Stj.mál

Fréttamynd

Skora á stjórnvöld

Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur skorað á íslensk stjórnvöld að lækka álögur sínar á eldsneyti og koma með því móti til móts við almenning í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Litill árangur en annar fundur

Árangur af viðræðum um framtíð varnarsamningsins urðu minni en íslensk stjórnvöld væntu, en fyrsta fundi um málið lauk í Washington fyrir helgina. Ákveðið er að næstu fundur verði hér á landi í september.

Innlent
Fréttamynd

Leifsstöð brýtur samkeppnislög

"Nú viljum við láta á það reyna hvort þessi starfsemi stenst lög með því að leggja fram kæru og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Varnarviðræðurnar hafnar

Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin á Keflavíkurflugvelli hófust í Washington í morgun. Íslenskir og bandarískir embættismenn funda um málið í dag og er búist við að fundir standi fram að helgi.

Innlent
Fréttamynd

Engar afgerandi niðurstöður

Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin á Keflavíkurflugvelli hófust í Washington í morgun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segist ekki búast við neinum afgerandi niðurstöðum úr viðræðunum, enda sé ætlunin fyrst og fremst að kynna sjónarmið beggja aðila í fyrstu umferð.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin komin á hreint

Helstu hagsmunagæslumenn allra stjórnmálaflokkanna eiga sæti í nefnd sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði í gær til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfssemi á Íslandi og þar með aðgang að fjármálum flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Siðferðisþrek Samfylkingar þrotið

"Að mínu viti er þetta merki um að siðferðisþrek Samfylkingarinnar sé á þrotum og þeim sé nær að líta í eigin barm en reyna að klóra í bakkann með dylgjum á borð við þessar," segir Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Framboðsmál R listans óljós

Samfylkingin og Vinstri grænir eru óhress með þá tillögu Framsóknarmanna að þeir fái tvö örugg sæti á R-listanum þrátt fyrir að skoðanakönnun bendi til þess að Framsóknarflokkurinn fái engan borgarfulltrúa kjörinn í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

23 umsækjendur

Landbúnaðarstofnun tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum 1. janúar 2006, en hún sameinar stofnanir, embætti og verkefni á sviði stjórnsýslu og eftirlits innan landbúnaðarins í eina stofnun. Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Landbúnaðarstofnunar var til 21. júní og bárust 23 umsóknir, en forstjórinn tekur til starfa 1. ágúst 2005.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast skattalækkunar á bensín

Félag íslenskra bifreiðaeigenda ætlar að fara fram á við íslensk stjórnvöld að dregið verði úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs.

Innlent
Fréttamynd

Segir fleiri spurningar vakna

Helgi Hjörvar segir það vekja upp spurningar að Ker hafi skrifað undir afsal að flokksskrifstofum Framsóknar um það leyti sem Búnaðarbanki var seldur árið 2002. Aðdróttanir úr lausu lofti gripnar segja framsóknarmenn sem keyptu húsið 1997.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Samfylking fær bestu bitana

Ný tillaga framsóknarmanna vegna áframhaldandi samstarfs R-listans í Reykjavík gerir ráð fyrir að Samfylkingin fái fyrsta val um borgarstjóra, formann borgarráðs og forseta borgarstjórnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin tilnefnir síðust

Samfylkingin hefur tilnefnt fulltrúa í nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi, síðust flokka á Alþingi. Dregist hefur í meira en mánuð að halda fyrsta fund í nefndinni, þar sem beðið var tilnefningar frá Samfylkingunni, en nú er undirbúningur að starfsemi nefndarinnar hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin líklega blekkt

"Ef þýski bankinn keypti aldrei bréf í Búnaðarbankanum, eins og haldið er fram, hefur ríkisstjórnin líklega verið blekkt," segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um hinn þráláta orðróm að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi aldrei átt bréf í Búnaðarbankanum.

Innlent
Fréttamynd

Spurning um hæfi Halldórs

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Halldór Ásgrímsson hafa verið vanhæfan þegar gengið var frá sölu ríkisbankanna og vísa til lögfræðilegrar álitsgerðar sem meðlimir ríkisstjórnarinnar gera lítið með. Spurningum um vanhæfi Halldórs er ennþá ósvarað.

Innlent
Fréttamynd

Davíð þyrlar upp ryki

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir þingmenn stjórnarandstöðunnar eki þora að spyrja um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar ríkisbankarnir voru seldir því þeir óttist svarið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru á allt öðru máli.

Innlent
Fréttamynd

Kínversk sendinefnd gekk af fundi

Kínversk sendinefnd gekk af fundi með embættismönnum í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Ástæðan er heimsókn taívanskrar sendinefndar til Íslands þar sem utanríkisráðherrann er með í för.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ræða olíuverð á fundi G8

Þjóðverjar munu leggja áherslu á að heimsmarkaðsverð á olíu verði lækkað á fundi G8, leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims, í næstu viku. Í tilkynningu sem þýska ríkistjórninn sendi frá sér í dag segir að fyrir utan málefni Afríku, sem rædd verða ítarlega á fundinum, sé afar mikilvægt að ræða olíverðið sem fari síhækkandi því það snerti efnahag allrar heimsbyggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Spyrja ekki af ótta við svarið

<font face="Helv"> </font>Forystumenn stjórnarandstöðunnar segjast bíða viðbragða við lögfræðiáliti, sem þeir hafa látið vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki efast um það að Halldór Ásgrímsson hafi gengið fram af heilindum í bankasölunni eins og í öðrum málum sem þeir haft samstarf um.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur stærstur

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem gerð var í júní breytist fylgi flokkanna lítið frá því í maí. Fylgi er mest við Sjálfstæðisflokkinn tæplega 38 prósent, sem er það sama og í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður eftir helgina

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Blair gagnrýndi Bandaríkjastjórn

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi Bandaríkjastjórn í þætti á bresku sjónvarpsstöðinni MTV í gær. Umræðuefnið var loftslagsbreytingar sem Blair segir vera mestu ógn við jörðina og að ef árangur eigi að nást í málum þessum þurfi Bandaríkin að taka virkari þátt og skrifa undir Kyoto-sáttmálann.

Erlent
Fréttamynd

Vantraust samþykkt á stjórnina

Þýska þingið samþykkti nú í morgun vantraust á ríkisstjórn Gerhards Schröders kanslara með 296 atkvæðum gegn 151. Schröder hafði hvatt þingmenn til að styðja vantrauststillöguna svo flýta mætti kosningum.

Erlent
Fréttamynd

Brotthvarfið lífsnauðsynlegt

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að brotthvarf gyðinga frá Gasa-svæðinu sé lífsnauðsynlegt fyrir framtíð Ísraels. Lögreglan þurfti í gær að fjarlægja harðlínumenn sem eru andsnúnir brotthvarfinu frá helstu bækistöð þeirra á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Brú milli fátækra og ríkra

Formaður og varaformenn BSRB afhentu utanríkisráðherra yfirlýsingu í gær á baráttudegi sem kenndur er við hvíta bandið. Þar hvetur stjórn BSRB stjórnvöld og almenning til þess að taka virkan þátt í því að brúa þá gjá sem er milli ríkra og snauðra í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Beðið ákvörðunar forsetans

Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið felldi trauststillögu á stjórnina í morgun með 296 atkvæðum gegn 151. Beðið er ákvörðunar forsetans um hvort kosningar verði haldnar í haust.

Innlent
Fréttamynd

Réttindi samkynhneigðra

Össur Skarphéðinsson vill að á næsta þingi verði lögum breytt til að leyfa frumættleiðingar samkynhneigðra og kirkjuvígslu á hjónaböndum þeirra. Þetta sagði Össur í pistil á síðu sinni, Ossur.hexia.net. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé gróf mismunun gagnvart samkynhneigðum að þeir fái ekki að helga hjónaband sitt frammi fyrir guði ef að þeir eru trúaðir og óska þess," sagði Össur í samtali við Fréttablaðið.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í upplausn R-listans

Auknar líkur eru á að störfum viðræðunefndar flokka R-listans ljúki með því að listinn verði leystur upp, segir heimildarmaður Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna. Það er ágreiningur Vinstri grænna og Samfylkingar um fjölda fulltrúa hvers flokks á listanum sem gæti riðið R-listanum að fullu.

Innlent
Fréttamynd

S-hópurinn tengdist Halldóri

Efasemdir um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hlutu að vakna um leið og S-hópurinn svokallaði skilaði inn tilkynningu um áhuga á kaupum á hlut í bankanum.

Innlent
Fréttamynd

Engin afstaða til Finns og Halldórs

Tveir hæstaréttarlögmenn hafa skilað álitsgerð sem þeir voru fengnir til að vinna að beiðni stjórnarandstöðunnar. Þeir telja margt í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá því um miðjan mánuðinn verulegum annmörkum háð. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar.

Innlent