Lögreglumál

Fréttamynd

Dyra­vörður réðst á gest á skemmti­stað

Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dyravörður staðarins er grunaður um að hafa beitt gest ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar aðgerðir lögreglu voru eða hvort slys voru á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­för lög­reglu endaði á göngu­stíg á Völlunum

Lögreglan veitti ökumanni eftirför á Völlunum í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Að sögn sjónarvotta spændi ökumaður gegnum göngustíga og keyrði loks fram af bílaplani niður á göngustíg. Í kjölfarið flúðu ökumaður og farþegi á fæti áður en lögregluþjónar handsömuðu þá.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast gæslu­varð­halds yfir þremur vegna manndrápsins

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarhald yfir þremur ungum mönnum sem grunaðir eru um að eiga þátt í dauða manns sem stunginn var til bana á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í hádeginu og fram eftir degi. 

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldismyndbönd og deiling geti verið liður í frekara of­beldi

Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna og að svo virtist sem ofbeldismyndbönd ungmenna og dreifing þeirra sé liður í enn frekara ofbeldi og niðurlægingu viðkomandi þolanda.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald yfir sakborningum rennur út á morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir ungum karlmönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn á manndrápi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nítján ára karlmaður sem hefur játað aðild að málinu var síðast yfirheyrður vegna málsins á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Vill 700 þúsund króna sekt við hnífa­burði á kvöldin

Öryggis- og löggæslufræðingur segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að koma hnífum af götum landsins. Hann telur að banna eigi hnífaburð „í margmenni“ frá sex á kvöldin til sjö á morgnanna og að sektir við slíku verði 700 þúsund krónur. Einnig leggur hann til bann á sölu allra hnífa nema eldhúsáhalda og verkfæra.

Innlent
Fréttamynd

Hiti aftur farinn að aukast í bátnum

Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja

Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legur hiti og eldurinn erfiður viður­eignar

Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur

Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins.

Innlent
Fréttamynd

Inn­brots­þjófar á far­alds­fæti í nótt

Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa

Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana.

Innlent
Fréttamynd

„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“

Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sí­fellt fleiri mál felld niður hjá lög­reglu

17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar.

Innlent