Stj.mál Næsta flokksþing það síðasta hjá Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti rétt í þessu að næsta flokksþing Verkamannaflokksins, sem verður haldið í lok september verði hans síðasta sem leiðtogi flokksins. Þar með er ljóst að hann mun segja af sér sem forsætisráðherra en Blair vildi ekki gefa hvenær nákvæmlega hann stigi niður úr stól forsætisráðherra. Sagðist hann vilja ráða því sjálfur og tilkynna um það síðar. Erlent 7.9.2006 14:04 Segir sveitarfélög ekki tilbúin að greiða fyrir þjónustu Strætós Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Strætó bs., hefur sent frá yfirlýsingu vegna ásakana um að hún hafi leynt bágri fjárhagsstöðu Strætós. Þar segir hún slæma fjárhagsstöðu Strætó bs. er tilkomna vegna þess að flest sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu hafi ekki verið tilbúin að greiða fyrir þá þjónustu sem þau sjálf hafa óskað eftir, að Reykjavík og Hafnarfirði undanskildum. Innlent 7.9.2006 13:30 Hátt matarverð heimatilbúinn vandi Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni. Innlent 7.9.2006 12:29 Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg. Innlent 7.9.2006 09:36 Stóriðjustefna eða ekki? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu. Innlent 7.9.2006 00:05 Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. Innlent 6.9.2006 12:35 Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. Innlent 6.9.2006 12:07 Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. Innlent 6.9.2006 09:56 Stjórnarandstaða lýsi yfir samstarfsvilja Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að lýsa því yfir að þeir muni mynda velferðarríkisstjórn ef þeir fái fylgi til þess í komandi þingkosningum. Hann telur ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að þeir nái saman ef þeir haldi rétt á spilunum. Innlent 5.9.2006 17:11 Hefur afsalað sér þingmennsku Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi. Innlent 5.9.2006 16:23 Boða aðgerðir vegna skerðingar á þjónustu Strætós Íbúar í Árbæ og nálægum hverfum hafa stofna undibúningshóp til að efna til aðgerða vegna niðurskurðar á þjónustu StrætóS í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti. Innlent 5.9.2006 14:01 Ósætti með að tillaga var ekki rædd í menntaráði Samfylkingin segir meirihlutann í borgarstjórn hafa beitt fljótfærnislegum vinnubrögðum þegar tillaga um að borgin hefji undirbúning á rekstri framhaldsskóla í tilraunaskyni var felld í menntaráði í gær, án umræðu. Innlent 5.9.2006 12:32 17,5 prósentustiga aukning á fé til vegaframkvæmda Fjármagn sem ríkið eyðir í vegaframkvæmdir hefur aukist um 17,5 prósentustig frá árinu 1998 til yfirstandandi fjárlagaárs eftir því sem segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innlent 5.9.2006 08:07 Vilja kanna kosti einkasjúkrahúss í Fossvogi Læknafélag Íslands vill að skoðað verði hvort hægt verði að reka áfram sjúkrahús í Fossvogi, jafnvel í einkarekstri, eftir uppbyggingu við Hringbaut. Með því eigi læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn kost á öðrum vinnustað en Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Sigurbjarnar Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í viðtali á NFS í morgun. Innlent 4.9.2006 17:33 Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga. Innlent 4.9.2006 17:25 Gripið til aðgerða í kjölfar fjölda banaslysa Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst grípa til ýmissa aðgerða á næstunni til þess að reyna að auka umferðaröryggi í landinu. Innlent 4.9.2006 17:04 Gagnrýni á sjóræningjaveiðar tvískinnungur Gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg helgast af tvískinnungi að mati Grétars Mar Jónssonar, Frjálslynda flokknum, en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Grétar telur að menn ættu að líta sér nær því enginn munur væri á Smuguveiðum Íslendinga og veiða nefndra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg. Innlent 4.9.2006 12:00 Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu. Innlent 4.9.2006 11:45 Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. Innlent 1.9.2006 21:26 Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23 Vill viðræður um myndun kosningabandalags Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum. Innlent 1.9.2006 17:26 14 milljóna viðbótarframlag til Palestínu Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur um 14 milljónum króna. Innlent 1.9.2006 15:36 Skipulagsstofnun leggur blessun sína yfir álver Alcoa Skipulagsstofnun hefur lagt blessun sína yfir álver Alcoa í Reyðarfirði eftir að hafa farið yfir matsskýrslu fyrirtækisins vegna umhverfisáhrifa álversins. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í matsskýrslu hafi verið sýnt fram á að bæði þurrhreinsun og vothreinsun séu fullnægjandi til að halda loftmengun neðan tilgreindra marka. Innlent 1.9.2006 14:10 Fara fram á aukafjárveitingu vegna mikils halla Rúmlega 400 milljóna króna tap var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins. Spítalinn á fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn en stjórnendur spítalans hafa farið fram á aukin fjárframlög frá heilbrigðisyfirvöldum. Innlent 1.9.2006 13:38 Heilbrigðisráðherra í opinberri heimsókn í Kína Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Kína þar sem hún hefur hitt kínverskan starfsbróður sinn, Gao Quiang, og rætt samstarf þjóðanna á heilbrigðissviði. Innlent 1.9.2006 11:21 Vilja aðgang að textasamanburði Náttúruverndarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra að fá aðgang og afrit af textasamanburði iðnaðarráðuneytisins á athugasemdum Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings og öðrum athugasemdum sem bárust ráðuneytinu við matskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Innlent 1.9.2006 10:56 Félagslegum íbúðum fjölgað um 100 í stað 50 Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að endurskoða áform um fjölgun félagslegra íbúða á árinu og fjölga þeim um hundrað í stað fimmtíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Innlent 31.8.2006 13:22 Annatími fram undan vegna vals á framboðslista Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi. Innlent 31.8.2006 12:13 Anna Kristín sækist eftir 1. - 2. sæti Anna Kristín Gunarsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ekki liggur fyrir hvernig skipað verður á listann en ýmislegt bendir til að viðhaft verði prófkjör af einhverri gerð. Ákvörðun um það verður tekin 16. september. Innlent 31.8.2006 12:12 Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Innlent 31.8.2006 12:07 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 187 ›
Næsta flokksþing það síðasta hjá Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti rétt í þessu að næsta flokksþing Verkamannaflokksins, sem verður haldið í lok september verði hans síðasta sem leiðtogi flokksins. Þar með er ljóst að hann mun segja af sér sem forsætisráðherra en Blair vildi ekki gefa hvenær nákvæmlega hann stigi niður úr stól forsætisráðherra. Sagðist hann vilja ráða því sjálfur og tilkynna um það síðar. Erlent 7.9.2006 14:04
Segir sveitarfélög ekki tilbúin að greiða fyrir þjónustu Strætós Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Strætó bs., hefur sent frá yfirlýsingu vegna ásakana um að hún hafi leynt bágri fjárhagsstöðu Strætós. Þar segir hún slæma fjárhagsstöðu Strætó bs. er tilkomna vegna þess að flest sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu hafi ekki verið tilbúin að greiða fyrir þá þjónustu sem þau sjálf hafa óskað eftir, að Reykjavík og Hafnarfirði undanskildum. Innlent 7.9.2006 13:30
Hátt matarverð heimatilbúinn vandi Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni. Innlent 7.9.2006 12:29
Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg. Innlent 7.9.2006 09:36
Stóriðjustefna eða ekki? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu. Innlent 7.9.2006 00:05
Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. Innlent 6.9.2006 12:35
Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. Innlent 6.9.2006 12:07
Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. Innlent 6.9.2006 09:56
Stjórnarandstaða lýsi yfir samstarfsvilja Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að lýsa því yfir að þeir muni mynda velferðarríkisstjórn ef þeir fái fylgi til þess í komandi þingkosningum. Hann telur ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að þeir nái saman ef þeir haldi rétt á spilunum. Innlent 5.9.2006 17:11
Hefur afsalað sér þingmennsku Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi. Innlent 5.9.2006 16:23
Boða aðgerðir vegna skerðingar á þjónustu Strætós Íbúar í Árbæ og nálægum hverfum hafa stofna undibúningshóp til að efna til aðgerða vegna niðurskurðar á þjónustu StrætóS í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti. Innlent 5.9.2006 14:01
Ósætti með að tillaga var ekki rædd í menntaráði Samfylkingin segir meirihlutann í borgarstjórn hafa beitt fljótfærnislegum vinnubrögðum þegar tillaga um að borgin hefji undirbúning á rekstri framhaldsskóla í tilraunaskyni var felld í menntaráði í gær, án umræðu. Innlent 5.9.2006 12:32
17,5 prósentustiga aukning á fé til vegaframkvæmda Fjármagn sem ríkið eyðir í vegaframkvæmdir hefur aukist um 17,5 prósentustig frá árinu 1998 til yfirstandandi fjárlagaárs eftir því sem segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innlent 5.9.2006 08:07
Vilja kanna kosti einkasjúkrahúss í Fossvogi Læknafélag Íslands vill að skoðað verði hvort hægt verði að reka áfram sjúkrahús í Fossvogi, jafnvel í einkarekstri, eftir uppbyggingu við Hringbaut. Með því eigi læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn kost á öðrum vinnustað en Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Sigurbjarnar Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í viðtali á NFS í morgun. Innlent 4.9.2006 17:33
Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga. Innlent 4.9.2006 17:25
Gripið til aðgerða í kjölfar fjölda banaslysa Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst grípa til ýmissa aðgerða á næstunni til þess að reyna að auka umferðaröryggi í landinu. Innlent 4.9.2006 17:04
Gagnrýni á sjóræningjaveiðar tvískinnungur Gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg helgast af tvískinnungi að mati Grétars Mar Jónssonar, Frjálslynda flokknum, en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Grétar telur að menn ættu að líta sér nær því enginn munur væri á Smuguveiðum Íslendinga og veiða nefndra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg. Innlent 4.9.2006 12:00
Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu. Innlent 4.9.2006 11:45
Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. Innlent 1.9.2006 21:26
Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23
Vill viðræður um myndun kosningabandalags Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum. Innlent 1.9.2006 17:26
14 milljóna viðbótarframlag til Palestínu Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur um 14 milljónum króna. Innlent 1.9.2006 15:36
Skipulagsstofnun leggur blessun sína yfir álver Alcoa Skipulagsstofnun hefur lagt blessun sína yfir álver Alcoa í Reyðarfirði eftir að hafa farið yfir matsskýrslu fyrirtækisins vegna umhverfisáhrifa álversins. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í matsskýrslu hafi verið sýnt fram á að bæði þurrhreinsun og vothreinsun séu fullnægjandi til að halda loftmengun neðan tilgreindra marka. Innlent 1.9.2006 14:10
Fara fram á aukafjárveitingu vegna mikils halla Rúmlega 400 milljóna króna tap var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins. Spítalinn á fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn en stjórnendur spítalans hafa farið fram á aukin fjárframlög frá heilbrigðisyfirvöldum. Innlent 1.9.2006 13:38
Heilbrigðisráðherra í opinberri heimsókn í Kína Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Kína þar sem hún hefur hitt kínverskan starfsbróður sinn, Gao Quiang, og rætt samstarf þjóðanna á heilbrigðissviði. Innlent 1.9.2006 11:21
Vilja aðgang að textasamanburði Náttúruverndarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra að fá aðgang og afrit af textasamanburði iðnaðarráðuneytisins á athugasemdum Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings og öðrum athugasemdum sem bárust ráðuneytinu við matskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Innlent 1.9.2006 10:56
Félagslegum íbúðum fjölgað um 100 í stað 50 Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að endurskoða áform um fjölgun félagslegra íbúða á árinu og fjölga þeim um hundrað í stað fimmtíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Innlent 31.8.2006 13:22
Annatími fram undan vegna vals á framboðslista Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi. Innlent 31.8.2006 12:13
Anna Kristín sækist eftir 1. - 2. sæti Anna Kristín Gunarsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ekki liggur fyrir hvernig skipað verður á listann en ýmislegt bendir til að viðhaft verði prófkjör af einhverri gerð. Ákvörðun um það verður tekin 16. september. Innlent 31.8.2006 12:12
Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Innlent 31.8.2006 12:07
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent