Lögreglumál Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott. Innlent 5.9.2023 10:32 Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. Innlent 5.9.2023 10:12 Hótaði gestum veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. Innlent 5.9.2023 07:36 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Innlent 4.9.2023 21:39 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Innlent 4.9.2023 18:35 Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4.9.2023 18:22 Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Innlent 4.9.2023 17:35 Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopnafirði Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Innlent 4.9.2023 11:14 „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Innlent 4.9.2023 00:03 Hópslagsmál í Garðabæ Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu. Innlent 3.9.2023 18:42 Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir. Innlent 3.9.2023 07:30 Ók móti umferð og á aðra bíla Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 2.9.2023 11:03 Var rændur og þurfti á slysadeild Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu. Innlent 2.9.2023 07:24 Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2023 06:12 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. Lífið 31.8.2023 14:45 Sérsveitin kölluð til vegna manns með hníf í miðborginni Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Var hann í annarlegu ástandi og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 31.8.2023 06:16 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Innlent 30.8.2023 20:22 Meintur Mentos-þjófur eltur á hlaupum en reyndist saklaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gær vegna ofurölvi einstaklinga. Einn lá meðvitundarlítill í runna, annar svaf ölvunarsvefni í íbúð og einn til viðbótar dormaði utandyra. Innlent 30.8.2023 06:29 Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29.8.2023 23:41 Gæsluvarðhald framlengt í skútumáli Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september. Innlent 29.8.2023 21:56 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. Innlent 29.8.2023 17:38 Var sagður ölvaður en reyndist glíma við heilsukvilla Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó útköllum vegna innbrots í Hafnarfirði og einstaklings sem var til ama í miðborginni en sá hét því að láta af hegðun sinni eftir samtal við lögreglumenn. Innlent 29.8.2023 06:22 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38 Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. Innlent 28.8.2023 20:35 Sérsveit náði hníf af ungmennum í Breiðholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út upp úr klukkan 18 í kvöld vegna gruns um vopnaburð ungmenna. Innlent 28.8.2023 19:21 Vopnaðir sérsveitarmenn í lögregluaðgerð í Grindavík Lögregluaðgerð er nú í gangi í Grindavík. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við Vísi, en segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning verði þó gefin út um málið síðar í dag. Innlent 28.8.2023 14:24 Sofandi innbrotsþjófur og sjálfsfróun á almannafæri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum um helgina en hún var meðal annars kölluð til vegna manns sem var sagður sofa ölvunarsvefni við fyrirtæki í Reykjavík. Innlent 28.8.2023 06:51 Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. Innlent 28.8.2023 06:11 Eftirlýstur læsti sig inni í kjallara Háskóla Íslands Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. Innlent 27.8.2023 18:57 Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15 « ‹ 61 62 63 64 65 66 67 68 69 … 279 ›
Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott. Innlent 5.9.2023 10:32
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. Innlent 5.9.2023 10:12
Hótaði gestum veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. Innlent 5.9.2023 07:36
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Innlent 4.9.2023 21:39
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Innlent 4.9.2023 18:35
Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4.9.2023 18:22
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Innlent 4.9.2023 17:35
Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopnafirði Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Innlent 4.9.2023 11:14
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Innlent 4.9.2023 00:03
Hópslagsmál í Garðabæ Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu. Innlent 3.9.2023 18:42
Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir. Innlent 3.9.2023 07:30
Ók móti umferð og á aðra bíla Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 2.9.2023 11:03
Var rændur og þurfti á slysadeild Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu. Innlent 2.9.2023 07:24
Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2023 06:12
„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. Lífið 31.8.2023 14:45
Sérsveitin kölluð til vegna manns með hníf í miðborginni Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Var hann í annarlegu ástandi og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 31.8.2023 06:16
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Innlent 30.8.2023 20:22
Meintur Mentos-þjófur eltur á hlaupum en reyndist saklaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gær vegna ofurölvi einstaklinga. Einn lá meðvitundarlítill í runna, annar svaf ölvunarsvefni í íbúð og einn til viðbótar dormaði utandyra. Innlent 30.8.2023 06:29
Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29.8.2023 23:41
Gæsluvarðhald framlengt í skútumáli Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september. Innlent 29.8.2023 21:56
Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. Innlent 29.8.2023 17:38
Var sagður ölvaður en reyndist glíma við heilsukvilla Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó útköllum vegna innbrots í Hafnarfirði og einstaklings sem var til ama í miðborginni en sá hét því að láta af hegðun sinni eftir samtal við lögreglumenn. Innlent 29.8.2023 06:22
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38
Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. Innlent 28.8.2023 20:35
Sérsveit náði hníf af ungmennum í Breiðholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út upp úr klukkan 18 í kvöld vegna gruns um vopnaburð ungmenna. Innlent 28.8.2023 19:21
Vopnaðir sérsveitarmenn í lögregluaðgerð í Grindavík Lögregluaðgerð er nú í gangi í Grindavík. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við Vísi, en segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning verði þó gefin út um málið síðar í dag. Innlent 28.8.2023 14:24
Sofandi innbrotsþjófur og sjálfsfróun á almannafæri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum um helgina en hún var meðal annars kölluð til vegna manns sem var sagður sofa ölvunarsvefni við fyrirtæki í Reykjavík. Innlent 28.8.2023 06:51
Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. Innlent 28.8.2023 06:11
Eftirlýstur læsti sig inni í kjallara Háskóla Íslands Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. Innlent 27.8.2023 18:57
Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15