Stj.mál

Fréttamynd

Láglaunastörf fara annað

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst ekki sjá hvernig útfæra eigi hugmyndir þær sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður sjávarútvegsnefndar, setti fram í ræðu á Patreksfirði á sjómannadaginn. Kristinn mælti með því að 20 þúsund tonna aflaheimildir yrðu fluttar til staða sem ekki nytu stóriðju.

Innlent
Fréttamynd

Þorskkvóti verði minnkaður

Hafrannsóknarstofnunin leggur til að þorskkvótinn verði minnkaður um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári og að aflamark verði 198 þúsund tonn miðað við 205 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta kom fram á blaðamannafundi Hafrannsóknarstofnunar í dag þegar ný skýrsla um nytjastofna sjávar var kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekkert að stjórnarskrá ESB

Það er ekkert að evrópsku stjórnarskránni að mati eins reyndasta utanríkismálasérfræðings Þýskalands. Volker Rühe telur helst að stytta þyrfti stjórnarskrána en að andstaðan sé ekki efnisleg.

Erlent
Fréttamynd

Segir sameiningu raunhæfa

Sameina á sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu, það er bæði raunhæft og skynsamlegt að mati Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Hann ætlar að flytja tillögu þess efnis í borgarstjórn í haust.

Innlent
Fréttamynd

Eyjabyggð sprengir gatnakerfið

Í sex ára gamalli skýrslu borgarverkfræðings og Borgarskipulags Reykjavíkur er talið óraunhæft að stofna til 20 þúsund manna byggðar á uppfyllingum úti af Örfirisey og á öðrum uppfyllingum í grennd við miðborgina. Í umferðarspá sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen vann fyrir borgaryfirvöld koma fram efasemdir um umferðarálag.

Innlent
Fréttamynd

Leyft að veiða meiri ýsu og ufsa

Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðborgarsvæðið verði ein heild

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, telur að sameina eigi sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu. Það sé að mati flokksins brýnasta verkefnið í skipulagsmálum svæðisins. Hann lýsir þessu í tengslum við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um byggð í eyjunum við Reykjavík. Hann segir þær virka djarfar og spennandi í fyrstu en standist ekki við nánari skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Vill opnari umræðu um þorskstofn

Árni Matthiessen sjávarútvegsráðherra kallaði eftir opinskárri umræðu um ástand þorskstofnsins í sjómannadagsræðu sinni að þessu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Lögum um ríkiserfðir breytt

Anders Fogn Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst leggja fram frumvarp til að breyta lögum um ríkiserfðir þannig að konur hafi jafnan rétt til ríksierfða og karlar. Eins og kunnugt er eiga María Elísabet og Frirðik krónprins von á sínu fyrsta barni á árinu og vilja dönsk stjórnvöld tryggja að það erfi krúnuna, en samkvæmt núgildandi lögum getur kona aðeins erft hana ef hún á engan bróður.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla við Kárahnjúka í sumar

Óstýrilátir umhverfisverndarsinnar ætla að slá upp alþjóðlegum tjaldbúðum við Kárahnjúka í sumar. Þeir hafa fengið breskan atvinnumótmælanda til landsins til að kenna réttu mótmælaaðferðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Sakar frjálslynda um ósannindi

Gunnar Örn Örlygsson segir formann og varaformann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í lýsingum af aðdraganda þess að hann sagði sig úr flokknum og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón A. Kristjánsson, formaður frjálslyndra, hefur beðið kjósendur flokksins afsökunar á brotthvarfi Gunnars Arnar.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra með rangt mál

"Það er fjarri lagi að ráðherra fari þarna með rétt mál og nægir að benda á þorskveiðar í Barentshafinu því til sönnunar," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma að endurskoðun

Kvennahreyfingin vill hafa áhrif á endurskoðun stjórnarskrárinnar og setur það á oddinn að tryggð verði jöfn þátttaka karla og kvenna í stjórnun landsins en fyrr sé ekki hægt að tala um raunverulegt jafnrétti. Fulltrúar kvennahreyfingarinnar hittust á vinnufundi á Hallveigarstöðum í gær þar sem rætt var hvernig stjórnarskráin gæti tryggt öryggi kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Biðst afsökunar vegna Gunnars

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, biður kjósendur flokksins afsökunar á því að Gunnar Örn Örlygsson hafi hætt þingmennsku fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Verkaskipting óljós í dýravernd

Dýraverndunarmálum hefur sáralítið verið sinnt á Íslandi í áratugi vegna slæmrar stjórnsýslu og óljósrar verkaskiptingar. Unnið hefur verið að úrbótum síðustu árin.

Innlent
Fréttamynd

Rumsfeld snuprar Kínverja

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, snupraði Kínverja á ráðstefnu um öryggismál í Singapúr í dag. Hann sagði Kínverja vera ógn við öryggi í Asíu vegna þess hve miklu fjármagni þeir eyði í hervarnir landsins og að koma sér upp þróuðum vopnum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki árás á Kína

Kröfur Bandaríkjastjórnar um aukið frelsi í Kína eru ekki settar fram til að ógna jafnvægi í landinu eða grafa undan því með nokkrum hætti, sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hafna frestun kosninganna

Hamas-samtökin hafa hafnað þeirri ákvörðun forseta Palestínu að fresta þingkosningum sem átti að halda um miðjan næsta mánuð. Hættuleg valdabarátta er fram undan.

Erlent
Fréttamynd

Abbas frestar kosningunum

Mikil spenna ríkir nú í herbúðum Palestínumanna eftir að Mahmoud Abbas forseti ákvað að fresta þingkosningum sem halda átti um miðjan næsta mánuð. Í yfirlýsingu um frestun kosninganna sagði Abbas að hún væri til þess að gefa tíma til að leysa deilur um breytingar á kosningalögunum.

Erlent
Fréttamynd

Ný Marshall-áætlun fyrir Afríku

Fjármálaráðherra Bretlands kynnti í dag hugmyndir sínar um nýja Marshall-áætlun til þess að reisa Afríku úr öskustónni. Skiptar skoðanir eru um hugmyndir Breta.

Erlent
Fréttamynd

Verða að tryggja stöðugleika

Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn.

Innlent
Fréttamynd

Chirac til fundar við Schröder

Jacques Chirac, forseti Frakklands, fór til fundar við Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en leiða má líkur að því að aðalumræðuefnið verði ástandið innan Evrópusambandsins og staða þess eftir að bæði Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandins í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Konur ræða stjórnarskrárbreytingar

Í tilefni yfirstandandi endurskoðunar stjórnarskrárinnar komu konur saman á Hallveigarstöðum í dag. Tilefni fundarins var að ræða mikilvægi þess að sjónarmið kvenna heyrist í starfi stjórnarskrárnefndar og að tillögur hennar endurspegli þarfir kvenna sem borgara í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Deila hart á Abbas

Forystumenn Hamas eru reiðir Mahmoud Abbas fyrir að hafa einhliða frestað palestínsku þingkosningunum. Óvíst er hvenær þær verða haldnar. Abbas segir meiri tíma þurfa til að undirbúa breytingar á kosningalögum.</font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Vilja enn kjósa um stjórnarskrá

Meirihluti Dana vill fá að kjósa um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins þrátt fyrir að hvort tveggja franskir og hollenskir kjósendur hafi hafnað honum. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Politiken birti.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrann mun segja af sér

Forsætisráðherra Lúxemborgar, sem nú fer með forsæti í Evrópusambandinu, ætlar að segja af sér ef stjórnarskrá sambandsins verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi. Jean-Claude Juncker varaði í dag við því að ef ekki næðist samstaða um langtíma fjárlög Evrópusambandsins í þessum mánuði þá yrði erfitt pólitískt ástand að hreinu neyðarástandi.

Innlent
Fréttamynd

Monopoly kastað á milli

Brask og bruðl er aðalmálið í spilinu Monopoly, eða Matador eins og flestir kalla það. Af þessum sökum þótti ungum sjálfstæðismönnum tilvalið að senda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, spilið í dag. Honum finnst það hins vegar betur komið hjá Davíð Oddssyni, guðföður Perlunnar.

Innlent
Fréttamynd

Eldflaugum skotið í Sýrlandi

Sýrlendingar skutu á loft þremur Sködd-eldflaugum í síðustu viku að sögn ísraelsku herstjórnarinnar. Ein flaugin brotlenti í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

HIV sífellt stærra vandamál

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir alnæmisfaraldurinn sífellt verða stærra vandamál í öllum heimsálfum. Hann segir nauðsynlegt ef sjúkdómurinn á ekki að ná yfirhöndinni að þjóðir heimsins taki sig saman og berjist af hörku með auknum rannsóknum, forvarnarstarfi og aukinni aðstoð.

Erlent
Fréttamynd

Höggvum á flugvallarhnútinn

Alfreð Þorsteinsson telur að ekki verði vikist undan því að ákvarða sem fyrst framtíð Reykjavíkurflugvallar. Alfreð kveðst óttast að Sjálfstæðismenn einkavæði Orkuveitu Reykjavíkur komist þeir til valda eftir næstu borgarstjórnarkosningar.

Innlent