Lögreglumál

Fréttamynd

Fleiri skili skömminni og til­kynni of­beldis­brot en áður

Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér.

Innlent
Fréttamynd

Faðir ríkislög­reglu­stjóra í skýrslu­töku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyld­menni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“

Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans.

Innlent
Fréttamynd

Veittu manni og hundi á rafmagnshlaupahjóli eftirför

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór stutta en óvenjulega eftirför í gærkvöldi, eftir að tilkynnt var um kannabislykt í Hlíðahverfi. Þegar lögreglu bar að flúði meintur gerandi af vettvangi, á rafmagnshlaupahjóli með hund á palli hjólsins.

Innlent
Fréttamynd

Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra

Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slagsmál og ofurölvun í miðborginni

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt með mörgum minniháttar málum sem tengdust ofurölvun eða slagsmálum. Lögreglumenn urðu meðal annars vitni að líkamsárás í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Mikið eftirlit í miðbænum vegna Airwaves

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikið eftirlit í miðborg Reykjavíkur vegna Airwaves-tónlistarhátíðarinnar í nótt. Flest mál sem komu upp voru þó minniháttar og tengdust ölvun.

Innlent
Fréttamynd

Lögin ekki vanda­málið heldur fram­kvæmdin

Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög.

Innlent
Fréttamynd

Sló samnemanda með hamri

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Innlent