upp á Grundartanga um sexleytið í morgun, nema á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði þar sem þau töldust sæmileg. Þau voru einnig slæm á Hellisheiði, í Hveragerði og víðar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið einstakt á heimsvísu

Hraunrennslið frá eldstöðinni í Holuhrauni jafngildir enn rennsli Skjálfandafljóts. Hraunið er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Eldfjallafræðingur segir að eldarnir séu einstakir á heimsmælikvarða.

Innlent
Fréttamynd

Töluverð mengun víðsvegar um landið

Enn eru há gildi brennisteinsdíoxíðs að mælast á norðanverðu Snæfellsnesi. Alls voru 3700 míkrógrömm mæld með færanlegum handheldum mæli í Ólafsvík nú eftir hádegið.

Innlent
Fréttamynd

Mikil mengun á Akureyri

Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gosmengun í byggð gæti versnað í vetur

Veðuraðstæður í vetur geta valdið enn hærri mengunartoppum en hafa sést hingað til frá gosinu í Holuhrauni. Mengun er þó miklu meiri en búist var við í upphafi. Gosmengun þar sem svifryk er landlægt gæti skapað sérstakt vandamál.

Innlent