Stj.mál

Fréttamynd

Skorað á ráðherra og fjárlaganefnd

Áskorun til fjárlaganefndar Alþingis og menntamálaráðherra var undirrituð á málþingi um framtíð Héraðsskólahússins á Laugarvatni í gær. Þar er skorað á ráðherra og nefndina að beita sér fyrir að á fjárlögum verði eyrnamerktir fjármunir til endurbóta á húsnæði Héraðsskólans.

Innlent
Fréttamynd

Blað brotið í skipulagsumræðu

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir marka tímamót að bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi skuli hafa verið reiðubúin að leggja tvo skulbindandi kosti í skipulagsmálum í hendur bæjarbúa. Hann er sáttur við kjörsóknina um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um skipulagsmál á Nesinu

Seltirningar kjósa í dag um skipulagsmál á Hrólfskálamel og Suðurströnd. Valið stendur á milli tveggja tillagna sem nefndar eru tillögur H og S. Samkvæmt tillögu H er gert ráð fyrir gervigrasvelli og blandaðri byggð á Hrólfskálamel, þar sem fyrirtæki er nú, en íbúðabyggð á Suðurströnd fyrir neðan Valhúsaskóla fyrir um 350 íbúa. Í tillögu S er þessu öfugt farið, þ.e. gert er ráð fyrir að gervigrasvelli fyrir neðan Valhúsaskóla en byggð á Hrólfskálamel fyrir um 240 íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Óvænt kosningaúrslit í Íran

Harðlínumenn ráða nú öllu í Íran eftir að hinn íhaldssami frambjóðandi, Ahmadinejad, vann óvæntan en afgerandi sigur í forsetakosningum. Þegar hann var skipaður borgarstjóri í Teheran 2003 var hann nánast óþekktur og í upphafi kosningabaráttunnar nú hafði það lítið breyst.

Erlent
Fréttamynd

Hvalveiðisinnar guldu afhroð

Hvalveiðisinnar guldu afhroð á fundi alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk í Suður-Kóreu í morgun. Þó að nafnið gefi til kynna að þar sé á ferðinni ráð sem hafi umsjón með veiðum, er meirihluti aðildarríkjanna á því að friða hvali með öllu.

Erlent
Fréttamynd

Fjárdráttarmáli vísað til lögreglu

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gruns um fjárdrátt starfsmanns Reykjavíkurborgar úr heimilissjóði íbúa á einu þeirra heimila sem ætlað er fötluðum. Þar segir að undanfarið hafi farið fram rannsókn af hálfu Reykjavíkurborgar, meðal annars til þess að athuga hvort tilefni væri til að vísa málinu til lögreglu. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að vísa málinu til lögreglu til frekari rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Samið um þróunarsamvinnu

Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Srí Lanka var undirritaður í Kólombó, höfuðborg landsins, í morgun. Samningurinn er gerður til fimm ára og nemur framlag Íslands til þróunarstarfs í landinu á þessu ári 75 milljónum króna. Þetta er fyrsta þróunarverkefni Íslands utan Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir til hagræðingar í Háskólanum á Akureyri

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði þar sem fyrir liggur að fjárveitingar nægja ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. A.m.k. 40 milljónir króna á ári að jafnaði skortir til að endar nái saman og hefur verið skipaður sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu deilda.

Innlent
Fréttamynd

Lítill árangur í Ulsan

Fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu lauk í dag með litlum árangri. Hvorki gekk né rak að taka ákvarðanir eða marka nýja stefnu og er staðan því óbreytt.

Erlent
Fréttamynd

Varnarviðræður innan nokkurra daga

Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Framsóknar fimm prósent

Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er minna en fimm prósent samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Í könnuninni mældist fylgi flokksins í sögulegu lágmarki eða átta og hálfu prósenti á landsvísu sem er minna en helmingur af kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Hugsanlegt að áminna forstöðumenn

Fjármálaráðherra segir að til greina komi að áminna forstöðumenn stofnana, sem fara fram úr á fjárlögum, en ekki að frysta launagreiðslur til þeirra, eins og lagt er til í skýrslu Ríkisendurskoðanda.

Innlent
Fréttamynd

Vill kosningar um stækkun álvers

Alcan á að leggja til hliðar áform sín um að stækka álverið í Straumsvík. Þetta segir umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Stækkunin gæti orðið að pólitísku hitamáli, en fulltrúi í umhverfisnefnd vill að bæjarbúar kjósi um hana í haust.

Innlent
Fréttamynd

Heilsugæslan skilaði afgangi

Rekstur Heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsumdæmi skilaði 40,7 milljóna króna afgangi miðað við fjárheimildir á árinu 2004. Svarar það til 1,4 prósenta af heildarútgjöldum stofnananna á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslunni. Þar segir enn fremur að afgangurinn lækki uppsafnaðan halla frá liðnum árum um 13 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Samið um vernd fjárfestinga

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra undirritaði í dag gagnkvæman samning Íslands og Mexíkós um vernd fjárfestinga. Fjárfestingarsamningurinn tryggir jafnréttis- og bestu kjör fyrir íslenska fjárfesta í Mexíkó og öfugt. Ráðherrann hefur undanfarna daga farið fyrir sendinefnd íslenskra athafnakvenna í Mexíkó. Fyrir hönd Mexíkó undirritaði samninginn Fernando Canales efnahagsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Engin skömm fyrir ESB

Tony Blair segir enga skömm felast í því fyrir Evrópusambandið að fara í gegnum endurnýjun, nú þegar nærri fimmtíu ár séu liðin frá stofnun þess. Forsætisráðherrann sagði í morgun að endurskilgreina verði sambandið í grundvallaratriðum.

Erlent
Fréttamynd

Afgangur en ekki halli

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003.

Innlent
Fréttamynd

Meiri lausatök í góðu árferði

Þegar vel árar eru meiri lausatök á fjármálastjórn en ella að mati Davíðs Oddssonar, starfandi forsætisráðherra, sem telur margt til í gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga.

Innlent
Fréttamynd

Forkastanlegar ábendingar

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir ábendingar Ríkisendurskoðunar um að breyta þurfi lögum um réttindi og skyldur, svo frysta megi launagreiðslur starfsmanna þeirra stofnana sem fari fram úr fjárlagaheimildum, vera forkastanlegar.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast afsagnar Lahouds forseta

Sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga í Líbanon krefjast þess að Emile Lahoud, forseti landsins, segi starfi sínu lausu. Flokkurinn er andsnúinn Sýrlendingum og forsvarsmenn hans segja Sýrlendinga bera ábyrgð á morðinu á fyrrum leiðtoga kommúnista nú í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Stefán Jón formaður borgarráðs

Stefán Jón Hafstein var í dag kjörinn formaður borgarráðs og mun hann gegna embættinu til loka kjörtímabilsins. Hann tekur við af Alfreð Þorsteinssyni sem hefur verið formaður ráðsins frá árinu 2003. Björk Vilhelmsdóttir var kjörinn varaformaður. Stefán Jón var kjörinn í borgarstjórn 2002 og er hann formaður Menntaráðs og Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Ahern og Davíð ræddust við

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands og sérlegur fullrúi Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hittust að máli í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis. Ahern er staddur hér á landi til að ræða við íslensk stjórnvöld um fyrirhugaðar endurbætur á Sameinuðu þjóðunum.

Innlent
Fréttamynd

Meira en 10% af landsframleiðslu

Ísland er eitt sex ríkja innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála nema meira en tíu prósentum af landsframleiðslu. Meðalútgjöld til heilbrigðismála á hvern einstakling hér á landi eru um 200 þúsund krónur á ári og alls nema útgjöld til málaflokksins 10,5 prósentum af landsframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Vill stöðva greiðslur

Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fara yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana.

Innlent
Fréttamynd

Friðarumleitanir efst á baugi

Friðarumleitanir í Miðausturlöndum verða efst á baugi á fundi utanríkisráðherra átta stærstu iðnríkja heims sem hófst í Lundúnum í morgun. Fundurinn fylgir í kjölfar heimsóknar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Miðausturlanda en líklegt þykir að áform Ísraela um brottflutning frá Gaza-svæðinu verði aðallega rædd.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um brot á kosningalögum

Nærri þrjátíu Íranar hafa verið handteknir vegna gruns um brot á kosningalögum í síðustu viku. Mönnunum er flestum gefið að sök að hafa dreift áróðri á geisladiskum og á öðru tölvutæku formi en það er ólöglegt í Íran að hafa uppi órökstuddar dylgjur í pólitískum tilgangi í aðdraganda kosninga. Síðari umferð kosninganna fer fram á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Blair: ESB verði endurskilgreint

Það verður að endurskilgreina Evrópusambandið í grundvallaratriðum. Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með Evrópuþinginu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Forseti hafi beitt úreltu ákvæði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með sín sérstöku tengsl við Stöð 2, beitti úreltu lagaákvæði í þágu fyrirtækja tengdum Baugi og vann eitthvert mesta skaðaverk sem unnið hefur verið íslenskum almenningi, segir Davíð Oddsson. Pólitíkin hér á landi hafi þannig ekki reynst Jóni Ásgeiri Jóhannessyni illa líkt og skilja megi af viðtali við <em>BBC</em>.

Innlent
Fréttamynd

Þróunarsamvinna við Srí Lanka

Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Srí Lanka var undirritaður í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Samningurinn er til fimm ára og nemur framlag Íslands til þróunarstarfs í landinu á þessu ári 75 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Refsingar fyrir framúrkeyrslu

Ríkisendurskoðun leggur til að greiðslur til ríkisstofnana sem fara verulega fram úr fjárheimildum verði frystar þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Fjármálaráðherra er þessu ósammála.

Innlent