Lögreglumál

Fréttamynd

„Ég stakk hann þrisvar!“

Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað.

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex

Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir.

Innlent
Fréttamynd

Garg af svölum og reið­hjól sem hafði verið stolið í tvö ár

Maður sem stóð á garginu heima hjá sér á svölunum í morgun í Foss­vogs-og Háa­leitis­hverfi varð að ósk ná­granna og lög­reglu um að láta af þeirri hegðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu vegna dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“

Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 

Innlent
Fréttamynd

Loka gos­stöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Stofnaði í­trekað til slags­mála í mið­borginni

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt eftir að hafa ítrekað stofnað til slagsmála í miðborg Reykjavíkur. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að ráðast á dyravörð skemmtistaðar á svipuðum slóðum.

Innlent
Fréttamynd

Grimmdar­legar lýsingar á mann­drápinu í Hafnar­firði

Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar.

Innlent
Fréttamynd

Opna inn á gos­stöðvar að nýju

Opnað hefur verið fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla-Hrút að nýju. Lokað var fyrir aðgang klukkan fimm í gær vegna lélegs skyggnis á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Ás­mund Einar að mæta sér í sjón­varpi

Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­lýstur maður hljóp 400 metra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Hlíðunum í Reykjavík í dag, það er hverfi 105. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hlemm en við eftirgrennslan kom í ljós að hann var eftirlýstur og átti að hefja afplánun.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn fundinn

Piltur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir síðdegis í dag er kominn í leitirnar.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir Daníel Cross

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinum 18 ára Daníel Cross. Daníel er sagður vera rúmlega 190 sentímetrar á hæð, þéttvaxinn með mikið krullað hár og græn augu.

Innlent
Fréttamynd

Slógust með hníf og sög í mið­borginni

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skarst í leikinn í dag þar sem tveir menn slógust með hníf og sög í mið­borg Reykja­víkur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dag­bók lög­reglu.

Innlent